Fréttir 2004
 
Miðengi
Upp
Fréttir 2017
fréttir 2016
Fréttir 2015
Fréttir 2014
Fréttir 2013
Fréttir 2012
Fréttir 2011
Frettir 2010
Fréttir 2009
Fréttir 2008
Fréttir 2007
Fréttir 2006
Fréttir 2005
Fréttir 2004
Fréttir 2003

 

 

31. des 2004

    Það er nú ekki spenndi veður hér núna, rok og rigning en þó var smá snjófjúk áðan.

   Það er líkast til ekki eins einfalt að færa gömlu síðuna yfir eins og Kristján vildi meina, það er reyndar kannski einfalt fyrir hann en frekar flókið fyrir mig, veit ekki alveg hvernig þetta fer hjá mér en ég verð víst að reyna og svo að senda msn og svo að hringja og fyrir rest hugsa ég að Kristján komi og reddi þessu hehe

30. des 2004

    Jæja nú er ég loksins búin að setja upp nýju síðuna eða þannig, en Kristján kom og setti síðuna upp fyrir mig og nú þarf ég semsagt bara að fara að koma einhverju inn á síðuna, vonandi gengur það hjá mér.
  Nú og svo setti hann upp gestabók fyrir mig, voða sniðugt, svo er bara að sjá hvernig þetta virkar.

Það er bara snjókoma í augnablikinu hér en ekki slæmt veður.

 

 

27. Des. 2004

             Jæja eitthvað er maður búin að vera latur að skrifa þessa dagana,
           en meira að segja hún Selma sem er á Kanarý uppfærir......
                 Nú það er svo sem ekki mikið um að vera, rok, rigning meira rok og
           snjókoma, allt í bland en eftir hádegið í dag er þó búið að vera frost og því
           er það snjókoma og fjúk þess á milli. 
                Við Bjössi drusluðumst samt á Selfoss með dekk í viðgerð en ekki er
           gott að hafa traktorinn á sprungnu að aftan lengi.
                 Smiðirnir mættu í morgun og mér sýnist þeir vera fimm þarna í
           snjókófinu að reyna að moka snjó svo hægt sé að gera einhvað, það er samt
           samt ekki gott þegar þeir hafa ekki undan að moka því þá geta þeir lítið
           smíðað.

                  Inga og Palli kýktu við, svona til að sjá hvolpana.

                        Nú Bensi bróðir á afmæli í dag er 35 ára eða svo segir hann
           allavegana til hamingju með daginn litli bróðir...

                Í gær 26 des var allt í rólegheitum étið og sofið til skiptis.

                Þann 25 des fórum við í bæinn í matarboð til Hödda, Möggu, Ingu og
           Reynis, þar var étið á sig gat einn ganginn enn en maturinn var frábær,
           um kvöldið þegar við komum heim var kominn kálfur í fjósinu, kvíga
           undan henni Muggu og fékk kvígan nafnið Jóla.

                   Aðfangadagur var ósköp rólegur, við mjólkuðum í fyrra fallinu og
           allir komnir í hús fyrir klukkan 18.00

                     Jæja Adam þá er það 23 des........  þá ákvað Adam að taka inn
           hrossin sín, sem er ekki í frásögu færandi en við Bjössi fórum í Laugarás
           þar sagði Gylfi læknir honum að hann yrði frá vinnu í allavega 6 vikur,
           nú þegar við vorum að fara af stað uppeftir komu Adam og Hafdís með
           Elvar með sér, Adam ætlaði að fara á kassabílnum á Selfoss með hrossin,
           auðvitað fór bíllinn ekki í gang og við Bjössi að verða of sein, svo bíllinn
           var settur í hleðslu og svo var beðið og beðið fyrir rest þá varð úr að
           Bensi dró bílinn í gang, nú Hafdís þurfti að flýta sér og sagði Adam að
           taka Elvar sem var nú ekki málið.  Elvar fór inn til Einars Óla að leika
           sér en Adam fór með hestana....hann uppgvötvaði svo þegar komið var á
           Selfoss og Hafdís fór að spyrja um drenginn að líkst til hefði hann gleymst
           upp í sveit, ég verð nú bara að segja að ég er voða kát með að vera ekki sú
           eina sem er ekki alveg í sambandi alltaf hreint, maður getur jú ekki
           munað eftir öllu....

21. Des. 2004

              Steini kom í dag og tók myndir af hvolpunum, er búin að uppfæra
           þær á síðunni minni, takk fyrir Steini, ég hef enga þolinmæði í þessar
           myndatökur allir hvolpar farnir eitthvað út í loftið þegar ég smelli af. 
                   Bjössi lagast lítið held að hann sé kannski bara að versna, en hann er
           að reyna að passa að gera ekki mikið en við vitum svo sem hvernig það er
           á erfitt að stoppa of lengi.

                   Borarnir eru farnir í jólafrí held ég bara, en þegar þeir koma aftur
           eftir áramót þá á að fara að bora á fullu líkast til eru þeir þá búnir að
           fóðra og steypa í bili.

                   Smiðirnir eru búnir að vera á fullu í dag, þar til það kom í ljóst að
           þessi fíni grunnur sem er búin að bíða í þó dálítinn tíma eftir smiðunum
           er bara of lítill fyrir þetta hús......einhver draugur fært til einhverjar
           stikur eða bara vitlaust lesið á og því er grunnurinn 5 metrum og stuttur
           í annann endann, nú Sigurjón og hans menn mættu á staðinn um leið og
           eru búnir að vera að grafa, held jafnvel að þeir séu búnir og á morgun á
           að keyra í þennan part og þjappa svo þetta ætti ekki að tefja verkið of
           mikið, það munar um þegar verktakinn kemur um leið og reddar þessu
           eins og Sigurjón á Brjánstöðum er að gera.

                   Það kom svo eitt stykki kvíga í fjósinu í dag, rauðhúfótt rosa falleg
           og skelfilega óþekk, það var bara eins og ég væri að drepa hana þegar ég
           var að reyna að gefa henni að drekka í kvöld, hún Búkolla sem á þessa
           kvígu var nú ekki neitt sérlega hrifin að henni, held að hún hafi reyndar
           fengið smá doðavott en fékk kalk og var þá fljót að hressast, leist samt
           ekkert betur á kálfinn, en hún Skúffa sem bar í vikunni ákvað að sjá um
           að karra kálfinn.

20. Des. 2004

               Sigga fór til Freydísar í gærkvöldi og gott ef hún var ekki bara að
           gera eitthvert gagn, en hún var víst að hjálpa til við að pakka túlípönum
           skyldist mér.  Þær vinkonur komu svo heim í kvöld og núna er alveg
           nauðsynlegt að komast í kaupstað að versla fyrir jólin, hugsa að þær fái
           að fara á Selfoss á morgun til að kaupa pakka handa mér hehe.

                    Þegar við komum í fjós í gærkvöldi þá var bara komin kálfur, þetta
           líka ofvaxna naut, en Guðmundur á Bíldsfelli sótti svo kálfinn í dag.

                  Ég hélt nú í morgun um klukkan hálf ellefu að ekkert yrði úr því að
           menn mundu mæta til þess að byrja á byggingunni, en viti menn um
           hálf tólf voru menn mættir og gott ef ekki er komin spíta og önnur í kross.
           Þeir eru allavegana búnir að vera að í allann dag. Nú og svo er enn verið
           vinna í holunni, steypa eða eitthvað en mér skilst að það standi til að fara
           að bora aftur á morgun, og þá fer kannski eitthvað að gerast, eða eitthvað
           að frétta.

                  Nú Bjössi er ekki mikið skárri, líkast til fylgist það að hversu vel hann
           fer með sig annars er hann búinn að vera ansi duglegur við að fara varlega
           sem er nú ekki hans sterkasta hlið.

19. Des. 2004

                Jæja ekki er nú ástandið gott, það vantar bara marga daga inn í
           fréttirnar mínar og þegar það bætist ofan á allar blaðsíðurnar sem eru
           horfnar úr mér eða hafa kannski aldrei verið, þá er ástandið ekki gott, en
           ég ætla að reyna að bæta þetta með fréttirnar, hitt er verra að eiga við.

                Það er bara snjókoma úti rosa fallegt veður, krakkarnir, Guðni Reynir,
           Sigga og Dóri fóru í smá reiðtúr áðan, það var voða gaman að sjá þau, öll
           á skjóttu, Dóri á Skjóna sínum, Sigga á Hróa sínum og Guðni Reynir á
           Feng sínum.

                Í dag sunnudag er lítið búið að vera í gangi, Bjössi, sem datt af hestbaki
           á föstudaginn er ekki mikið betri, var samt að reyna að gefa fénu í dag en
           gekk nú ekki vel, það endaði svo með því að traktorinn hafði vit fyrir
           honum og drap á sér, sko tarktorinn, Jonni var því settur inn í
           traktorsmálið og vonandi verður hægt að redda því.

                Í gær, laugardaginn 18. des þá byrjaði ég á að fara með Bjössa upp í
           Laugarás til Gylfa læknis sem myndaði karlinn í bak og fyrir, það er ekki
           alveg ljóst hvor Bjössi er brákaður á rifi eða rifum, en líklega ekki brotinn
           þó er ekki gott að segja, Bjössi á víst að mæta aftur til læknis á fimmtudag.

                Nú við Sigga fórum svo í bæinn seinni partinn í brúðkaup til Svenna
           frænda og Kristbjargar, þetta var rosa falleg athöfn og presturinn ansi
           skemmtileg, nú og svo var veisla á eftir, við skemmtum okkur voða vel.

                  Nú það er svo langt sínan það var föstudagur að ég man bara varla
           eftir honum en þó veit ég að strákarnir hér fóru niður á Selfoss að járna
           og Bensa tókst að fá í sig fjöður og það varð að láta sauma karlinn, er
           einhver hissa??? Held ekki, þetta er ekki í fyrsta sinn sem honum tekst
           þetta, nú og svo  tók frúarhesturinn upp á því að henda honum Bjössa
           mínum, skilst að þetta hafi bara verði fólska í klárnum.

                  Jú ég gleymi náttúrulega aðalmálinu en undur og stórmerki gerðust
           hér og ég setti mynd á frontinn til að sanna mitt mál, en þeir sem ætla að
           byggja stálgrindarhúsið mættu hér á föstudaginn með gám og alles, mér
           skilst svo að það eigi að koma smiðir á mánudaginn 20 des og byrja að slá
           upp fyrir söklinum og ekki seinna vænna þar sem í upphafi var talað um
           að húsið ætti að vera tilbúið í lok nóvember minnir mig.

                  Nú og svo eru borarar að að bora fyrir vatninu, er nú ekki alveg inn
           í því máli en fyrir þá sem það skilja þá var verið að fóðra fyrir helgi og
           ég er ekki frá því að þeir ætli að fóðra meira eftir helgi eða steypa eða
           hver veit hvað, það fór allavegana bíll þarna uppeftir með fullt af
           rörum sem eiga væntanlega að fara ofan í holuna.  Það var svo skrítið að
           þessi sami bíll, eða bílstjóri var svo klár að honum tókst að festa bílinn hér
           á afleggjaranum þar sem enginn snjór var og bíllinn á jafnsléttu svo til,
           en hálka undir einhverum dekkjum og þessi stóri bíll fór hvorki aftur á
           bak né áfram, fyrr en Bensi kom með traktorinn og dró hann af hálku-
           blettinum.
          

15. Des. 2004

                  Við Bjössi drifum okkur í Bláa lónið í dag, en við vorum búin að frétta
           að þar væri hægt að komast í voða fínt slökunnar nudd, Bjössi fór semsagt
           í nuddið og er bara ansi sprækur á eftir, ég aftur ætlaði bara að horfa á
           og passa að honum leiddist ekki en nuddkonan vildi endilega splæsa á mig
           smá nuddi líka, sagði að ég væri svo stressuð að það væri agalegt..... ekki
           finn ég fyrir þessu stressi enda hlítur það að vera byrgt inni eða eitthvað
           en hvað um það einhver áhrif hafði þetta því ég svaf svo til alla leiðina
           heim í bílnum.

                 Það er víst lítið að frétta af boruninni en það er enn verið að fóðra
           holuna.

                Nú svo sendi hún Íris mér myndir af hvolpunum hennar Eddu þeir eru
           bara flottir.

14. Des. 2004

                   Jæja ég druslaðist við að taka myndir af hvolpunum og uppfæra
           vegna fjölda áskoranna heheh, ég hef ekki nokkra þolinmæði í þetta enda
           tók Hörður myndina á forsíðuna hjá mér þar sem þeir eru allir saman.

                   Ég er búin í öllum prófum og þarf ekki að spá í það fyrr en eftir jól ef
           ég skildi nú hafa fallið í einhverju, sem gæti nú alveg gerst svosem, en sumt
           er manni bara ekki ætlað að skilja.

                Við Bjössi og takið eftir ,,við" fórum út í hesthús og ég hjálpaði aðeins
           til en Bjössi fór á bak Hildi og Hæru en þær eru tamningar tryppi sem við
           eigum, þetta gekk vonum framar, ekkert vesen og ég er bara nokkuð viss
           um að þær verða bara gæðingar.  Nú svo fór Bjössi á Sprett minn, Brján,
           og Hrekkja Brún sem heitir reyndar Neisti, það má bara mikið vera ef
           sá foli á ekki eftir að verða eftirtektarverður, jafnvel þó hann sé ,,bara
           brúnn með smá strik".  Guðni Reynir fór svo á Rauðhettu sína sem er líka
           bara þær, en svo eru þeir strákarnar að járna en reiðhestarnir voru
           teknir inn um helgina, en þeir eru svo hnjúskaðir að það er alveg agalegt.

                Það er svo verið að bora hér eftir heitu vatni, dagurinn í dag og
           morgundagurinn líkast til líka fara í að fóðra holuna en það er eitthvert
           aukavatn að flækjast þarna fyrir. Held að það sé komið niður á 140 eða
           160 metra ekki viss samt og þetta lítur rosa vel út, ég kann nú samt ekki
           alveg að segja frá hvernig þetta er en er búin að heyra talað um 50 C°
           held jafnvel að það sé ekki hitaveituvatnið eða þá vatn sem er að sullast
           þarna, og einhverjar hugmyndir um 30 sekúndulítra.  Held að það eigi
           samt að bora niður á um 400 metra eða eitthvað svoleiðis, læt ykkur
           fylgjast með hvernig þetta fer, en held að það sé nú ekki búið að kaupa
           Koníakið því það vill geymast svo illa í Miðengi og þarf víst að sækja það
           samdægurs,,,,,

11. Des. 2004

                 Þetta er nú meira ástandið maður er alveg hættur að nenna að
           uppfæra, reyndar hef ég smá afsökun en ég er í prófum þessa dagana og
           ætti að vera að lesa er samt ekki dugleg við það, en dugleg við að finna
           mér eitthvað annað sem ekki má bíða.

