Fréttir 2003
 
Miðengi
Upp
Fréttir 2017
fréttir 2016
Fréttir 2015
Fréttir 2014
Fréttir 2013
Fréttir 2012
Fréttir 2011
Frettir 2010
Fréttir 2009
Fréttir 2008
Fréttir 2007
Fréttir 2006
Fréttir 2005
Fréttir 2004
Fréttir 2003

 

              

                            

31 des 2003

                 Ég fékk sms frá Írisi í dag og viti menn Edda er farin að lóða en
           það er í fyrra fallinu en síðast var nærri ár á milli lóðaría en núna
           eru ,,bara " 8 mánuðir á milli þannig að ef hún verður pöruð næst
           koma jólahvolpar 2004.  Þá er bara að finna hundinn, en við
           hljótum að detta niður á einhvað spennandi ef maður bara skoðar
           málið í tíma en ekki daginn sem hún er hálóða...

                Þennann bakgrunn fann ég á síðunni hans Hrings
          

30 des 2003

                               Það fór aftur að snjóa í nótt og aftur orðið ófært en Bjössi er
        búinn að moka afleggjarann aftur, nú svo fór hann niður í Vaðnes
           að moka einhvað sumarhúsafólk út en það hafði lokast inni.

29 des 2003

               Í dag er búið að vera vitlaust veður og hundarnir neita bara
           að fara út, hvað þá aumingja ég.  Það snjóði, og var líka bylur
           og núna undir kvöld þá var komið rok og rigning og allt orðið
           ófært en Bjössi er búinn að moka svo að mjólkurbíllinn
           komist í fyrramálið.

               Ég er voðalega óróleg út af merunum mínu, bíð bara eftir að
           sú næsta fari, líkast til verð ég að fá miðil í málið eða bara
           draugabana ef þeir eru starfandi hér.

               Ég fæ skjóttu merina mína ekkert bætta úr tryggingunum, en
           það dugar víst ekki að vera með búfjártryggingu, þó svo þetta
           hafi verið slys, merin hefðu þurft að brenna inni eða einhver
           keyrt á hana og stungið af til að hún fengist bætt, þannig að
           það sem við bændur kaupun sem búfjártrygging er ekki
           búfjártrygging heldur brunatrygging búfjár.

              Manni dettur stundum í hug að réttast væri að vera bara alveg
           ótryggður og ef einhvað kemur uppá þá virðast alltaf fara af
           stað einhverjir hópar sem safna yfir aumingjans fólkið sem
           ekki tryggði sig, og fær þá enn meiri ,,bætur" en þeir sem eru
           að borga tryggingar.

28 des 2003

               Við fórum í jólaboð til Kötu frænku  og fengum frábærann
            mat enda ekki von á öðru þar á bæ, mætingin var verulega
           góð, það mættu bara allir held ég og Líney frænka kom heim
           frá Ameríkunni.

 

26 des 2003

                Ég missti eina af mínum uppáhalds hryssu í gær, hún var sett 
           ásamt öllum hinum húshrossunum út á tún svona til að teygja úr
           sér, en hún hljóp ofaní rimlahlið og fótbraut sig, þó var búið að
           leggja jeppa yfir hliðið til að fyrirbyggja að hrossin færu á hliðið,
           en feigum verður ekki forðað.  Þetta er önnur brúnskjótta hryssan
           sem ég missi á árinu og ég hef nú svosem skýringar á því sem er
           kannski of langt að telja hér.

25 des 2003

               Ég fékk stóru hundabókina í jólagjöf og hef bara varla verið til
           viðtals síðan.

24 des 2003

               Guðni Reynir elsti sonurinn á bænum ákvað að það skildi hleypt
           til að aðfangadag og þar sem hann hefur nú mestann áhuga á
           sauðfrárræktinni það fékk hann að ráða þessu.  Ég fann líka
           fjárbók sem Kiddi afi hafði sitt sauðfjárbókhald í árin 1960-1962 og
           þetta er mikið skoðað.

