Hestar/Horse
Miðengi

Hún tengdamamma Ingibjörg Harðardóttir tók þetta saman og á líka þessar myndir

Sleppitúrar


Þetta er frásögn um sleppitúra frá 1985, en þeir heita sleppitúrar þegar hestum er sleppt í haga á vorin.

Hestamennskan byrjaði hjá okkur þegar Reynir keypti sér tryppi á þorláksmessu. Hann fór með Bjössa í hesthús en Bjössi var með hesta í Hátúni, sem núna er Norðlingaholt.

Fyrstu árin voru hestarnir keyrðir í haga, Blési en Reynir skírði hestinn sinn það fór hann norður í Huppahlíð fyrsta vorið en svo var farið næstu vor í Flóann eða í Langholtspart.

En svo var farið að ríða austur, lagt var yfirleitt af stað frá klukkuna 22.00-02.00 að nóttu. Fyrstu ferðina riðu Reynir, Jonni, Bjössi, og Jón Ágúst Eggests, farið var meðfram þjóðveginum en gamli vegurinn er ennþá. Var riðið að Litlu Kaffistofunni og svo að Kolviðarhól. Ég ók með þeim, var undanfari. Þegar ég kom að Litlu Kaffistofunni sá ég tvær tófur hvíta og brúna en þær voru fljótar að hverfa. En á Kolviðarhól var snæddur morgunmatur. En Kolviðarhóll er þar sem Hellisheiðarvirkjun er núna. Var nú haldið áfram upp með Skíðaskálanum og austur og gamla Hellisheiðarveginn og farið niður gömlu Kambana. Ég fór þjóðveginn, er ég kom í Hveragerði lagði ég bílnum út í vegkant og fór að horfa á folöld leika, ég dottaði þá kom löggan og spurði hvort ekki væri allt í lagi hjá mér, jú ég er undanfari hestamanna. Bless

Stoppað var í Hveragerði síðan haldið á Selfoss, voru hestarnir settir í gerði hjá hesthúsunum, sumir hestar eru frekari en aðrir, einn hestur eignaði sér allt heyjið og rak hina hestana út í horn. Var nú ferðinni haldið áfram og riðið í Langholtspart í Flóa. Var þetta gert tvö vor í röð. Nú breyttust aðstæður, Bjössi kynntist Helgu sinni sem var heimasæta í Miðengi. Eftir það fóru hestarnir þangað. Fyrsta ferðin í Miðengi farið var sömu leið ausur nema það var farið inní Ölfusið og farið yfir Hálsinn og komið í Grafninginn. Þegar komið var að Torfastöðum beið veisluborð eftir þeim. Síðan var farið yfir vatnið, fengu þeir leiðsögn en hún brást eitthvað, því þeir lentu í sandbleytu og sumir duttu í vatnið. Reynir fór í vatnið í hvítu reiðbuxunum sínum, þær voru ekki fallegar þegar hann kom í land. Var nú haldið áfram yfir hraunið og heim í Miðengi, það var ekki kominn vegur eins og núna. Þar beið þeirra annað veisluborð. Næstu árin var farin sama leið nema það var ekki farið yfir vatnið heldur farið með þjóðveginum. Í einni af þessum ferðum þá kom Bjössi á móti okkur í Hveragerði, var hann á Landcruser jeppa. Jeppinn bilaði og ekkert hægt að gera var ég látin draga hann á Lötu sport og einnig hestakerru til Selfoss. Ladan hafði þetta af, ég fékk hjálp við að keyra inná Selfoss. Svo breyttu þeir leiðinni og fóru að fara Nesjavallaleiðina hún þótti betri og minni umferð. Einu sinni misstu þeir hest mig minnir að Gústi Bjarki hafi verið með hann. Bensi fór á eftir honum nánast langleiðina til baka, en girðin stoppaði hann af. Bjössi og Jonni og fleiri komu á móti þeim að austan og hittist hópurinn við fjárhúsið á Nesjavöllum. Var langt stopp þar engum lá á, við vorum komin austur í sveit. Var nú haldið áfram og komið við á Villingarvatni og þar beið okkar vöfflur með sultu og rjóma, takk Brúney. Og svo var haldið á Miðengi. Þar beið okkar alltaf matur þegar við komum. Takk Vala og Helga amma. Svona voru ferðirnar til 1998 eða 1999, þá fórum við að hafa hestana í sveitinni, það var ekki alltaf sama fólkið sem reið austur. Reynir og Bensi riðu oftast en aðrir einu sinni eða oftar en það voru Gummi Þór, Pétur, Hreinn, Jonni, Bjössi, Gústi Bjarki og Jón Ágúst. Ég reið einusinni frá Kolviðarhól og Kristjana reið eitthvað, svo má nú ekki gleyma Helgu sem reið alla leiðina í leiðindarveðri en verðrið lagaðist þegar austur kom. Kolla var stundum með mér í bílnum og einu sinni sofnuðum við á bílaplaninu hjá N1 í Hveragerð.

1999 fórum við að hafa hestana í sveitinni þá fannst öllum ómögulegt að hafa engann reiðtúr um vorið. Þá var farið að fara í 2-3 daga túra um sveitina og næstu sveitir. Við fórum á Nesjavelli, Minni Borgir, Efri-Brú, Efstadal, Hjarðarból, Vatnsholt og gamla sláturhúsið í Laugarási.. Eitt árið kom hestaveiki og ekkert hægt að fara ríðandi. Þá var bara tekin rúta sem Sverrir ók, farið var í Laugarás með viðkomu á Ormsstöðum, fengum við frábærar veitingar þar.

Einu sinni var Jonni á vitlausum hesti, Bjössa leist ekkert á það svo þeir fóru í hestakaup, Bjössi fékk hestinn en Jonni átti að fá síðar nærbuxur. Hvort hann fékk buxurnar veit ég ekki, svona voru kaupin þá.


 

 



 

 

Miðengi | Forystusauðurinn Harrý | Kringlumyri | Gestabók | Fréttir | Um okkur | Kersins kennel | Hestar/Horse | Niðjatal Ólafíu | Sumarhúsafréttir | Sleppitúrar/vorferðir | Links/Hlekkir | E-mail