3. Des. 2004

              Haldið þið ekki að ég sé búin að taka hana Hæru mína inn, en hún
           er ein af mínum spari merum og á að temjast í vetur.  Mér tókst með
           einskærri lægni að lauma á hana múl, rosa flottur múll sem ég fékk hjá
           Gumma, nú svo merkti ég múlinn og það stendur Hæra á.....

                  Ég fór í fyrsta prófið í morgun, held að það hafi gengið ágætlega en
           maður getur aldrei verið alveg viss alla vegana ekki fyrr en það kemur
           einkunn.

1. Des. 2004

              kl  20.30
                                    
Nú eru borararnir bara byrjaðir að bora en þeir komu
           einhvern tímann eftir hádegið í dag og voru allavegana að bora þegar ég
           fór í fjós, það var eins og það væri búið að koma upp jólatréi í Dýjinu.

                       kl  09.30
                 Jæja bara kominn fyrsti des, hvolparnir dafna vel en það er svo
           skondið að þegar ég gef þeim að éta, koma 5 stykki og háma í sig, en einn
           vill ekki éta, hann sest bara á rassinn út í horni og horfir á og þó ég reyni
           að gefa honum að éta þá vill hann þetta ekki.  Hann jafnvel reynir að fá
           hina til að slást bara til að trufla þá en matinn vill hann ekki, mikið nær
           að ná sér í mjólkursopa hjá mömmu sinni.

                 Nú fer að styttast í prófin en fyrsta prófið er á föstudaginn og kannski
           ráð að fara að glugga í erfðar og kynbótafræðina, en það er nú þannig að
           ég hef lag á að gera þetta ekki fyrr en á síðustu stundu, og tek jafnvel upp
           á því að taka til eða eitthvað svona til að þurfa ekki að fara að lesa, en það
           er nú svo sem ekki vanþörf á að laga aðeins til.

30. Nóv. 2004

                 kl  21.30
                 Ég held bara að nú sé allt að gerast.  Komin drög að teikningu
           að húsinu, loksins, og ekki seinna vænna ef það er komið í skip og
           lagt af stað til Íslands.

                  Nú og svo komu borarnir með einhverjar græjur en það á
           loksins að fara á ná í heita vatnið svo er bara að vona að það komi
           eitthvað vatn.              
                
kl  11.30
                 Ég fór með Siggu á Selfoss í gær en það stendur jafnvel til að hún taki
           einhver samræmd próf í vor svona til að flýta fyrir sér, sem er bara ágætt
          nú svo fóru við á skólakynningu í gærkvöldi og þá fékk hún þá hugmynd að
           fara í ML, ég er ekki viss um að það nýtist henni þar að flýta fyrir sér.
           En hvað um þá hún á eftir að skipta svo oft um skoðun að þetta verður
           bara að koma í ljós hún tapar allavega ekki á því að læra aukalega.

                 Nú Guðni Reynir aftur er að hugsa um að hætta bara núna í skóla,
           það eru nefnilega að skella á próf á næstunni og þá væri gott að vera
           hættur en það er ekkert í boði.

               Ég byrjaði að gefa hvolpunum að éta með í gær og hélt að þeir yrðu
           alveg vitlausir þar sem þeir fengu ekki að éta á sig gat, urðu mjög fúlir
           þegar ég tók af þeim matinn og fóru bara að spangóla, varla búnir að opna
           augun þessir kútar.

               Nú fer að styttast í próf og svoleiðs og ég er agalega dugleg við að finna
           mér eitthvað annað að gera, uppfæra síðuna og taka myndir af hvolpunum
           sem ég er annars ekki mjög duglega við.

28. Nóv. 2004

               Ég var svo að reyna að para Sölku fór í morgun og ekkert gekk svo ég
           tók bara Krummann með heim, þetta ætlaði nú samt ekki að ganga en svo
           var Salka allt í einu svo upptekinn af því að passa að Doppa Dóra væri
           ekki að koma of nálægt hundinum að hún gleymdi alveg að urra á hundinn
           og vissi ekki fyrr en hundurinn var orðin fastur á henni.

               Sigurjón eða hans menn kláruðu að gera grunninn klárann í dag en
           þeir keyrðu restina af mölinni í hann í gær og jöfnuðu allt út og svo var
           valtað yfir allt saman í dag.  Það stóð svo heima að seinni partinn í dag
           kom G.Rúnar með einhverja snillinga sem eiga að byggja þetta og gat nú
           sýnt þeim að það væri bara allt klárt svo það er nú eins gott að eitthvað
           fari að gerast því húsið er komið í skip skilst mér og ekki seinna vænna en
           að fara að slá einhverju upp eða eitthvað.

 

 

27. Nóv. 2004

            Laugardagurinn fór svo í tamningar en öll tryppin sem voru komin á
           járn voru tamin á einu bretti það var nú ekki flóknara en það, manni
           vantar nú varla tamningarmann eftir þessa helgi, Sverri var gefinn bjór
           og svo var hann settur á bak, sumt hafði aldrei verið settur hnakkur á og
           þetta eru bara gæðingar held ég, það hrekkti ekki nokkur hestur en það
           gæti nú staðið til bóta, en það eru enn einhver hross sem á eftir að járna
           og prufa nú jafnvel er eitthvað til sem á meira að segja eftir að taka inn.

               Það var nú samt ekki tímabært að fara á bak Naglbít en það er klárinn
           hennar Lovísu, það þarf eitthvað að umgangast hann meira áður en það
           verður óhætt.

             


26. Nóv. 2004

                  Orri minn kom í heimsókn og er bara sprækur, það verður ekki
           langt þar til hann verður farinn að vinna á fullu hef ég grun um.

                 Það er nú búið að vera slatti að gera um helgina, á föstudeginum kom
           Lovísa frænka hans Bjössa og var yfir helgina til að knúsa hvolpana og
           hrossin.  

                 Við fórum með Sölku undir Krumma (hundar) á föstudeginum en það
           var nú ekki alveg að virka að para.

                 Um kvöldið var svo farið í afmæli hjá Ingu Dóru og það ekkert smá
           afmæli það var víst stuð fram undir morgun en það kemur svo sem engum
           á óvart sem þekkja til afmælisbarnsins.  Við fórum samt heim uppúr
           miðnætti enda áttum við mjaltir á laugardagsmorgun.

 

25. Nóv. 2004

                  Það er bara ágætt veður hér í dag logn og ekki rigning í augnablikinu.
           Hvolparnir dafna aldeilis vel blása út og eru farnir að brölta um í
           kassanum, ég þurfti meira að segja að hækka kassann aðeins í gær því það
           var þarna einn hvolpur sem fékk þá hugmynd að hann gæti brölt upp úr
           kassanum þrátt fyrir að hann sér varla farinn að komast um, þetta er voða
           skemmtilegur aldur.  Solla og Linda komu í gærkvöldi að skoða gripina,
           en Kolla klikkaði eitthvað á því að koma með, aumingja Kolla að missa af
           þessu, heheheh

                 Það smá tosast að negla undir hestanna en Bjössi, Jonni og Sverrir
           járna eitthvað á hverju kvöldi, en Bensi sem er vanur að sjá um þetta með
           þeim en nú horfir hann bara á en hann fékk svo í bakið að það er spurning
           um að henda honum bara en til að byrja með á allavegana að reyna að
           hnykkja hann eitthvað en það er vonandi að það dugi en það er alveg
           agalegt að geta ekki gert neitt af viti þegar bakið fer svona.

                Það stendur svo til að keyra tvö hross í sláturhús á eftir en þau eru ekki
           alveg að gera sig svo það er ekki ástæða til að eltast við eitthvað sem
           enginn hefur gagn né gaman af.

22. Nóv. 2004

               kl  14.00         
               Ég er loksins búin að taka myndir af hvolpunum, þeir eru bara
           ansi fínir, allir búnir að opna augun og eru svo þægir og góðir, vaxa
           reyndar mis hratt en sumir eru bara frekari en aðrir.

               kl  09.00
                  Jæja Edda er loksins gotin, en mér finnst þetta allt hálf undarlegt,
           Edda fór semsagt í sónar og þar var Írisi sagt að tíkin væri full af hvolpum
           5-6 stykki og auðvitað trúðum við því.  Nú þess vegana var maður nú orðin
           ansi áhyggjufullur þegar tíkin var komin 67 daga vitandi að þetta væru
           þetta margir hvolpar.  Nú Edda semsagt gaut í gær og það komu 2 hvolpar
           hundur og tík komu um hádegið og þegar ekkert meira kom var kallað á
           dýralækni undir kvöld því þetta er jú ekki alveg eðlilegt, en viti menn það
           voru ekki fleiri hvolpar.  Þetta er verulega fúlt því að ég hugsa að það
           hefði getað sparað ansi margar hringingar og ferðir til dýralæknis ef
           það hefði hvarlað að manni að sónarinn gæti klikkað svona mikið eða
           manneskjan á sónarnum, ég veit svosem að það er ekki hægt að segja þetta
           með einhverri vissu en það er ansi mikill munur á að "tíkin sé full af
           hvolpum 5-6 stykki,, og svo koma bara tveir.

20. Nóv. 2004

                   Það er ekki eins kalt í dag og var í gær en sem betur fer var logn í
           gær annars væri ég bara dauð hreinlega, en núna er smá gola og því er
           dálítið kalt, þrátt fyrir að mælirinn sé ekki að sýna mikið frost.

                   Jæja Edda ekki enn gotin og komin 66 daga.... mér finnst þetta nú
           vera orðin full löng meðganga en dýralæknirinn suðurfrá fylgist grannt
           með og þetta er allt í góðu lagi enn, hvolparnir sprella og Edda bara í
           góðum málum en í morgun var samt hitinn farinn að lækka og það bendir
           til þess að það sé von á hvolpum um helgina.

                 Í gær fórum við Selma á námskeið hjá Magga Lár og Svanhildi Hall
           þau voru að reyna að kenna okkur mat og meðhöndlun á 1-4 vetra
           hrossum.  Námskeiðið var alveg frábært og nú vil ég helst senda Bjössa á
           svona námskeið líka.  Hvað um það við tókum svo tryppin inn í dag og ég
           varð auðvitað að prufa að mýla minn fína fola sem er er á 4 vetur.  Nú
           folinn hann Ívar hefur ekki verið bandaður síðann hann var geltur svo ég
           var voða spennt að sjá hvort þetta virkaði, var nú nokkuð viss um að lenda
           í vandræðum þar sem Ívar er ansi stór og ég ekki mjög stór, hvað um það
           ég bakkaði að folanum og sýndi honum múlinn og viti menn hann næstum
           setti nefið ofan í múlinn og málið leyst heheheh ég er algjör snillingur, ég
           ákvað samt að hafa bara múlinn á honum enda ástæðulaust að taka hann
           af og á morgun ætla ég að prufa að reka hann til í stíunni og sjá hvort
           ég get látið þetta virka eitthvað, allavegana er ég voða kát með það sem
           komið er.

                Nú folöldin eru líka komin inn, sum eru með hnjúska en önnur ekki,
           átta mig ekki alveg á því í hverju munurinn felst en svona er þetta.

                Hvolparnir hennar Brellu eru voða sprækir og sumri farnir að opna
           augun, ég held að ég verði að fara að hundskast til að taka myndir það er
           nú meiri ræfildómurinn að hafa þessa fínu vél og nenna ekki að nota hana,
           en þetta er nú ekki það skemmtilegasta sem ég geri.

                 Ég var á námskeiði í að dæma lömb í vikunni og var að fá einkunn
           fyrir dóminn, ég er nú bara ansi sátt, fékk 8, ég var víst aðeins að spara
           við lambið í útlögur og malir, gaf of lágt en eins og það skipti öllu það étur
           þetta enginn hehe jú kannski malir, nú og svo var ég með 0,5 stig of lágt
           fyrir læri ég gaf 16,5 en það átti víst að vera 17 en þetta var nú ansi fínt
           hjá mér hef aldrei tekið á lambi áður með það í huga að stiga það.

18. Nóv. 2004

                 Hér var um 13 stiga frost í morgun, ansi kalt.  Ég er  búin að vera á
           Hvanneyri að læra að meta lömb á fæti, þetta var ansi gaman og ég veit
           eithvað meira en þegar ég fór.

                Það bólar ekkert á hvolpunum hennar Eddu en hún hlítur að fara að
           gjóta en hún var bara pöruð einusinni og því ekki spurning um á hvaða
           degi hún er en núna er hún á degi 64, hún hefur reyndar gert þetta áður
           en þá gaut hún á degi 65, ég fór með hana til dýralæknis þá á degi 64 og
           þar var henni sagt að ef hún mundi ekki gjóta daginn eftir færi hún í
           keisaraskurð og það var bara eins og hún tæki mark á því og hvolparnir
           komu daginn eftir, það er því spurning um að hóta henni og sjá hvað
           gerist.

15. Nóv. 2004

                Það var ansi kalt hér í morgun, um 10 stiga frost.  Ég komst nú samt
           slysalaust í fjósið í morgun, en þar gengur allt sinn vanagang.

                    Ég er svo að fara á Hvanneyri á morgun að skoða kindur og fræðst
           um kindur og allt sem þeim viðkemur hvort sem það er byggingarlag á
           kindunum sjálfum eða húsum nú og svo þarf maður að rifja upp mörkin.
           Ég kem svo heim aftur á miðvikudaginn uppfull af fróðleik, svo er bara að
           sjá hvort einhver nennir að hlusta á mig en það er nú ágætt að fá
           einhverja punkta um að hvernig er best að hafa nýja húsið sem á að lauma
           nokkrum kindum í.

                    Hörður, Stína og krakkarnir komu í gær að skoða afkvæmin, en
           þau eru væntanlega afi og amma hvolpana en ekki hvað.  Nú svo kom
           Steini með tvær danskar konur í heimsókn, líka að skoða hvolpana.

14. Nóv. 2004

               Ég er búin að liggja í mígreni alla helgina, meiri ræfillinn
           sem ég er.  Nú ég druslaðist samt á sviðaveislu í gærkvöldi, svo
           slöpp af lyfjaáti, en hvað um það það var voða gaman þrátt fyrir
           að ég hefði enga matarlyst þá lét ég mig hafa það að smakka (einn
           bita), nú svo spilaði Jón Ólafsson eftir átið og þetta var bara ansi
           fínt, reyndar fannst mér á Miðengismönnum að það hefði nú mátt
           vera ball eða diskó á eftir því mannskapurinn var jú kominn í stuð
           en Höddi og Magga ákváðu bara að hafa partý í bústaðnum.