23 des 2003

               Stássi komst á leiðarenda í gær og var víst alsæll og heillaði alla
           en ekki hvað.  Nú Skellir er þá einn eftir úr þessu goti og hann fékk
           að fara í fjósið í morgun,  það var alveg sama hvort voru kýr á hans
           leið eða ekki hann var alltaf jafn yfirvegaður og rólegur, hann fór
           bara þangað sem hann þurfti og ef það var kýr á hans leið fór hann
           bara undir hana eða framhjá, hann minnir mig mikið á Glampa á
           þessu aldri, en hann var og er svona yfirvegaður líka og það bítur
           ekkert á þá og þá heyrist varla í þeim.

               Guðni Reynir tók daginn í gær í að skipta niður fénu en það er jú
           ekki sama hvaða kindur fara undir hvaða hrúta, hann var einn að
           ragast í þessu og dró þessar rollur fram og til baka, þannig að nú
           ætti að vera klárt að fara að hleypa til.

22 des 2003

                Ég notaði ferðina í bæinn í morgun og fór í Royal Canin til að ná
           í starter hvolpamat en nú er tími kominn á að fara að gefa litlu
           hvolpunum með, þeir voru alsælir en tík no 6 missti sig alveg og ef
           ég hefði ekki fylgst vel með hefði hún étið diskinn líka þvílíkur
           gleypigangur, hún á eftir að verða eins og mamma sín en mamman
           étur allt sem að kjafti kemur erum við vön að segja, og þá eru
           kústsköft og gsm símar ekki undanskildir...

               Jæja ég er búin að fara með Stássa í bæinn, þar tók við honum
           yndislegt fólk sem ætlaði að ferja hann í Grundafjörð,  Stássi var
           dauðfeginn að losna úr búrinu í mínum bíl þrátt fyrir að Skellir
           hafi fengið að fara með í bíltúr, en Stássi var svo heppinn að fá að
           vera afturí hjá tveimur börnum, ekkert smá stuð, svo er bara að
           vona að ferðin hafi gengið vel, en ég fæ væntanlega fréttir af honum
           í kvöld.

                Í gær var hér 16 stiga frost og svo snjóaði í nótt þannig að það er
           varla hudni út sigandi þeir þurfa allavegana að stökkva áfram eins
           og mýs til að komast yfir skalfana í dag.

               Stássi er á leið í Grundarfjörð og ég ætla með hann í bæinn í dag
           en hann er búinn að redda sér fari vestur það er svo vondandi að
           hann eigi eftir að ská í gegn þar en það verður varla spurning svona
           sjarmerandi hundur.

18 des 2003

              Ég var að fá HD niðurstöðu fyrir Kersins Stássu og hún er
           HD fri B.

17 des 2003

              Ég held að tík númer 2 sé komin með nafn en hún fær nafn frá
           ömmu sinni og ég held að það passi henni vel en það er Kersins
           Lubba kannski bæti ég einhverju aftan við nú og svo er það hundur
           no 1 er ég kalla hann ,,Hömmerinn"  ætli hann verið ekki Kersins
           Haukur Hömmer

15 des 2003

              Ég fór í síðasta prófið í dag allavegna ef ég hef náð prófunum þá
           er komið jólfrí og nú fer ég að snúa mér að einhverju öðru, baka
           eða einhvað hahah

14 des 2003

              Það var svona tveggja tíma prógram að taka myndir af þessum
           elskum, það er hvolpunum, en Sigga er búin að dunda við þetta í
           dag og staðið sig með prýði.  Vandamálið er að rugla þessu ekki
           öllu saman þegar loks nást góðar myndir.  Nú svo voru gripirnir
           viktaðir, Bondinn er búinn að ná sér á strik og no 5 er aftur orðin
           minnst en einhver verður að vera minstur og svo er það bollan no 2
           sem er þyngst. En no 3 (Sá með Batman grímuna) fylgir henni fast á
           eftir.

               Hundur no 3 sá með batmangrímuna er aðeins komin með rifu á
           augun en tík no. 6 er búin að opna.

                Haldið þið að ég hafi ekki gleymt í upptalningunni í gær
           folaldinu sem hann Sverrir á von á undan Galdri frá Laugarvatni
           og henni Gloríu minni sem ég á en hún er jarpskjótt.  Gloría var
           veik um daginn en er hin hressasta í dag og vonandi er folaldið í
           henni ennþá.