                Guðni Reynir fór á Selfoss að keppa í fótbolta við Grindavík í
           dag en þá var leiknum frestað þegar strákarnir voru komnir á
           staðinn, en þeir ákváðu bara að fara á pizza og horfa á einhverja
           leiki í beinni.

                 Í gær tóku strákarnir upp á því að fara að mála í hesthúsinu
           en nú eru öll hliðin orðin blá og stallarnir gráir, þetta er rosalega
           flott hjá þeim, svo reikna ég með að það styttist í að það verði
           tekið inn allavegana folöldin en það eru komnir nokkrir folar inn.

                Hvolparnir dafna bara vel, blása út og eru voða fínir.

                 Edda er aftur alveg róleg komin 60 daga og sefur og étur án
           þess að nokkuð raski ró hennar, en hún hefur gengið með 65 daga
           svo það er bara að bíða annars eru þetta allt hundar er ég farin
           að halda.

                 Nú hún Obba mín sem er frá Kringlu tók upp á því að eignast
           strák í fyrra dag þann 12 held ég örugglega þetta gekk hægt en
           þau skríða saman, drengurinn var um 15-16 merkur held ég og
           það hefur varla mátt á milli sjá hvort væri stærra drengurinn eða
           hún Obba mín, en til hamingju með drenginn elsku Obba.

11. Nóv. 2004

              Hvolparnir dafna ágætlega, það eru 4 sem vaða yfir allt sem
           þeir koma að en svo eru tvö sem eru hæveskari og láta ryðja sér
           af spenunum þannig að ég er stanslaust að vigta þessi tvö og taka
           vargana fjóra og setja þá fram fyrir Brellu þannig að þau
           hæversku fái nú nóg á meðan hinir eru í kappi að spenunum aftur.

                 Kýrin okkar hún Gríma ákvað í morgun að standa á lappir og
           mæta í mjaltir, en svo átti hún að fara aftur í heyjið en hún var nú
           ekki á því heldur óð yfir mig og inn á sinn bás og heimtaði
           fóðurbæti eins ekkert hefði í skorist.  Hún var nú samt eitthvað
           stirð á lappir í kvöldmjöltunum en það hafðist.  

                Það var hér um daginn að það kólnaði aðeins og viti menn
           hann Brjánn sem er foli sem er á 6. vetri sem Sigga á, kom heim
           og hímdi við hliðið í von um að verða tekinn inn en það varð nú
           ekkert úr því.  Í dag var svo frekar kalt og það kom meira að
           segja smá snjófjúk, og hver haldið þið að hafi hangið við hliðið,,,
           auðvitað Brjánn, Guðni Reynir fór til hans og aumingja Brjánn
           var svo feginn að Guðni Reynir skildi vera með múl og taka hann
           heim og setja inn, það á nú ekki við hann Brján að vera úti þegar
           hann hefur grun um að það sé komið hross á hús.

                 Það er svo alltaf verið að keyra möl hér í grunninn og í dag
           fóru Bensi og Bjössi að reyna að keyra út úr hesthúsinu, ég sá
           svo sem ekki alveg hvernig gekk en þegar ég kýkti út sá ég að
           sturtuvagninn var fastur og búið að sturta af honum út á miðju
           túni, mér skildist á Dóra að það væri nú ekki í fyrsta sinn í dag
           sem þeim hefði tekist að festa vagninn.

10. Nóv. 2004

                    Hvolparnir dafna bara vel, og Brella er alsæl með þetta, ég
           vona bara að það verði ekki mikið mál að koma þessum elskum á
           heimli.

                  Það er búið að vera svo mikið að gera í að hafa hugann við
           hvolpana, að ég gleymdi alveg að segja frá því að það bar hér
           ein sparikusa í fyrra dag, hún Gríma en hún fékk doða eignlega
           áður en hún bar og Gunnlaugur kom og sprautaði hana, hún fór
           svo á lappir aðeins í gær, en í gærkvöldi vildi hún ekki á lappir og
           ekki heldur í morgun en hún er samt ekki dauðaleg, reynir að
           brölta aðeins um, svo það er enn von, en það er ansi stór biti ef
           við missum þessa en hún er ein af þessum kusum sem er alltaf
           þæg og góð og mjólkar vel.

9. Nóv. 2004

             kl  16.00
                                  
Brella er hætt í bili held ég en það eru komnir 5 hundar og
           1 tík, ég er nú samt ekki viss um að það komi ekki einn enn, en
           síðast þegar Brella gaut komu 7 hvolpar og sá síðast kom tveim
           tímum seinna og ég hélt að allt væri löngu komið.

              kl  12.30
                  Jæja loksins er Brella farin að gjóta, það eru komnir tveir
           en ég bæti inn um leið og það bætist við.  Það eru komnar myndir
           á síðuna hennar.

8. Nóv. 2004

              kl  10.00
                   Brella er alveg róleg, hún sefur bara undir tölvuborðinu
           og haggast ekki nema ef hún hefur grun um að það sé eitthvað
           spennandi að borða einhverstaðar, en þegar hún vill orðið ekki
           éta þá fer að styttast í hvolpana, en í dag er dagur 61, hef nú ekki
           trú á að hún dragi þetta lengi úr þessu en síðast gaut hún á degi
           61 og það komu 7 stykki, þar áður var það dagur 59 eða 60 og þá
           komu 6. Þannig að hún dregur þetta um einn dag fyrir hvern
           hvolp,,,,, eða þannig vona nú samt að það séu ekki allt of margir.
               Núna hrýtur hún blessunin.....

               Það er aftur farið að rigna, sá í gær að Ölfusáin var orðin
           ansi myndarleg við Selfoss, þannig að ekki minnkar hún í dag.

                    Gleymdi alveg að segja frá því að á laugardagsmorgninn
           þegar komið var í fjós voru komir 2 dauðir kálfar, annar undan
           fyrsta kálfs kvígu sem var komin að burði og hinn undan voða
           fínni kú og fínu nauti en gallinn var að sá kálfur átti ekki að
           fæðast fyrr en í janúar, auðvitað voru þetta kvígur en ekki hvað.

                   Krakkarnir eru svo farin í skólann í bili á nú von á að þau
           verði heima á morgun en vonandi fer þetta að leisast.

7. Nóv. 2004

                 Jæja loksins er maður komið við tölvuna aftur en ég er búin
           að vera á Hvanneyra í 4 daga í síðustu viku en kom heim á
           föstudagskvöldið.  ég var á námskeiði í DK búbót og viti menn svo
           fór ég á rafsuðunámskeið....rosa flink orðin að sjóða svona fyrir
           þá sem ekki vissu af þessum hæfileika mínum...

               Guðni Reynir er upp á Skaga að keppa í fótbolta, er reyndar
           búin að frétta að Selfoss vann 12-1 heheh en veit ekki alveg við
           hverja þeir voru að keppa.

              Sigga fór í bæinn í bíó í gærkvöld og er ekki vöknuð enn, ef ég
           vissi ekki betur mundi ég athuga hvort hún væri ekki örugglega
           heima.

              Við vorum boðuð á fund kl 20,30 í gærkvöldi í matarklúbbnum
           okkar, við mættum ásamt Hermanni og Þóru og Árna og Sigrúnu
           á pizza 67, nú sá sem lagði mesta áherslu á að maður mætti á
           staðinn var ekki mættur klukkan 22.00 en þá fórum við bara heim
           en ég held að það hafi svo sem enginn verið hissa á þessu, kom
           semsagt ekkert á óvart en við sem mættum ákváðum bara það sem
           framundan er og hinir fylgja væntanlega....eða ekki.....en það
           kemur þá bara í ljós.

               Sverrir átti afmæli í gær, Til hamingju með daginn Sverrir..
          
alltaf að stækka.

                Það er bara rosa gott veður hér í dag loksins en það rigndi
           þvílíkt hér í gær.  Brella mín er komin 60 daga þannig að nú fer
           verulega að styttast í hvolpana hennar en hún er vön að ganga
           með um 59-61 dag.  Annars er hún ósköp róleg ennþá.
          

1. Nóv. 2004

                Það er búið að rigna helling í dag bara ausandi rigning, börnin
           fóru hér í skólann í morgun, Björgvin sótti eldri krakkana og fór
           með þau út á Borg en eitthvað hefur hann verið utan við sig í baka
           leiðinni því hann gleymdi að ná í yngir hópinn og fattaði það ekki
           fyrr en Ingþór á Bíldsfelli kom í bílinn og spurði hver Miðengis-
           menn væru, það er semsagt búið að vera of langt stopp.

                Ég er svo að fara á Hvanneyri á morgun og kem ekki heim fyrr
           en á föstudag, fyrst er tveggja daga námskeið í DK búbót og svo er
           það rafsuðu námskeið.

                Guðni Reynir var svo að keppa í fótbolta á laugardaginn, það
           var semsagt Selfoss - Stjarnan og Selfoss vann 9-0 svo er bara að
           vona að strákarnir haldi sínu striki.

               Í gær fórum við til Reykjavíkur, ég, Sigga, Freydís og Dóri, við
           byrjuðum á heimsækja Orra og svo fórum við í 90 ára afmæli en
           þetta var sambland af afmæli og ættarmóti en Ína frænka varð
           níræð, var einmitt að velta fyrir mér hvað við erum eiginlega
           mörg sem eigum hana Ínu frænku....þarna mættu á annað
           hundrað manns held ég bara.

               Tengdapabbi átti afmæli í gær, hann var nú hér einhvertaðar
           innan landareignarinnar en ég sá hann nú ekki, enda aldrei
           heima. 
Til hamingju með daginn Reynir mitt.

                Nú er mikið að gerast hjá henni Siggu, en við erum að velta
           fyrir okkur þar sem hún er alltaf að læra og hefur verið svo
           dugleg í verkfallinu, hvort hún ætti ekki bara að reyna að taka
           10 unda bekkinn með þeim 9 unda því annars þarf hún að fara að
           læra allt aftur sem hún er búin með hér heima, ég er búin að tala
           við skólastjórnann og hún ætlar að kanna þetta, en svo er ekkert
           víst að þetta sé nokkurt vit, en við sjáum hvað verður.


               

29. Okt. 2004

                Það er búið að rigna helling í dag,  Bjössi var að keyra möl í
           grunninn, þetta er nú varla í frásögu færandi en þegar hann kom
           upp í gryfjur og ætlaði að fara að moka á sturtuvagninn, sá hann
           að það var bara enginn vagn aftan í tarktórnum aumingja
           Bjössi flýtti sér af stað heim til að leita að vagninum og viti menn
           á miðri leið mætti hann þessum fína sturtuvagni sem hafði á bara
           dottið aftan úr tarktórnum án þess að karlinn tæki nokkuð eftir
           því...

                 Nú Guðni Reynir ætlaði svo að hjálpa pabba sínum, en Bjössi
           fór á Hrekkja Brún og Guðni Reynir á Hrefnu, strákur ætlaði nú
           bara að fylgja gamla manninum á hrekkjótta folanum svona til að
           vera með og var bara berbakt og merin flegði strák bara af baki,
           nú Hrekkja Brúnn var alveg eins og ljós, held bara að ég verði að
           fara að kalla hann Neista aftur.

               Sigga er komin heim,,,, en hún er búin að vera hjá Freydísi, en
           auðvitað komu þær báðar, en þeir sem ekki vita það þá held ég að
           þær séu samvaxnar, maður sér aldrei bara aðra þeirra.

28. Okt. 2004

             kl  13.00
                                  
Það var bara allt orðið hvítt í hádeginu en svo er byrjað að
           taka upp aftur núna.
                  Bjössi er að temja fola sem hann á, það er nú búið að ganga
           misilla eiginlega, nú svo er Jonni með annann og þar er þetta nú
           farið að ganga þokkalega.  Bjössi prufaði semsagt að setja
           einhvert tamningarbeisli á Hrekkja Brún í gær, nú svo átti
           klárinn að hreyfa sig í gerðinu.  Þetta lagðist frekar illa í klárinn
           hann djöflaðist og ólmaðist, hann meira að segja reyndi að berja
           húsið, nú svo fyrir rest þá allt í einu heyrði Bjössi ekkert frá
           klárnum en á meðan hann lét svona var bara best að forða sér,
           nú Bjössi kýkti út á klárinn og viti menn hann lá eins og dauður,
           Bjössi hélt öruggla að klárinn væri dauður hehehehe en viti menn
           smá darg í afturendann á klárnum og hann stóð upp.  Ég held að
           klárinn sé bara svo yfirgengilega frekur að hann bara missti sig
           en hvað um það, Bjössi fór svo á bak áðan og Hrekkja Brúnn stóð
           eiginlega ekki undir nafni því hann hrekkt ekki neitt en var smá
           þver þannig að kannski er þetta að koma.
                 Sem folald var hann strax svona ákveðin og gamla merin
           mamma hans sem alltaf hefur stjórn á sínum folöldum, núna
           orðin 24 vetra átti ekki roð í hann.  Hann hljóp um öll tún og sú
           gamla veinandi á eftir honum, öll hin folöldin hennar hafa vitað
           að það er bara leyfilegt að fara ákveðinn radíus frá gömlu nema
           þessi....

 

             kl  11.00
                  Það er farið að snjóa, en svo hætti að snjóa og byrjaði aftur,
           en það festir ekkert enn.  Bjössi er enn að keyra á fullu í grunninn
           það stittist í að húsið verði komið væntanlega en ætli það þurfi
           samt ekki að steypa sökkla og einhvað fyrst.

27. Okt. 2004

               Ég hefði átt að vera meira hissa á henni Írisi að fara með Eddu
           í sónar, og hafa ekki þolinmæði til að bíða......en ég semsagt fór
           með Doppu Dóru í sónar áðan og viti menn hún er bara galtóm,
           ég fer nú ekki að splæsa meira hvolpafóðir á hana steingelda
           tíkina, hvað um það, það verður samt nóg að gera með Brellu
           gömlu og hennar hvolpa hef ég grun um.

               Nú er búið að slátra ferhyrnta hrútnum, ég er búin að reyna að
           hringja í einhvern fyrir norðan sem auglýsir í bændablaðinu en
           það svarar bara aldrei í því númeri svo ég veit ekki alveg hvað
           ég geri með hausinn.  Það er semsagt þannig að ég var að hugsa
           um að láta stoppa upp hausinn ef einhver veit um svoleiðs
           fagmann, endilega látið mig vita.

26. Okt. 2004

               Hún tengdamamma á afmæli í dag held ég bara, hugsa að hún
           sé bara álíka ung og í fyrra,
til hamingju með daginn Inga mín!

               Hér er bara skítakuldi alltaf, reyndar má ég nú kannski ekki
           við miklu en mér finnst allavegana kalt.

               Það var verið að smala saman restinni af sláturlömbunum og
           síðasti sjens að lauma einhverri fallegri gimbur á, en ég var búin
           að kippa 3-4 ferkollóttum gimbrum frá um daginn og viti menn
           Bensi tók þær allar frá aftur en nú er ég búin að setja Guðna
           Reyni í málið og teysti á að hann komi þessu í gegn fyrir mig.

               Bjössi fór í bæinn í gær og nú er ég komin á nagladekk og fær
           í margar Hvanneyrarferðir en ég þarf þangað í næstu viku og er
           að fara á tvö námskeið annað í DK búbót og svo er ég að fara á
           námskeið í rafsuðu...... ég er ekki að grínast.

24. Okt. 2004

            Hann Orri minn er kominn af gjörgæslinni og nú er það bara
           endalaus vinna að koma honum í gott horf aftur, hann er nú svo
           ansi duglegur að ég hef nú mestar áhuggjur af að hann stingi af
           um leið og færi gefst, hefur nú ekki þolinmæði í að vera þarna.

               Það er ansi kalt hér núna, það var 5,3 í frosi klukkan 6 í
           morgun þegar ég loksins komst fram úr til að fara í fjós, nú við
           Halldór erum svo búin að fara á Selfoss í morgun á fótboltaæfingu
           en það er æfing klukkan 10 á sunnudagsmorgnum, mér skildist á
           Dóra mínum að það hafi verið ansi slök mæting svona til að byrja
           með en það er farið að stittast í mót og því er minn maður farinn
           að mæta á allar æfingar en ekki er hægt að hafa markmanninn
           í slöku formi.

              Guðni Reynir fór svo til Reykjavíkur í gær að keppa við Hauka
           í fótbolta en Selfoss 3. fl eru bara bestir og unnu 0-6, mínir menn.

                Það er búið að taka inn einhverja fola aftur en það eru þeir
           sem voru einhvað snúnir í fyrra vetur.  Guðni Reynir og Sigga eru
           búin að fara á (Neista sem ég reynda kalla Hrekkja Brún) til
           skiptis og þá er hann bundinn utan á Jökul.  Sigga fór svo á hann
           bundinn utaná í morgun og var svo sleppt lausum einn monthring
           og viti menn Sigga stóð sig bara vel og folinn var alveg eins og
           lamb.  Ég tók svo mynd og auðvitað var Dóri flottastur á sínum
           Skjóna sem reyndar heitir Garðar...

19. Okt. 2004

                  Hann Orri minn er á gjörgæslu eftir bílslys á föstudaginn var,
           við biðjum bara til guðs að hann nái sér, elsku strákurinn.

14. Okt. 2004

               Hann Einar Óli á afmæli í dag og er 10 ár, þetta er því
           stórafmæli mundi ég halda enda ætlar hann að halda stórveislu á
           sunnudaginn skilst mér. 
Til hamingju með afmælið Einar Óli.

               Í gær þá sendum við í sláturhús slatta af lömbum, og völdum
           29 gimbrar í ásetning til að byrja með.  Við byrjuðum að velja
           góðann slatta, sem átti svo að velja úr.  Ég var ansi dugleg að velja
           botnótt, móflekkótt, golsótt og svo ferkollótt sem mér finnst voða
           sniðugt.  Nú ég þurft svo að skjótast í bæinn með Siggu og
           Freydísi en það var víst búið að lofa þeim bíóferð.   Hvað um það
           þegar ég kom heim og fór að forvitnast um hvað hefði nú verið
           bólusett af lífgimbrum þá sagði Guðni Reynir mér að líkast til
           hefðu allar mínar gimbrar verið setta í slátur........þær eru
           reyndar ekki farnar en eiga að fara seinna, svona er þetta það má
           ekki líta af þessum körlum þá er maður plataður.

                  Í morgun fórum við Guðni Reynir svo á Selfoss að afhenda féð
           en það er siður að fylgja sínu fé, en ég komst nú að því að það var
           alveg óþarfi því það er maður þarna sem skrifar niður öll númer
           og við höfðum ekkert þarna að gera, nema jú að fyljgast með og
           fá svo kaffi og með því.......reynar biðum við svo eftir seðlunum,
           svona til að sjá flokkun og vikt, en meðalviktin var 14.8 kg það
           gæti svosem verið verra og flokkunin þokkaleg.

                 Nú Bjössi, Bensi og Sverrir fóru svo inn á afrétt að smala því
           sem eftir varð í fyrstu leit eða kannski hafa þessar kindur bara
           farið innúr aftur en það urðu aðeins 5 kindur á vegi þeirra en ég
           hugsa að það verði einhvað meira á morgun.  Er svo að vona að á
           laugardaginn komi það sem okkur vantar en þá verður rekið frá
           Kringlumýri og niður á bæina hér í kring, hugsa nú að við
           reynum að smala niður að Hæðarenda eins og vant er.

12. Okt. 2004

                                  kl  21.30
                           
   Ég er búin að vera að slást við bókfærsluverkefni í dag og lítið
           gekk, fyrir rest fékk ég aðstoð og þá vantaði samt 100 kall, nú
           þegar allt þraut var hringt í Selmu og viti menn hún lagðist
           yfir málið og fann hundaraðkarlinn.........takk fyrir Selma mín.

                  kl  10.30
                 Það var að detta inn um dyrnar tilboð frá Ræktó út af
           borholunni sem stendru til að fara í, nú þurfa menn bara að klóra
           sér í hausnum og átta sig á hvort þetta er ekki eina vitið, en það
           er alveg nausyn að fá hitaveitu hér.

                   Veðrið er alveg ömurlegt rok og rigning út í eitt, Bensi og
           Bjössi fóru í bæinn á fund, ég  verð nú að segja að ég er voða glöð
           að sleppa við svoleiðs stand það er nú nóg flakkið samt.

              Það er einhvað basl á tengingunni minni held bara að það sé
           draugur sem er að stríða mér og tekst bara vel upp.

              Það verður augnskoðun hjá HRFÍ 13 nóv, ég ætla með Glampa,
           Prinsinn og svo var ég að hugsa um að taka Krumma með líka.
               Ég er voða spennt að vita hvað kemur út úr þessu sérstaklega
           með hann Glampa en ég vona nú samt að hann sé ekki að verða
           blindur.

               Stelpurnar, Sigga og Freydís eru að smala hestunum en
           strákarnir, Guðni Reynir, Reynir Már og Dóri eru að smala
           niðurtúnið ásamt Voða en það er verið að koma öllu fénu á sama
           túnið þannig að það verði minna mál á morgun að ná þessu heim.
             Nú hestarnir eru svo að fara í þriðjuleit á fimmtudaginn ásamt
           Bjössa Bensa og Sverri, ég held allavegana að það séu ekki fleiri.

               Í gær heimsótti ég hana Sigríði á Fossi og skoðaði hvolpana
           hennar nú og kýrnar.  Hvolparnir eru orðnir 8 vikna og eru bara
           ansi fallegir, ég notaði tímann á meðan Sigga, Freydís og Sævar
           voru í gítartíma í Aratungu en tónlistakennslan er í fullum gangi
           þó svo að skólinn sé lokaður, annar finnst mér að börnin séu
           orðin þreytt á þessu nema kannski Halldór honum finnst þetta
           bara flott.

10. Okt. 2004

                  Það var smalað hér heima í gær og gekk mjög vel,  haldið þið
           að það hafi ekki komið tveir ferhyrntir lambhrútar með rosalega
           flott horn, annar hvítur og hornin æðislega stór og flott,
           skrokkurinn ekki upp á eins marga fiska, hinn er bortnóttur en
           hornin ekki alveg eins falleg en betri skrokkur þó svo hann mundi
           kannski ekki stigast mjög hátt.  Hugsa að Gunni Har taki þann
           botnótta það væri sind að fella svona fallegt dýr. Hugsa að sá hvíti
           fari í sláturhús en það eru ekki margir sem nenna að eltast við
           að eiga ferhyrnt þar sem þetta ferhyrnta fé flokkast ekki mjög vel.
           Reyni að taka myndir af gripnum áður en hann fer í sláturhúsið.
                Annar gekk smalamennskan bara vel, enginn fékk asmakast og
           flest féð komst heim, en ég reikna með að það verði kýkt yfir
           hraunið fyrir fimmtudag en ég held að sláturbíllinn komi á
           miðvikudag eða fimmtudag.

                 Það stendur svo til að fara í þriðju leit á fimmtudag og
           föstudag, héðan fara Sverrir, Bensi og Bjössi, það á svo að keyra
           menn og hesta heim að kvöldi það er þvílíkur munur.

9. Okt. 2004

                    Ég var á Hvanneyri í gær á plægingarnámskeiði, það var
           bara gaman og ekki alveg ein flókið og ég átti von á, kveið kannski
           meira fyrir að þurfa að keyra þennann stóra traktór heldur en
           fyrir plægingunni sjálfri.  Þetta var 120 hestafla græja rosa flott.
               Þetta gekk bara vel allt saman við vorum 5 konur þarna á
           námskeiðinu, Rósa kom úr Húnavatnssýslunni, Rúna úr
           Borgarfirðinum, Anna Berglind úr Dölunum og svo ég og Hildur
           héðan úr Árnessýslunni.  Ég verð nú að segja að ég er voða fegin
           að þetta skuli vera búið, við skoðuðum svo nýja fjósið það er rosa
           flott en ekki hvað. 

                 Það stendur svo til að smala hér á eftir allt Miðengislandið,
           smölunum hefur aðeins fækkað enda rigning eð það verða 21 á
           hestum en það eru nýjustu tölur.

7. Okt. 2004

                  Það er bara búið að vera blíða í dag.  Allir nautgripir eru
           komnir í hús, restin af geldkúnum og kálfarnir voru tekin inn í
           í dag.  Það er búið að vera ansi mikið að gera í dag, ég er að fara
           á plægingarnámskeið að Hvanneyri á morgun og fullt af
           verkefnum í skólanum sem á að skila í síðasta lagi á morgun,
           ég er nú langt komin með sum þeirra og næ þessu væntanlega í
           fyrramálið eða annað kvöld.

                 Við Bjössi vorum á Rauða húsinu á Eyrarbakka í mat áðan,
           en fararstjórar og þeir sem stóðu að Shellmótsferðinni til
           Vestmanneyja síðasta sumar mættu þarna til að rifja upp það sem
           var minnistæðast og að borða saman.  Þetta var voða gaman og
           maturinn fínn ekki að spyrja að því.

5. Okt. 2004

                                 kl  11.30
                                
Ekkert fokið þegar ég kom út en það var kominn kálfur sem
           ég var alveg búin að gleyma að gæti komið en það var fyrsta kálfs
           kvíga sem var komin að burði sem átti þetta fína rauða naut.

                                  kl  9.30
                                 
Það er búið að vera vitlaust veður í nótt, ég hélt bara að það
           mundi örugglega einhvað fjúka, en hef svosem ekki farið út og
           kíkt á landareigninga eheh en er að safna kjarki og er að fara út
           að smúla fjósið.  Hestakerran hans Stjána er allavegana þar sem
           ég skildi við hana en þær eru duglegar við að fara af stað þessar
           kerrur þegar fer að blása, á svo eftir að sjá hvort okkar kerra er
           þar sem hún var í gærkvöldi.

4. Okt. 2004

                Það var alveg ágætt veður í morgun, logn og alls ekki kalt, en
           svo seinnipartinn þegar ég kom inn úr fjósi þá var bara skíta rok
           og rosalega kalt.

               Bensi fann eitt stykki dautt lamb í túninu í dag, það er svosem
           kominn sá tími þegar þegar þau verða afvelta eða einhvað þannig
           að það þarf að fara að fylgjast vel með þessu en um næstu helgi á
           að smala landareignina, ég held að það verði um 25 manns á
           hestum, og veitir ekki af ef hluti af mannskapnum skildi villast.

                Ég er alveg viss um að Brella sé hvolpafull, það eru svona ýmis
           einkenni sem maður þekkir og ég hef grun um að það séu kannski
           fleiri en tveir hvolpar.

                 Sigga smalaði á Grána hans Bjössa um daginn, ég held að
           Bjössi sé hálfspældur yfir því hversu ljúfur klárinn er við okkur
           Siggu, en það er búið að reyna að sannfæra okkur um að þessi
           klár sé hálfvitlaus, en svo er hann bara eins og lamb.

3. Okt. 2004

               Hún mamma á afmæli í dag og við fórum á Selfoss í afmælis-
           kaffi, það var voða gaman. 
Til hamingju með daginn mútta!!!

                Í gærkvöldi fórum við svo í Hvíta húsið á Selfossi en það var
           myndakvöld og sýndar myndir úr hestaferðinni í Þórsmörk sem
           við fórum í, í sumar, það var bara gaman og ýmislegt rifjaðist upp
           sem allir voru búnir að geyma.  Ég fór heim upp úr miðnætti en
           tengdó sem fóru með okkur komu heim rétt fyrir eitt.  Ég fór svo
           um hálffimm í morgun og sótti restina af Miðengsimönnum og
           þeim sem ég kom ekki í bílinn gat ég komið á Tungnamenn sem
           voru líka að sækja sitt fólk.

2. Okt. 2004

                                     kl  19.00
                                    
Það er búið að rigna slatta í dag.  Í gær kíktum við í
           Veiðihúsið til Særúnar og Guðm. Rúnars, en þangað höfum við
           bara aldrei komið áður, þvílíkt flottur bústaður, með pott og
           alles.

                  Nú í dag fóru krakkarnir og smöluðu Ásana, það gekk bara
           vel allt féð náðist þaðan.

                   Silla kom í kaffi í dag með Röskvu, Surt og Urði, svona aðeins
           til að viðra hundana og sjá mig og mína heheh, hún heldur að það
           séu hvolpar í tíkunum, Doppu Dóru og Brellu það er vonandi að
           sé rétt hjá henni.

                  Nú svo fórum við Sigga og Freydís að Vorsabæ á Skeiðum til
           að sækja Bóthildi nokkra en hún er búin að vera í griðingu hjá
           Forseta í sumar, það var sónað í gærkvöldi og viti menn merin
           bara komin 45 daga í + svo það er von á folaldi hér næsta sumar
           fyrri partinn í júlí, jarpskjótt hryssa held ég bara.