13 des 2003

              Það fæddist eitt stykki kvíga hér í dag og ekki veitir af að fá
           stundum kvígur.

               Nú er búið að taka inn alla þá hesta sem verða inni í vetur þetta
           gera 33 hestar á járnum, frá reiðhestum og niður í
           tamningartryppi.  Nú svo er hún Lísa mín inni en hún er fædd 2002
           og mætti alveg bæta á sig, verst með litinn á henni en hún er albínói
           en verður varla hvít í allann vetur, nú og svo eru folöldin komin inn
           en þau eru 6 og svo er hann Trausti úti með mömmu sinni en Einar
           Óli á Trausta sem er brúnskjóttur foli en Bóthildur mamma
           Trausta fór undir Andvara frá Ey og kom geld úr girðingunni svo
           henni er engin vorkun að hugsa um Trausta úti í vetur.  Trausti er
           undan $.

               Folöldin sem eru annars inni eru Kleópatra, bleik eða ljósrauð
           hryssa undan Hyllingu og $, og Viska sem er bleikálótt undan
           Hryðju og Limma mínum, en þessi tvö folöld á ég.  Bjössi á svo
           jarpann fola sem er skráður sem Gustur en kallaður Gráni (átti að
           verða grár) hann er undan Hrym frá Hofi og Gerplu hennar
           Selmu.  Bensi bróðir á svo rauða hryssu sem heitir Henríetta en
           hún er undan Sörlu hans og Limma svo á hann rauðtvístjörnótta
           hryssu sem heitir Hemja en hún er undan Ham frá Þóroddsstöðum
           og Spólu en Spóla er meri frá mér.  Þá er bara eitt folald enn en
           hann Adam á Selfossi á það, það er leirljós hestur undan
           Drottningu hans og Roða frá Múla, það er enn verið að reyna að
           finna nafn á hann en hann verður kallaður Adam þar til viðunandi
           nafn finnst.

                Nú það er von á einhvað af folöldum hér næsta vor, ef allt fer að
           vonum það koma líkast til 3 undan Linda sem er jarpskjóttur foli
           sem er fæddur 2001 og ættaður héðan.  Nú það á að koma eitt
           undan Gust frá Hóli og Hæru sem er bleikvindótt, þar vonast ég
           eftir vindóttur og helst ekki grávindóttu,  eitt undan Aron frá
           Strandhöfða og Spólu,  eitt undan Kjalari frá Skagaströnd en hann
           er brúnskjóttur undan Hilmi og Hryðju en Hryðja er bleikálótt og
           ég er að vona að þar komi bleikálótt skjótt. Svo er von á einu undan
           Sjóla frá Dalbæ og Sörlu en Bensi bróðir á Sörlu og hann fær aldrei
           neitt nema rautt, með mismargar stjörnur og kannski blésu ef hann
           er heppinn.  Nú og svo á hún Selma vinkona mín hér hryssu með fyli
           við Þóroddi sem er nú ekki slæmur kostur.

12 des 2003

                 Nú er hádegi og hér er bara snjókoma, hélt að það ætti bara að
           rigna í dag, en það var rigning  í morgun.

              Hvolparnir eru hinir sprækustu og nú eru 4 í viðbót búnir að
           opna augun, það eru bara hundur númer 3 og tík númer 6 sem eru
           einhvað að draga þetta.

10 des 2003

               Hvolparnir dafna og stækka ég held mikið upp tík no 2, og ætla
           kannski að eiga hana sjálf og er að reyna að finna nafn á hana, hún
           er eini hvolpurinn sem er farinn að opna augun.

7 des 2003
 

               Hvolparnir dafna vel. No 7 er farinn að þyngjast, og ég er búinn
           að uppfæra þyngdina á þeim inn á síðunna þeirra.  Fékk ábendingu
           um að það yrði nú að fara að koma nafn á þá það væri ekki hægt að
           kalla hvolpinn No 7 svo mér datt í hug að James Bond mundi henta
           honum.

              Annars á ég að vera í próflestri þessa dagana en ég er í fjarnámi
           við Bændaskólann á Hvanneyri en eigum við ekki að flokkað það að
           vigta hvolpa falli undir líffæra, lífeðlis og fóðurfræði búfjár????