30. Sept. 2004

                                     kl  16.00
                                    
Það er búið að setja nýjar mottur í mjaltarbásinn í fjósinu,
           gömlu motturnar fara svo á básana sem voru útbúnir inni í
           hlöðu.  Einhverjir voru svo að fikta í nýja mjólkurtanknum áðan
           þannig að kannski er bara búið að tengja hann, hver veit.

29. Sept. 2004

             kl  14.00
                                 
Hún Linda var að setja upp spjallvef á síðunni sinni þetta er
           bara sniðugt ég má bara varla vera að því að læra það er svo
           mikið að gera við að koma sér inn í þetta spjall, endilega skoðið
           http://www.hringur.com/

                 Það er bara komin leiðindar rigning gat nú verið.

                                  kl  11.00
                                 
Mér finnst bara vera skítakuldi, allavegana hér inni, en það
           er kannski bara að koma haust.   
                 Ég var að bæta inn á folaldasíðuna mín undir hvaða hesta
           merarnar foru svo er bara að vona að þær haldi, held nú að það
           séu enn 4 merar í giringum hér og þar þannig að þær koma
           einhvað seint heim, sumar búnar að vera síðan í júní held ég
           bara.

                Mjólkurtankurinn nýji kom áðan en ég held að það eigi
           eftir aðtengja hann, nú svo er að verða tilbúnir básar inni í
           hlöðu fyrir einhvað af kúm en ég held að það eigi að reyna að
           ná inn kálfadótinu fyrir helgi. 

               Nú svo held ég að það sé myndakvöld á laugardagskvöldið en
           það á að rifja upp Þórsmerkurhestaferðina í máli og myndum
           skilst mér, það verður bara gaman hef ég trú á.

               Ég hef sterkan grun um að bæði Brella og Edda séu hvolpa-
           fullar, svo er bara að sjá með Doppu Dóru en henni var haldið
           aðeins seinna.

28. Sept. 2004

                     Í dag er ég búin að liggja yfir verkefnum aðallega
           bókfærslu, en maður skilar aldrei fyrr en á síðustu stundu, ég
           hringdi bara í Selmu fyrir rest þegar ég sá að þetta var einhvað
           skrítið, en verkefnið er klárt og búin að skila því.  Þannig er
           að ég þarf að skila svo miklu fyrir laugardaginn, og það stóð til
           að vera á plægingarnámskeiði á Hvanneyri á föstudaginn svo
           ég sá fyrir mér að ég gæti ekkert gert á föstudaginum, en viti
           menn það er búið að fresta þessu námskeiði um viku, ekkert smá
           kát með það, en verð örugglega ekki jafnkát eftir viku þegar ég
           hefði getað verið búin á þessu námskeiði.  Nú svo á að smala hér
           allt heimalandið um næstu helgi en hvað um það, held að það
           tæki enginn eftir því þó mig vantaði það er alltaf svo mikilll
           mannskapur, en ég ætla rétt að vona að ég verði komin heim á
           laugardeginum.

27. Sept. 2004

                Í dag  kom Rarik og tengdi þriggja fasa rafmagn
           hingað, held reyndar að það sé bara komið í staurinn ennþá en
           það þarf að gera einhverjar æfingar á rafmagnstöflunni til að
           allt virki nú rétt.

                   Aðeins hefur nú róast lífið á bænum síðan um helgina, það
           er búið að vera æðislegt veður í dag, sól og svotil logn.

                  Guðni Reynir kom aldeilis kátur heim á laugardaginn með
           arnhöfðótta gimbur undir handleggnum en Birgir á Hæðarenda
           sá að drengurinn gjóaði augunum á lambið og gaf honum bara
           gimbrina.

                   Í dag er fyrsti dagurinn síðan Doppa Dóra var að lóða, sem
           hún fær að fara út með hundunum en samt undir eftirliti, hann
           Glampi var nú aldeilis kátur búin að heimta vinkonu sína aftur 
           og það var hlaupið stanslaust og leikið sér.

               ég held bara að hún Brella mín sé hvolpafull
          
(Melkolku Brenda) hún étur botnlaust hefur reyndar alltaf gert
           það, nú svo finnst mér hún hafa lagt dálítið af, og mátti svosem
           við því og svo sefur hún allann daginn, jafnvel meira en ég og þá
           er mikið sagt.

                Það voru skilaréttir í dag og þar áttum við 6 hausa, en við
           vorum áður búin að sækja okkar fé að Efri Brú og Hæðarenda.

26. Sept. 2004

                  Hér var mkið um að vera í gær, svo mikið að ég er ekki enn
           búin að uppfæra, en hér kemur það.

                   Dagurinn byrjaði á að það átti að smala heiðina, en það var
           rok og rigning þannig að það var ákveðið að í staðinn fyrir að
           leggja af stað úr Kringlumýri um kl 10 var því frestað til
           hádegis, semsagt það átti að fara af stað um 12 leitið.
                  Bensi keyrði hestana inneftir og Hreinn fór með
           mannskapinn.  Miðengismenn voru 6 talsins, Davíð og Orri áttu
           að smala að Efri Brú en Bjössi, Jonni, Sverrir og Hermann
           ætluðu að smala að Hæðarenda og reyna að tak Búrfellslandið
           að Hæðarenda líka.
                   Þetta byrjðaði voða vel, og strákarnir sem ráku að Efri Brú
           stóðu sig með sóma þó Orri væri ekki vanur að fara þessa leið
           en Davíð hafði farið þetta áður.  Nú gömlu jaskarnir sem hafa
           smalað þetta árum saman, sumir þó með smá hléum, fóru svo af
           stað í átt að Hæðarenda Jonni og Bjössi að vestan og Sverrir og
           Hermann áttu að vera á milli bræðranna og Klaustarhólasmala.
                    Ég hringdi í Bjössa svona um kl 14 til að vita hvenær þeir
           væru væntanlegir, og þá hélt hann að það væru um 2 tímar, nú
           það leið ekki langur tími þar til Bjössi hringdi aftur og sagði
           mér að hann héldi að þeir mundu einhvað tefjast þar sem
           Sverrir og Hermann voru villtir og miðað við lýsingu voru þeir
           á leið að Þóroddsstöðum..... ég sagði Bjössa að láta þá hringja ef
           ég þyrfti að sækja þá einhvert en datt nú ekki í hug annað en að
           þeir kæmust fljótlega á rétt ról enda ekkert að veðri.
                     Rétt fyrir þrjú hringdi síminn, það var þá Sverrir sem
           sagði farir sínar ekki sléttar, þeir hefðu jú villst og væru aftur
           komnir í Kringlumýri en hefðu verið svo heppnir að það var
           bíllinn hans Böðvar á Efri Brú með hestkerru og lyklum og þeir
           væru á leið til byggða og hvort ég gæti ekki komið á móti þeim.
                   Nú voru góð ráð dýr, ég var svo heppin að Guðm. Rúnar og
           Særún voru hér og við rukum af stað ásamt Þóru því ekki vildi
           ég taka sjens á að þeir kæmust út af Kringlumýrarveginum þvi
           þá finndum við þá kannski aldrei.
                   Guðm. Rúnar tók svo bílinn og Sverri var skutlað að
           Búrfelli og Hermanni að Hæðarenda og þar kláruðu þeir að
           smala heim að Hæðarenda.
                   Það var mikið hlegið af þeim og alveg undarlegt hvernig
           þeir fóru að því að villast,  en þegar var svo riðið heim frá
           Hæðarenda í myrkrinu, þá fór Jonni fyrstur og galaði ,,fylgið
           mér ég rata" og viti menn hann reið beint á girðingu og allur
           skarinn á eftir.  
                    Við kvöldmatarborðið fengust svo ýmsar skýringar á
           þessari villu, sem ég læt fara hér á eftir.
                    Davíð og Orri keyrðu svo sína hesta heim frá Efri Brú en
           voru svo óheppnir að kerran valt með hestunum í, á
           Búrfellsveginum, en eftir að það var sett einhver rykbinding á
           á kaflann í kringum gámana er þessi vegur stórhættulegur,
           einbreiður og háir og lausir kantar.  Það sluppu allri vel frá
           veltunni bæði hestar og menn.
                     Þóra og Særún voru svo tilbúnar með mat handa liðinu
           þegar komið var heim en mannskapurinn kom í nokkrum
           hópum.
                    Jæja svona leit svo sagan út við kvöldmatarborðið frá
           sjónarhorni Sverris og Hermanns.
                     Þeir fóru frá Kringlumýri eins og allir hinir og tóku strax
           rétta stefnu, annar vildi þó aðeins í vestur en hinn í austur.
                      Einhvernveginn tókst þeim að stefna full austarlega en
           þegar þeir sáu vatn voru þeir nokkuð vissir um að þeir væru að
           horfa á Þingvallarvatn en það var í raun Apavatn.  Á þessari
           leið sinni hittu þeir svo Danska huldukonu sem var að smala
           fyrir Eyvík, hún hafði víst verið á Íslandi í 10 daga og talaði
           alveg óaðfinnanlega Íslensku, en þeir sáu það nú strax
           smalarnir að hún væri einhvað að villast væri komin alltof
           vestarlega, (það var ekki í myndinni að þeir væru að villast) og
           sögðu henni hvert hún skildi nú fara til að komast til byggða,
           þarna voru þeir búnir að krossa allavegana alla smalana sem
           voru fyrir Klaustrhóla ef ekki fleiri, og enn datt þeim ekki í hug
           að þeir væru villtir.  Einhvað hafa þeir samt verið farnir að
           klóra sér í hausnum, því það rifjaðist upp fyrir Sverri að þegar
           er verið að smala upp á fjöllum væri gott að taka vindáttina og
           þá veistu hvert þú átt að fara.  Nú Sverrir fór að velta fyrir sér
           vindáttinni, og ekki leist honum á það.  Þvílíkir sviptivindar,
           og vindáttin breyttist stöðugt, (enn datt þeim ekki í hug að þeir
           væru kannski að ríða í hringi).  Kindagötur rákust þeir á en
           fannst nú dálítið skrítið að búið væri að bera ofaní þær, (þetta
           var vegurinn niður að Þóroddsstöðum) en það var ekki fyrr en
           þeir sáu bíl, sem var örugglega á ferð, að þeir áttuðu sig á að
           þeir væru kannski ekki uppi á heiði. Þarna var nú aldeilis
           slegið í klárana því ekki átti nú að missa af þessum bíl.  Þegar
           þeir komu nær bílnum sáu þeir að þetta var nú kannski ekki
           bíll á ferð heldur bíllinn hans Böðvars á Efri Brú sem var við
           Kringlumýrarkofann, þarna var það orðið nokkuð ljóst að þeir
           hefðu kannski verið villtir eftir allt saman.
                  Það eru nokkrar kenningar í gangi um hvað gerðist
           eiginlega, hugsanlega hefur Bensi snúið þeim í nokkra hringi
           áður en þeir voru settir í hnakkinn og þess vegana fór sem fór,
           aðra kenningu heyrði ég svo í gær sem gæti nú vel staðist, en sú
           kenning hljóðaði upp á að líkast til hefur verið mislangt í
           ístöðunum hjá þeim og þess vegna riðu þeir í hringi... mér finnst
           Sverrir reynda alltaf vera hálf skakkur á hestbaki svo þetta
           kemur vel til greina.
                  Það kemur svosem aldrei neitt á óvart þegar Sverrir er
           annarsvegar en ég var mest hissa á að klárinn hans skildi ekki
           koma honum í rétta átt, en skýringin á því er sjálfsagt sú að þeir
           voru jú aldrei villtir og þvi ásæðulaust að leifa klárnum að ráða..
          

24. Sept. 2004

                                          kl  13.00
                                         
Það er frekar ömurlegt verður rok og rigning, hélt að það
           hefði átt að vera orðið slæmt í morgun þegar við fórum í fjós en
           þá var bara ágætt veður en fór svo að vesna verulega þegar fór
           að líða á morguninn.

                    Það bar hér kvíga seinnipartinn í gær og átti eitt dautt
           naut, maður þarf þá ekki að splæsa merki í það.

                    Það er svo heiðarsmalamennska á morgun, Miðengismenn
           ætla að smala að Hæðarenda fyrir Gvend, en svo fara Orri og
           Davíð niður að Efri-Brú til Böðvars.  Þetta verður örugglega
           ágætt, allavegana er veðurspáin góð.

23. Sept. 2004

                                           kl  17.00
                                          
  Þórir frændi kom í kaffi áðan sem er nú kannski
           ekki í frásögu færandi en hann kom á einhverri græju sem hægt
           var að fljúga á en mér sýndist þessu vera kippt í gang eins og
           slátturvél...  allavegana virkaði þetta og hann komst svo á loft
           og var á leið í bæinn, en Guðni Reynir er sannfærður um að
           þetta sé græja sem nær væri að eiga en bíl...... þarna er hægt að
           fljúga yfir allt hraunið en reyndar kannski hægt að brjóta sig
           líka en það er svosem hægt á hesti og kannski bara við mjaltir..

                 Nú Gunnlaugar er kominn og farinn, mér skildist að það
           hefði verið kálfur í kúnni og ýmislegt lagað í fjósinu svona eins
           og gegnur en ekki var hægt að gelda folaskrattann.... svo hann
           verður að bíða þar til næsta vor.

                 kl  14.00 
                Það er von á Gunnlaugi í dag en það á að gera síðustu
           athugun á því hvort hægt sé að gelda hann Trausta fyrir
           veturinn, en hann er ársgamall síðan 13 júlí og auðvitað ætti að
           vera löngu komið niður í honum.  Nú svo stendur til að
           skaufaskola Hrekkjabrún en hann heitir víst Neisti og var að
           dunda sér við að hrekkja í fyrra en lagaðist þegar hann var
           skaufaskolaður, svo nú á að sjá við klárnum og byrja á réttum
           enda nú ef hann hrekkir samt þá er bara grillveisla, eins á að
           skoða  Baug einhvað áður en hann verður taminn meira en
           maður er ekki að lenda í svona veseni með merarnar.

                   Mér skilst að það komi menn frá Ræktó á næstunni með
           borinn en það gæti verið eftir 2-3 vikur og þá á að klára málið
           eða þannig en vonandi næst í einhvert heitt vatn handa okkur og
           vonandi fleirum, en það eru ansi margir sem bíða og vona með
           okkur held ég.

                Haldið þið ekki að það hafi einvher snillingur keyrt í gegnum
           sauðfjárvarnagirðinguna hér upp við rimlahlið, það er þó
           dálítið síðan og ég kom þessum skilaboðum áfram til
           sveitastjóra og svo héraðsdýralæknis og vill endilega að þetta sé
           lagað, en þetta er búið að vera svona í nokkrar vikur held ég
           og enginn gerir neitt og ekki fer ég að laga þetta heheh maður
           ætti samt að fara og taka mynd af þessu því bíllinn hefur keyrt
           einhvernveginn í gegnum girðinguna sem þó tollir uppi en það
           liggur hjólkoppur þarna úti í móa, var að velta fyrir mér hvort
           einhver sem maður þekkir hafi verið þarna á ferð, svo ef það er
           hjólkoppalaus bíll á ferð þá  liggur hann undir grun, nú og ef
           bílinn reynist rispaður á þakinu þá er þetta nokkuð ljóst.

22. Sept. 2004

                  Held bara að hann Guðmundur sé búinn að grafa fyrir
           húsinu þetta var nú ekki lengi gert, hugsa að það taka einhvað
           lengir tíma fyrir okkur að keyra svo í grunninn.  Verst finnst
           mér að fína staðlaða reiðgerðið sem átti að vera á milli húsa
           verður ekkert staðlað þar sem 20 metrar á milli húsa þótti nú
           full mikið, veit svosem ekki alveg hvernig þetta endar en hef
           sterkann grun um að það verði kannski bara ca. 10 m.....

                 Ég var voða dugleg í morgun og gerði slátrið, það er svo sem
           ekki mikið mál þegar maður kaupir saumaðar vambir, og lokar
           svo með nælu, nú mörina fær maður brytjaða svo þetta er bara
           enga stund gert, Dóri minn ætlaði að hjálpa mér en það entist
           ekki lengi, það dugði að hræra aðeins í blóðinu, hann var þó í
           hönskum en fannst þetta nú ekki mjög spennandi.

                 Fann þennann fína teljara á fréttasíðuna mína, er alveg
           hissa hvað margir nenna að skoða þetta.

21. Sept. 2004

                 Það er byrjað að grafa fyrir nýja stálgrindarhúsinu en fyrir
           þá sem ekki fylgjast með þá á að fara að byggja hér stálgrindar-
           hús sem er 14*40 m ekkert smá hús.  Það verður staðsett við
           hliðina á hesthúsinu okkar og það passar að hafa gerði á milli
           húsanna sem verður 20*40 m en það er víst einhvað staðlað
           reiðgerði.  Húsið verður staðsett austan við hesthúsið og því
           aðeins nær fjósinu.  Það verður örugglega ekki lengi gert að
           fylla þetta hús af einhverju, en það verður einangrað og það
           á að vera uppkomið í lok nóvember 2004, betra að hafa ártal
           inni hehe.

20. Sept. 2004

                   kl  17.00
                                      
Það kom emax maður hér áðan og lagaði tenginguna, það
           er ekkert smá sem ég er kát núna svo er bara að vona að þetta
           tolli í lagi enda ekki ástæða til að ætla annað.

                   kl  11.00
                   Jæja, réttarballið var á laugardagskvöldið og líklegast
           hefur það spurst úr að Miðengismenn almennt sætu heima, en
           Miðengismenn hafa mætt á þetta ball í mörg ár og allaf verið
           frekar léleg mæting svona almennt.  Jæja en hvað um það þetta
           hefur semsagt spurst úr að við sætum heima og viti menn það
           hefur bara aldrei verið svona góð mæting, og fólk flykktist að
           úr örðum sveitum meira að segja og þetta eiga að heita vinir
           manns, hugsa að við látum fréttast næsta ár að við sitjum heima
           en mætum svo....

                    Nú, ég paraði Doppu Dóru á miðvikudag og fimmtudag, en
           á laugardaginn sá ég að Voði minn var alveg að missa sig og ekki
           lagaðist hann á sunnudeginum, hélt bara að nú væri hann að fá
           hjartaáfall út af þessu lóðarsandi á tíkinni, svo ég ákvað að við
           Bjössi færum í bíltúr upp í Kjós með Doppu Dóru til að leifa
           henni að heimsækja Flóka, nú auðvitað smullu það saman, hann
           Voði er ansi seigur við að láta mann vita hvenær tíkin er hálóða,
           en hann er nú ekki kátur að mega ekki einu sinni horfa á hana.

                  Það komu menn hér í morgun frá MBF en nú á að fara að
           taka mjólkurhúsið í gegn, taka flísarnar af gólfinu og mála það,
           nú og svar var verið að kaupa nýjann mjólkurtank, þannig að sá
           gamli veður tekinn í dag og við fáum einhvert ferðamjólkurhús
           þar til mjólkurhúsið verður klárt og nýji stóri takurinn kominn.
 

18. Sept. 2004

                  kl  21.15
                                     
Það er komin kálfur með smá aðstoð, hélt að það væri nú
           ekki málið að fara út og toga í einn kálf, en það gekk nú ekki
           eins hratt fyrir sig og ég átti von á, fyrir rest kom Guðni Reynir
           til að gá að mömmu sinni og hjálpaði mér, en viti menn við
           hringdum í Bjössa fyrir rest, en þetta hefði samt hafst hjá okkur
           ekki spurning, það var bara spurning um að ná kálfinum lifandi
           og það kom lifandi kvíga, hún var samt ansi dösuð, en ég held nú
           að hún lifi þetta enda ágætlega ættuð og á að verða hin besta
           mjólkurkýr.


                                     kl  20.00

                  Það er eiginlega búið að vera sumarblíða í dag, og ekki
           mikill vindur. 

                 Það er réttarball í kvöld á Borg, aumingja Bjössi minn sem
           helst vildi vera heima eins og ég þarf að drífa sig á ballið þar
           sem Guðni Reynir og Sigga ætla á ballið, hugsa nú að það verði
           gaman hjá þeim samt sem áður.

               Það er fyrsta kálfs kvíga að bera úti í fjósi, ég verð bara að
           hugsa um hana en Halldór er jú heima, og Kristín og Einar Óli
           við förum nú létt með þetta það er ef kvígan ber í kvöld.

               Hann Sprettur minn er enn haltur, en samt ekki eins mikið og
           hann var fyrr í vikunni en hann virðist vera ansi stirður og
           ber sig illa þegar hann fer af stað en þegar hann er búinn að
           skokka hingað heim með hrossunum er hann mikið skárri.

17. Sept. 2004

                   Við fengum 5 fullorðnar ær af fjalli en sendum 7 smala...
           það komu reyndar 20 gripir af fjalli en það er meira gaman að
           telja bara fullorðnu ærnar fyrst þær voru færri en smalarnir.

                   Ég þarf að rjúka í bæinn í dag en hann Töfra Hrafnaflóki
           er hér að heimsækja Doppu Dóru og ég var að hugsa um að skila
           honum heim til sín í dag en hann er nú ekki duglegur að boða
           þessa dagana enda kannski ekki skrítið mikið að gera við að
           hugsa um tíkina.

                  Maður er aðeins að reyna að koma sér í gang í fjarnáminu
           en ekki borgar sig nú að vera á eftir áætlun strax í upphafi.

15. Sept. 2004

                   Haldið þið ekki að hesturinn minn sé haltur, Gunnlaugur
           dýralæknir kom í morgun og kýkti á hann en fann ekkert að
           en klárinn er augljóslega haltur á afturfæti, og var með aðeins
           hitavellu, við ætlum að halda honum inni og sjá hvort hann
           lagst ekki.

                 Það voru Klausturhólaréttir í morgun, það hefur held ég
           bara sjaldan verið svona fátt fé og hlutfallslega margar kindur
           sem flokkast undir það að vera línubrjótar, Katrín héraðsdýra-
           læknir hafði nóg að gera við að skoða þetta, en þarna var fé úr
           Báskógarbyggð og þá bæði frá Austurhlíð í gömlu Bisk. og svo
           frá Brúsastöðum í Þinvallasveit, nú svo var einhver slatti úr
           Borgarfirðinum.

                Þegar ég kom heim úr réttunum þá rauk ég austur í
           Landeyjar með hana Fjalla Eddu og paraði hana við hund sem
           heitir Þórshamars Týr, en hann býr að Kanastöðum ásamt
           Leó Geir,  nú þetta gekk bara ljómandi vel og Edda komin aftur
           suður með sjó til Írisar og fj. en ég held að það dugi alveg að
           para hana einusinni en hún hefur átt 3 got og aldrei verið
           pöruð nema einusinni.   Þegar þetta var búið keyrði ég Eddu í
           bæinn og fór svo upp í Kjós að sækja hann Töfra Hrafnaflóka en
           til stóð að para hann við Kersins Doppu Dóru, og viti menn áður
           en kvöldið var liðið hafði það tekist, ég verð nú bara að segja að
           bæði Týr og Hrafnaflóki eru virkilega fallegir og skemmtilegt
           geðslag í báðum, það verður spennandi að sjá hvað kemur af
           hvolpum um miðjan nóvember.

13. Sept. 2004

                                    kl  16.00
                                   
Bensi kom heim í dag af fjallinu með rollu frá okkur sem
           hefur ekki sést hér síðan vorið 2003, en þá var markað undir
           henni, lömbin hennar komu svo að í Efsta-dal í febrúar 2004
           en rollan sást þar á ferð, en semsagt er hún mætt núna og er
           fótbrotin en þetta lítur út fyrir að vera gamalt brot, það sást
           stór hvít skepna með henni svo er bara spurning hvort þetta er
           ómarkað lamb síðan snemma í vor eða veturgömul ær sem hefur
           ákveðið að fylgja þeirri svörtu.

                 Ég sá ekki betur en að nýji hesturinn minn hann Sprettur
           væri aðeins haltur á framfæti, þegar honum var sleppt í túnið
           áðan, en við skoðm það betur á morgun reikna ég með.

                  Orri var mættur hér um hádegi en hann fór með Bensa inn
           á afrétt og ætlar að smala yfir heiðina á morgun.

                 Ég fór með Eddu að hitta Þórshamars Týr áðan en eins og
           mig grunaði er Edda ekki alveg komin á tíma þannig að ég ætla
           að fara með hana aftur á miðvikudaginn.

                   kl  08.30
                   Þegar við Krístin mættum í fjós í morgun, þá vantaði tvær
           kýr, þær höfðu farið af básunum sínum og ekki nóg með það
           heldur hafði þeim tekist að opna út og voru bara farnar.  Önnur
           beið reyndar við fjósið, en hin sást ekki.  Þessar kvígur eru
           báðar að vestan og hafa aldrei farið út hér en þær voru ótrúlega
           þægar, hin kvígan sem fór fannst nú fljótlega og er að bera
           þannig að það var nú ágætt að ná henni inn áður en kálfurinn
           dettur úr henni.  Það var meira að segja aðeins héla á grasinu í
           morgun kl 6.00 þannig að við hljótum að fá hvíta kvígu sem fær
           nafnið Héla en ekki hvað.

                 Selma sótti Sölku sína áðan þannig að nú losnar aðeins um
           búrin mín og ekki veitir af þegar hér eru þrjár lóðatíkur og
           tveir karlhundar á heimilinu.

12. Sept. 2004

                   Það kom að því að mín fann bara gömlu símalínuna og
           tengdi til þess að gera skilað inn verkefnum í fjarnáminu og
           auðvitað notaði ég tækifærið og skellti inn myndum af Hæru
           og Hæring.

                  Miðengimenn fóru á fjall í dag, sjö stykki takk fyrir svo
           er bara að vona að þeir finni einhverjar kindur.

                   Kúnum tókst að brjóta niður járngrind í fjósinu í kvöld, nú
           hefði verið gott að vera búin að fara á rafsuðunámskeiðið sem ég
           á að fara á í haust á Hvanneyri, þá hefði ég kannsi getað soðið
           þetta í staðin fyrir að binda einhverja spýtu upp með
           baggaböndum.

                  Edda mín er komin í sveitina en ég ætla að fara að para
           hana og fyrir valinu varð Þórshamars Týr en hann er bæði
           að gefa passlega stóra hvolpa og þessi fallegu eyru sem ég er að
           leita að og að sjálfsögðu HD fri og augnskoðaður og í lagi.

11. Sept. 2004

                          Við fórum í gærmorgun með hestana okkar í
           Þrándarholt en þaðan var svo riðið í réttir, og til baka aftur,
           þetta tókst rosalega vel og mikið stuð á mannskapnum, það var
           svo kjötsúpa í Þrándarholti þegar við komum til baka.  Við
           ákváðum að sleppa réttarballinu en rétt undir miðnætti var
           ákveðið að athuga hvort Ingþór og Hulda væru enn að í
           Birtingarholti og auðvitað var fullt af fólki þar, meira að segja
           menn á hestum sem voru rétt ófarnir heim til sín en voru víst
           búnir að vera rétt ófarnir í einhvern tíma..  en við stoppuðum
           nú ekki lengi en ég get þó sagt að ef einhver á eftir að kvarta
           yfir plássleysi aftur í Mözrunni minni þá er það einhver
           misskilingur, en Bjössi, Jonni, Adam og Hafdís komust öll þar
           fyrir í gær þó það þyrfti kannski að sæta lagi með að loka
           bílnum.
 
                         Ég hélt að tengingin mín væri einhvað farin að lagast og
           ætlaði að lauma inn myndum af Hæru og Hæring en ég er ekki
           viss um að það smelli en sjáum til.

                 Ég var búin að ná mér í teljara hér á síðuna mín, en með
           ótrúlegri lagni klúðraði ég því og html kóðinn er örugglega inn
           á milli fréttanna hjá mér og virkar því ekki neitt.

                     

8. Sept. 2004

               Ég er enn í einhverju basli með tenginguna, en ég get
           tekið við öllum pósti en nú er þannig komið að ég get ekki svarað
           neinum pósti og get jafnvel bara sent eitt orð í einu á msn inu.
           En hvað um að við því er ekkert að gera í bili en ég á von á að
           það komi hér maður í síðasta lagi á laugardaginn og reyni að
           koma þessu í lag í eitt skipti fyrir öll, en hann er vonandi kominn
           með einhverjar hugmyndir um hvað það er sem er að angra mig.

                    Hér er bara búið að rigna heil ósköp í dag en undir kvöld
           stytti upp og nú er ágætt veður.

                Það fæddist svo eitt stykki kvíga í fjósinu áðan, alveg bika
           svört.

                  Það stendur svo til að fara ríðandi í réttir á föstudaginn, en
           það á að fara með nokkra hesta á nýja hestaflutningabílnum
           okkar upp í Þrándarholt og ríða þaðan í réttir og til baka aftur
           en þetta að verða árvisst hjá Jonna og Lindu, en við erum að
           fara í fyrsta sinn en ég held að Gummi og Inga Dóra og svo
           Adam og Hafdís séu líka að fara héðan, en svo er sjálfsagt
           einhvað meira af fólki sem ég þekki ekki og kannski þekki en
           það kemur í ljós.