4 des 2003
 

                Hvolparnir dafna vel þó er einn sem ekki virðist ekki þyngjast
           nóg en vonandi kemst hann fljótlega á skrið en það er hvolpur no 7. 
           Ég verð bara að passa upp á hinar afæturnar gefi honum sjens en
           hann er samt mjög sprækur.

1 des 2003
 

                  Nú er klukkan að verða 16,00 og tíkin hlítur að vera hætt það
           eru komnir 7 hvolpar 4 flekkóttir og 3 gulkolóttir.  Þetta eru 4
           tíkur og 3 hundar.

                Klukkan er að verða 14,00 og það eru komnir 5 hvolpar,2
           hundar og 3 tíkur búin að fá bæði flekóttann hund og flekkótta tík
           er ekki viss hvort það koma fleiri

                 Klukkan 12,20 kom fyrsti hvolpurnn, hundur og svo kom tík 10
           mín. seinna.

30 nóv 2003

             Klukkan er að verða 20,00 og gott ef Brenda mín er ekki komin
           með sóttina, hún er allavegana farinn að finna sér stað til að gjóta á
           og grefur mikið, það er þó næsta víst að það koma ekki hvolpar fyrr
          en í nótt en ég man bara varla eftir tík hér hjá mér sem hefur gotið
           að degi til.  En hver veit nema það verði fjölgað í fyrramálið, fylgist
           með....

                Nú það var tekið inn einhvað af hrossum hér í gær og folöldin
           voru líka tekin inn, þetta haustið á  ég víst ekki fallegast folaldið
           sem er inni og átti það ekki í fyrra heldur en það stendur til bóta
           því ég hlít þá að eiga flottasta folaldið næsta ár, en þá á ég von á
           folaldi undan Kjalari frá Skagaströnd, Gust frá Hóli og honum
           Linda sem er graddinn á bænum.

                                              29 nóv 2003

              
  Klukkan 6 í morgun kýkti ég á Gloríu og viti menn hún var bara
           eldhress og við hestheilsu, nú er bara að vona að folaldið í henni sé
           á lífi en ef það hefur drepist held ég að það geti tekið einhvern tíma
           þar til hún losar sig við það en vonum það besta.

               Það stendur svo til að taka inn einhvað af hestum í viðbót í dag.

                Brenda mín er ekkert að hugsa um að gjóta en hún er komin 59
           daga en síðast þegar hún gaut voru fyrstu einkenni lystarleysi og
           það bólar ekkert á því hjá henni ennþá.

                                              28 nóv 2003

                 Klukkan er orðin 21,40 og merin lítið að skána en er þó ekki
           með hrossasótt, en er farin að svitna þannig að kannski er hitinn að
           lækka einhvað og nú er bara að sjá til.

               Hún Gloría er veik, hún er 13 vetra jarpskjótt hryssa sem ég á og
           hún er með fyli við Galdur frá Laugarvatni en hann Sverrir á
           væntanlegt folald.  Gloría er semsagt með hita og vill bara liggja,
           hún er kominn inn og vonandi hressist hún en ansi er ég hrædd um
           að hún sé með hestapestina sem gekk hér um árið, en þá var hún
           fyrir norðan og ég veit ekki hvort pestin gekk yfir í hennar sveit.

                Vorum að taka inn féð en það er búið að vera -10-12 C° frost í
           gær og í dag og svo er snjór yfir öllu.

             Er að reyna að setja inn teikningu af sumarbústaðarlöndunum
           en hefur gengið hálf illa.  Hringdi í Kristján tölvukall fyrir rest og
           er að vona að þetta sé farið að virka.

                Brenda er komin 58 daga, síðast gekk hún með 59 daga þannig
           að hver veit nema fjölgi á morgun.

 

27 nóv 2003.

                        Ný mynd af Kersins Stássu

               Vorum á fá heimta kindur í gær

 

 

[Miðengi] [Fréttir 2017] [fréttir 2016] [Fréttir 2015] [Fréttir 2014] [Fréttir 2013] [Fréttir 2012] [Fréttir 2011] [Frettir 2010] [Fréttir 2009] [Fréttir 2008] [Fréttir 2007] [Fréttir 2006] [Fréttir 2005] [Fréttir 2004] [Fréttir 2003]