7. Sept. 2004

                 Guðni Reynir fór að keppa í frjálsum í gær en hann æfir
           ekki frjálsar, er bara duglegur að hlaupa, en viti menn hann
           tók þátt í 4 greinum og kom heim með 3 gull og eitt silfur, hann
           fékk silfur í hástökki en gullin fyrir langstökk, 100 m hlaup og
           800 m hlaup, held að hann hljóti að hafa þessa hæfileika aftan úr
           ættum ekki hafa foreldrarnir stundað þetta.

                 Ég var á Hvanneyri í allann gærdag, þetta verða heilmörg
           ferðalög á mér í vetur en ég sé fram á að þurfa að mæta fjóru
           sinnum að Hvanneyri fram að jólum, það á að reyna að kenna
           mér að plægja!!!!!!  vona bara að ég kunni á traktorinn sem
           verður notaður.

                   Doppa Dóra byrjaði að lóða í morgun og Brella er hálóða,
           en Brella fór á Selfoss í dag og heilsaði upp á Kát (Ýrar Akk) en
           hann var rosa kátur að sjá hana.

                  Ég er búin að fara í enn fleiri hringi út af Eddu en mér
           finnst þessir hundar sem ég er að spá í með svo stór eyru og
           það er einhvað sem mér finnst þurfa að passa á móti Eddu nú og
           svo er ég alltaf að spá í mjaðmalosið og svo cataractið þetta er
           orðið ansi snúið að rækta þegar maður er svona vandlátur.

5. Sept. 2004

                     Það gekk svona rosa vel í reiðtúrnum í gær, enginn datt af
           baki og rosa gaman, ég var á Grána hans Bjössa sem á að heita
           stresshundur en viti menn mér tókst að svæfa hann og það mátti
           þakka fyrir að ég næði að fylgja,,,,,nei bara grín.

                  Hörður, Stína, Silla, Steini og ég áttum hér voða fína stund í
           morgun en við ákváðum að reyna að bögla saman einhverjum
           svörum handa honum James vini okkar í USA sem er að reyna
           að koma saman einhverri bók, þetta gekk bara vel og mikið spáð
           og spuglerað í hundamálum.

                    Haldið þið ekki að hún Edda sé farin að lóða og ég er ekki
           enn búin að ákveða hundinn en það eru tveir sem ég hef
           augastað á, annar heitir Snælukku Bjartur en hinn Ísrima Flosi,
           Flosi er sonur Bjarts en þetta er alltaf dálítill höfuðverkur fyrir
           utan það að maður getur ekki gengið að því vísu að eigandi
           hundanna vilji lána þá, en ég á eftir að hugsa þetta aðeins meira
           og spjalla við eigendur hundanna eða hundsins, nú og svo að
           heyra í Írisi og Hildi sem eru með puttana í þessu með mér.

                  Ég held bara eða veit að hún Halla Karen á afmæli í dag og
           er tvítug, og gott ef ekki Íris er sautján í dag og þá er nú betra
           að vara sig.......komin með bílpróf hugsanlega.  En hvað um það
          
Til hamingju með afmælið Halla Karen og Íris

4. Sept. 2004

                Hann Hörður á afmæli í dag og er tuttugu og einhvað eða
           hann lítur allavegana út fyrir að vera rúmlega tvítugur.. alla
           vegana
hamingjuóskir í Bakkatjörn 11 kem í kaffi á morgun,
           og afmælistertu er það ekki annars??? Nú og Brella kemur
           með í kaffið og terturnar.

             kl  13.00
                                  
Guðni Reynir og Sigga eru búin að sækja hrossin, Sigga fór
           á Hrefnu en Guðni Reynir á Öggu, það tókst ágætlega að koma
           hrossunum heim en Guðna Reyni tókst með einstakri lagni að
           detta af baki og Sigga er enn hlæjandi.....hnakkurinn fór víst út
           á hlið og því fór sem fór en stráksi kom heill út úr þessu.

                  Var svo að fá mail frá Hollandi en Kersins Krít sem er
           undan Eddu og Kolgrím er HD fri og augu OK.  Hún er búin að
           fara á einhverjar sýningar og gengið vel en það sem háir henni
           helst er að hún er frekar löt við þetta og orðin of feit en við sem
           þekkjum Ungfrú Eddu getum bara ekki áttað okkur á hvaðan
           hvolpurinn sem nú um tveggja ára hefur fengið þessi gen...en
           mér skildist að hún hefði alltaf fengið ZG á sýningum sem ég
           veit bara ekkert hvað er.   Það er svo um mánuður í að Krít fái
           link inn á síðunni þeirra í Hollandi en þau eru með hestabúgarð.

                  kl  11.00
                 Jæja þá fer að koma að því, við förum eftir hádegið upp í
           Tungur í reiðtúrinn góða, við erum fjögur sem förum héðan, ég,
           Bjössi, Jonni og Linda og Valli og Sigga koma svo úr Tungunum.
               Ég reikna með að við Bjössi verðum með Sprett og Grána og
           Jonni og Linda fara með Bleka og Nös, en það er svo ómögulegt
           að segja þegar til kemur en þetta er staðan núna ef enginn er
           haltur og allir nást heim, Sprettur minn er allavegana heima.

3. Sept. 2004

                  kl  16.00
                                   
 Haldið þið ekki að hann Halldór sé komin með 150 GB en
           um það snýst allt þetta tölvudót, og að sjálfsögðu er þetta besti
           dagurinn í lífi hans.

                   Það stendur svo til að fara í Þrastalund í kvöld og halda upp
           á heyskaparlok, en eftir það er víst partý hjá Himma og Sverri
           og ekki geta nú Miðengismenn misst af því....

                    Rúnar er búinn að vera hér alla vikuna að leggja vatn
           fram og til baka í fjósinu en það stendur til að hafa einhverja
           aðstöðu í hlöðunni fyrir nautgripi og til þessa að það þurfi ekki
           að bera vatnið í gripina var Rúnar fenginn í málið, nú hann
           færir svo björg í bú á milli verka en ég fer nú ekki nánar út í
           það að svo stöddu.

                  kl  10.00
                  Sigga og Bjössi fóru bæði á bak klárnum mínum í gær og ég
           er alltaf meira og meira heilluð af honum, svo reikna ég með að
           fara á honum á morgun í reiðtúrinn með Valla og Siggu, ef
           Bjössi samþykkir allavegana förum við með hann og Grána
           hugsa nú að ég ráði betur við Sprett ef einhver lyftir mér á bak.

                  Fyrsti pósturinn í sambandi við skólann kom í gærkvöldi,
           það er hann Árni sem er farinn af stað með sauðfjárræktina, ég
           verð nú að segja að mér finnst þetta dálítið spennandi áfangi.

                   Uppþvottavélin mín er farin í verkfall einn ganginn enn,
           held bara að nú sé kominn tími á nýja, þetta er alveg óþolandi
           og ekki má nú eldhúsið mitt við því að uppþvottavélin klikki,
           en ekki fer ég að vaska upp...heheh og Sigga í skólanum.

                 Hér eru bændurnir búnir að kaupa sér nýja samstæðu,
           það er rúllu og pökkunnar vél sem heitir Compi Pack næstum
           alveg sama og tjaldvagnarnir...

2. Sept. 2004

                   Sigga prufaði hestinn minn í gær og gekk svona ljómandi
           vel, hann er reyndar dálítið kvikur þegar maður er að fara á
           bak og ég er ansi hrædd um að hann verði farinn þegar ég loks
           kemst í hnakkinn en hann er ansi stór þannig að ég verð
           aldeilis að vera snögg á bak, kannski ég þurfi bara að fara að
           æfa einhverja fimleika.....

1. Sept. 2004

                                     kl  13.00
                                  
Við Bjössi fórum austur í Hemlu í morgun, en þar hafði ég
           augastað á hesti sem ég held að geti orðið minn framtíðar
           reiðhestur, og ég er bara ákveðin í að láta þetta ganga hjá mér.
           Þetta er sjö vetra klárhestur með tölti og er vonandi eigum við
           eftir að láta okkur semja enda ekki ástæða til annars.  Hann er
           kannski í stærra lagi fyrir mig, en ég hlít að hafa einhver ráð til
           að komast á bak ef kjarkurinn klikkar ekki.  En sjáum til...

                 kl  10.00
                 Nú er ég alveg að missa mig, get ekki sent póst, bara tekið
           við honum, get ekki uppfært og allt ómögulegt.  Ég byrja svo í
           skólanum á mánudaginn kemur og þá verður þetta að vera
           orðið klárt, annars þarf ég að fara að hugsa alvarlega að annarri
           tengingu.  Get örugglega ekki einusinni uppfært þetta fyrr en
           tengingin kemst í lag.

 

30 ágúst 2004

                 kl  21.00
                 Nú ég gleymdi alveg að segja frá því að Guðni Reynir fór
           í eina af sínum gönguferðum út í hraun í gær að gá á fé og viti
           menn, hann fann eina nýborna á, flekkótt kind sem Dóri á en
           hún átti eitt flekkótt lamb, en kyn ekki á hreinu..

                 kl  10.00
                                 
 Nú fer að styttast í haustreiðtúrinn okkar með Valla og
           Siggu, en fyrstu helgina í sept erum við vön að fara í reiðtúr í
           Tungunum og einhvert út að borða.  Árið 2002 fórum við á
           Klett sem er í Aratungu og í fyrra borðuðum við í Brattholti, nú
           er spurning um að grilla á Óðalsbúi Valgeirs og Sigríðar, en
           að sjálfsögðu verður farinn einhver reiðtúr þarna, en eins og
           menn og konur muna sem fóru í þennann reiðtúr í fyrra þá vex
           bjór í vegköntunum í Biskupstungum, ef vel er að gáð segi samt
           ekki hvar..........

29 ágúst 2004

                   Björg og Alexander Hugi komu í gærkvöldi og fengu að
           gista en í morgun þegar við vorum nærri búin að missa okkur
           yfir einhverjum handbolta fórum við á Selfoss.  Halldór fór á
           fótboltaæfingu en ég fór með krakkana niður á sjúkrahús og
           fékk að skoða nýfædda prinsinn, hann var svo vær og góður, það
           er ansi langt síðan maður hefur séð svona nýfætt barn, en hann
           er nú ekkert voða lítill, enda fæddur um 18 merkur, minnir mig.

                  Nú eftir hádegi var svo haldinn stofnfundur félags
           sumarhúsaeiganda í Miðborgum eða hvað félagið á nú að heita,
           það var bara ansi góð mæting og gekk ótrúlega vel að manna
           stjórn.

                   Hún Kolla mín kom svo og færði mér hundafóður, ekki má
           nú svelta aumingja hundana en ég átti orðið ekkert Royal Canin
           fóður og freistaðist til að kaupa Kappa niður í búrekstrardeild,
           það vakti nú ekki mikla kátínu hjá hundunum, þeim fannst þetta
           nú ekki spennandi fóður og urðu voða kátir þegar þeir fundu
           lyktina af ,,rétta" fóðrinu.  Annars tími ég nú ekki að splæsa
           þessu fína dýra fóðri á Voða minn og Týru en Voði nætti alveg
           við því að missa fáein kíló án þess að það færi honum illa.... en
           Týra mætti aftur á móti fá nokkur auka kíló en hún er svo
           matvönd að ég er alveg í vandræðum með hana, það er að segja
           hún vill ekki þurrfóður, helst bara kjöt, kannski hefur hún
           vanist því.

28 ágúst 2004

                  Nú er loks einhvað að frétta sem dregur mig að tölvunni,,,
           loksins er hún Erna Karen búin að eiga en Erna og Jósep voru
           skráð á 22 ágúst en viti menn það fæddist strákur í gær og hver
           ætli hafi tekið á móti, auðvitað hún Kristín á Selfossi, þetta er
           enn eitt dæmið um að maður gengur lengur með karlpeninginn
           heldur en stelpurnar, ég er alltaf að sjá þetta, líka hjá kúnum og
           hryssunum, ég er eiginlega alveg hissa að þetta sé ekki orðið
           altalað, það þarf bara að ganga lengur með karlana, og maður
           er alltaf að bíða eftir þeim, heheh

                   En semsagt Til hamingju með drenginn Erna og Jósep, og
           til hamingju með litla bróðir, Björg og Alexander Hugi.

27 ágúst 2004

                    Jæja nú er skólinn byrjaður en hann byrjaði á mánudaginn
           var, Guðni Reynir og Sigga eru komin í Reykholt og mjög
           ánægð, enda ekki von á öðru þar sem þau voru mjög sátt starx í
           upphafi við þessa breytingu.  Halldór er svo á Ljósafossi og líka
           sáttur, maturinn góður og hann kominn með nýjan kennara sem
           honum líst voða vel á.

                     Svo eru það hundamálin..........Brella er byrjuð að lóða sem
           segir mér að Doppa Dóra  byrji á morgun, og ég get varla dregið
           það mikið lengur að velja hund...

22 ágúst 2004

                    Enn er blíða, Guðni Reynir var að keppa í fótbolta í 3.fl.
           bæði í gær og í dag og voru þeir að keppa við Ísafjörð báða
           dagana.  Það fór bara vel fyrir Selfoss en þeir unnu báða leikina,
           og Guðna Reyni tókst að pota inn marki

                   Halldór var svo að keppa bæði í gær og dag og það var B lið
           6. fl Selfoss í átta liða úslitum á KSÍ mótinu, B liðið endaði í
           6. sæti sem er bara nokkuð gott.  Steinar var svo að keppa líka
           en með A liðinu og þeim gekk bara ágætlega en ég er ekki alveg
           klár á hvað þeir lentu.
                Nú á morgun eru svo breytingar í vændum í boltanum, Dóri
           verður áfram í 6. fl en Steinar er að fara upp í 5. fl  það verður
           ansi mikill munur fyrir okkur Lindu en hingað til höfum við
           getað skipst á að keyra en nú er alls óvíst að hægt sé að nota
           sömu ferðina á Selfoss fyrir strákana.

                   Skólinn er svo að byrja á morgun, Halldór er að fara að
           Ljósafossi í 4 bekk en Sigga og Guðni Reynir fara í Reykholt í
           Bláskógarbyggð í 9. og 10. bekk.

                   Við fórum á hestbak í gærkvöldi en við fórum 8 saman á
           ,,menningarvöku MK"  en við riðum fyrst upp á Tjarnarhólinn
           fórum svo í sumarhús en þar var ráðgert að grilla, þegar búið
           var að kveikja upp í grillinu fórum við ríðandi niður á Hvítá og
           það passaði að kolin voru tilbúin þegar við komum til baka og
           ,,heimafólk" mætt í bústaðinn, og vorum við 14 + einn hundur og
           8 hestar þegar allt var talið.  Það var mjög gaman að koma
           þarna og frábærar móttökur hjá Sirrý og Magga en ég hef ekki
           komið þarna síðan ég var unglingur en þá var nú ansi mikið stuð
           þarna stundum.   Nú það var riðið heim um miðnætti það var
           æðislegt veður og gaman að finna hversu háður maður er
           hestinum í svona myrkri.  Ég var á Feng hans Guðna Reyni sem
           er alveg frábær hestur, ástandið á bænum er  nú þannig að ég á
           ekki hest undir rassinn á mér, frekar fúlt en svosem engum nema
           mér sjáfri að kenna. 
                   Þegar við svo komum heim þá var það fjósið en þar var
           nýborin kýr en Sigga og Dóri tóku á móti kálfinum sem var naut.
           Við Bjössi mjólkuðum aðeins í káfinn, ég laumaðist svo inn og
           fór að sofa en Bjössi fór í hesthúsið, veit nú ekki alveg hvenær
           hann fór að sofa en veit þó að hann var langt í frá síðastur enda
           þurftum við að mólka svo í morgun.

                      

21 ágúst 2004

                  Það er bara blíða þessa dagana.  Strákarnir að keppa í
           fótbolta á Selfossi og mikið um að vera.

                 Við höfum varla undan við að tína saman kálfa en kýrnar og
           kvígurnar eru að bera þessa dagana og velja sama daginn oftar
           en ekki en það bar kvíga rétt áðan og svo er ein kýr að bera.

                 Jonni, Bjössi, Sigga og tengdapabbi fóru upp í Árnes að
           sækja Gloríu, önnur tilraun og viti menn þetta gekk bara svo
           vel, sem segir okkur það að við Sverrir eigum bara að vera
           heima þegar á að sækja meri í graðhest.

               Það er víst menningarnótt í Reykjavík í nótt en við
           Miðengismenn ætlum að fara í reiðtúr og halda MK
           menningarnótt í Grímsnesinu svo sjáum við bara hvort við
           verðum ekki örugglega komin heim í mjaltir í fyrramálið.

18 ágúst 2004

                Nú er bara ekkert um að vera Sverrir minn, og ég nenni lítið
           að uppfæra en þetta kemur þegar skólarnir fara að byrja þá
           kannski fer maður að gefa sér meiri tíma í þetta.

9 ágúst 2004

                Nú er komið að því Jonni orðin rúmlega fertugur til lukku
           með daginn gamli minn.

                 Við komum úr hestaferð í gærkvöldi og þetta var bara
           gaman.  Set hér inn ferðapunkta.

               Dagur 1 (miðvikudagur 4 ágúst)

                      Það var lagt af stað frá hesthúsunum á Selfossi og allir áttu að
           vera komnir í hnakkinn kl 13.00 og viti menn við fórum af stað
           upp úr klukkan tvö minnir mig.  Það var svosem ekki allur
           hópurinn sem fór af stað frá Selfossi og krakkarnir tóku þá
           hesta sem vantaði knapa á.  Ferðinni var heitið að
           Syðri Rauðalæk sem er vestan við Hellu.  Þetta gekk þokkalega
           en það var ekki búið að ríða langt þegar þurfti að járna og
           Gunnar Sveins tók það að sér en einhvernveginn tókst honum að
           skera sig í löppina.  Það kom svo í ljós um kvöldið að það þurfti
           að sauma 5 spor í Gunnar og helling í af sporum í buxurnar.
                  Að örðu leiti gekk þetta bara vel, veðrið ágætt en það var
           dálítill vindur.  Það fóru svo allir heim um kvöldið og stefnan að
           leggja af stað um kl. 10-11 morguninn eftir.
  

   Dagur 2 (fimmtudagur 5 ágúst)     

               Veðrið bara þokkalegt smá rok en lítil eða engin rigning.

             Það var lagt af stað frá Syðra Rauðalæk á nokkuð
           réttum tíma, og ferðinni heitið að Árbæjarhjáleigu  en þar átti
           að bætast  inn fleira fólk, en stefnan var svo að fara þaðan
           yfir Rangá en það lagðist misvel í fólk og einhverjir tilbúnir að
           segja frá hversu einfalt þetta væri en jafnframt að segja frá hvað
           skildi gera ef allt færi á versta veg.  Sá hinn sami fór svo á
           bílnum og kom inn í hópinn í Gunnarsholti.  Hafdís var
           hálfsterssuð yfir að þurfa að ríða þarna yfir og ekki lagaðist  það
           þegar hún var búin að heyra um allt sem gæti farið úrskeðis  en
           þetta væri nú samt  ekkert mál, allavegana tókst Braga að láta
           suma fá hnút í magann, það fór svo þannig að einhverjir fóru á
           sund og hesturinn hjá Hafdísi datt og hún varð að vaða í landi úr
           Rangánni.   

                   Stefnan var svo tekin á Gunnarsholt og þaðan var svo
           farið  að bæ sem heitir Torfastaðir en þar fengum við inni
           fyrir hestana, en fórum í gistingu að bæ sem heitir Ásgarður en
           þar beið okkar þriggja rétta máltíð og gisting í litlum húsum,
           þetta var alveg æðislegt, og ég verð nú að viðurkenna að það
          var ansi gott að komast í heita sturtu og leggja sig en ég var orðin
           aðeins aum, enda ekki farið á hestbak í sumar nema tvisvar
           sinnum.        

Dagur 3 (föstudagur 6 ágúst)

                    Þarna var skrokkurinn orðinn nokkuð góður hjá mér
           allavegana og stefnan tekin í Þórsmörk.  Enn vorum við heppin
           með veður, ekki komin rigningin sem var spáð.  Þetta gekk bara
           vel aðeins verið að járna öðru hvoru enda stór hópur, um 26
           manns held ég bara og um 60 hestar og ekki skrítið þó það
           þyrfti aðeins að laga til skeifur.

                 Þarna var svo farið yfir gömlu Marafljótsbrúnna og gekk
           bara vel, þegar þangað var komið þá sáum við að það var annar
           hópur á sömu leið og við.  Sá hópur fór svo á undan okkur inn
           eftir en það þótti ekki sniðugt að rugla saman reitum og reka
           saman enda þekktust hrossin í rekstrunum ekkert og það hefði
           getað orðið tómt vesen.

                Þegar við komum svo að Krossá sáum við að hinum hópnum
           gekk rosalega illa að koma rekstrinum yfir, en þetta hafðist hjá
           þeim bara Valur sem datt í ánna en varð ekki meint af, þegar
           þeirra hópur komst svo loks yfir hljóp allt stóðið upp í fjall, við
           sáum þá hvað skildi varast.   
                 Nú það var ekkert annað í stöðunni en að leggja í ánna, ég
           hugsa að um helmingurinn af kvenfólkinu hafi farið í bílinn en
           við vorum 6 stelpurnar sem ákváðum að ríða yfir og svo megnið
           af strákunum.   Við lentum í sama balsi og hinn hólpurinn með
           að koma rekstrinum útí, ég fór með fyrstu mönnum yfir og gekk
           vel en ansi var mikill straumur ég sá suma hestana lyftast upp að
           aftan og snúast í straumnum, nú sumir þurftur að fara nokkrar
           ferðir yfir til að koma öllum hrossunum yfir, og sem dæmi um
           hversu mikill straumurinn var þá var Sverrir á Greifa sínum úti
           í miðri Krossá og ýtti á einn hest sem ekki vildi áfram en það
           dugði til að Greifi missti jafnvægið og þeir báði í ánna, ég sá
           svo Sverrir hverfa ofaní ánna en skjótast svo upp eins og
           korktappa og vaða í land, en Greifi kom yfir.  Nú ég var ekki að
           leggja í að fara margar ferðir yfir en beið bara með það stóð sem
           yfir var komið ásamt fleirum en fyrir rest var sett beisli á þessa
           hesta sem ekki vildur yfir og þeir teymdir yfir, ég hugs að þeir
           sem fóru flestar ferðir yfir hafi farið 3-4 sinnum.

               Það var ansi gott að komast í skála og allir heilir, en ansi var
           Sverri kalt enda ekki skrítið þar sem hann var búinn að fara á
           kaf í jökulkalda Krossánna.

Dagur 4 (laugardagur 7 ágúst)

                  Þessi dagur var svo hvíldardagur en flestir fóru samt á bak
           bak og riðu einhvað þarna út en ég ákvað að sleppa því, held
           bara að ég hafi aldrei í þessum ferðum farið í útreiðar á
           hvíldardeginum og reyndar aldrei farið í bílinn í ferðunum
           sjálfum heldur.

Dagur 5 (sunnudagur 8 ágúst)

                 Þá var komið að því að fara heim, hinn hópurinn fór af stað
           á undan okkur, en við fóru ekki af stað fyrr en uppúr klukkan
           eitt, það var aðeins beygur í mannskapnum og enn bættist við
           fólkið sem fór af stað í bílnum, við voru bara 3 konurnar eftir
           sem ætluðum að ríða yfir ánna en hinar ætluðu á bak þegar
           yfir ánna væri komið.  Aðeins misstu þeir líka töluna
           karlpeningurinn og heyrði maður hinar ýmsu ástæður fyrir
           því að  ekki væir farið á hesti yfir.
              Hinum hópnum gekk vel að koma rekstrinum yfir enda mun
           minna í ánni en samt var þar víst ein kona sem datt í ánna og var
           víst veidd uppúr og keyrð til byggða, við urðum samt að láta slag
           standa enda ekkert annað í boði, hrossin þurftu jú yfir og það
           gerir sig ekki sjáft.  Það gekk svona rosalega vel að koma
           rekstrinum yfir í þetta sinn enda stóð fólkið sem fór á bílunum
           yfir vel við reksturinn svo ekkert fór úrskeðis.
                Veðrið var nú bara leiðinlegt rok og rigning og aðeins
           örfáir sem drifu sig á bak af þeim sem lögðu af stað í bílnum,
           enda bara eftitt að koma sér út í þetta veður þegar hægt var að
           hafa það gott inni í heitum bíl.
                  
Veðrið fór þó aðeins að lagast þegar við komum að gömlu
           Markarfljóstbrúnni, og þegar við komum í Ey þar sem til stóð
           að enda túrinn var komið hið besta veður, en þangað vorum við
           komin um klukkna 19.00 allir sáttir og sælir held ég bara og
           starx farið að huga að næstu ferð að ári.


2 ágúst 2004

                   Nú er ég alvarlega farin að spá í hund á Doppu Dóru og eins
           á Fjalla Eddu en það gæti farið að stittast í Eddu en kannski
           aðeins lengra í að Doppa Dóra lóði.  Er svosem búin að senda
           inn beiðni á ræktunnarráð DÍF og ætla að sjá hvað kemur út úr
           því en ég hef svosem ýmsar hugmyndir og fengið ábendinar um
           einhvað sem gæti orðið spennandi.

                  Guðni Reynir fór í enn eina gönguferðina í gær og nú var
           það austurgirðingin sem varð fyrir valinu, hann labbaði þarna
           um allt og haldið þið ekki að hann hafi rekið augun í nýborinn
           gemling,þannig að hver veit hvað leynist af ómörkuðum lömbum
           hér í haust og það lömb fædd í ágúst ekki mjög spennandi...

                  Heyrði í Sigurði dýralækni um daginn og mér heyrðist á
           honum að hann væri ekki bjartsýnn á að ég fengi að kaupa mér
           lambhrúta af Snæfellsnesinu, en það verður bara að koma í ljós
           hvað verður, held að sauðfjárræktinn hér á bæ komi kannski ekki
           til með að standa og falla með þessu en gaman hefði verið að fá
           golsóttann hrút hjá Önnu Dóru.

              Það stendur svo til að fara til Brynhildar og Sibba á Borg á
           morgun á nýja flutningabílnum og ná sér í einn farm af kvígum.

                 Jæja aðeins að koma skárra veður, það styttist í hestaferðina,
           en við leggjum af stað á miðvikudaginn frá Selfossi.  Förinni er
           heitið í Þórsmörk en það er víst áætlun B og C til staðar þar sem
           það er ekki kárt hvernig Krossáin verður.

                  Við vorum bara heim um helgina enda ekki vön að fara af
           bæ mikið þessa helgi.  Annars er Sigga farin að gera kröfur á
           ferðalög og að sjálfsögðu án foreldra þetta á svo bara eftir að
           versna heheh.

28 júlí 2004

                  Hér er frekar lítið um að vera þessa dagana, það er þó verið
           að þjálfa hestana fyrir hestaferðina, en þetta árið á að fara í
           Þórsmörk, ég er aðeins farin að fara á bak svona til að ég verið nú
           ekki send heim með sjúkrabíl fyrsta daginn en við ætlum að leggja
           af stað frá Selfossi næsta miðvikudag.

                 Ég fór með Bóthildi undir Forseta á sunnudaginn, svo er bara
           að vona að það komi einhvað folald næsta ár.

                Ég fór á fótboltamót á Hvolsvöll á sunnudaginn var líka, með
           Edward, Dóra og Steinar, veðrið var æðislegt, loksins og ágætur
           árangur að ég held en ég fylgdist nú ekki það vel með að geta sagt
           frá nákvæmlega.

                 Afmælið hennar Hafdísar sem haldið var uppá hér síðasta
           laugardagskvöld tókst bara stórvel og það var víst rosagaman, ég
           fór að venju snemma að sofa en ég frétti að það hefið verið stuð
           fram undir morgun eins og vænta mátti en ekki hvað,  og gott ef
           allir voru svo ekki bara sprækir á sunnudeginum.

24 júlí 2004

                 Við Sverrir fórum að sækja Gloríu sem er undir honum
           Snilling frá Vorsabæ.  Þetta er alveg einstaklega þægur og
           prúður foli en það var ekki hægt að segja það sama um merina,
           þegar hún loks náðist var alveg ómögulegt að ná folaldinu,
           Gloría bara biluð í frekju og maður mátti þakka fyrir að komast
           óslasaður frá henni, en hún var alveg eins og lamb óköstuð.  Hvað
           um það það endaði með því að við urðum að sleppa merinni aftur
           í girðinguna og sækja hana næst þegar verður smalað, og vera þá
           með mannskap og einhvert aðhald sem heldur við þær mæðgur.

                   Hafdís er að halda upp á afmælið sitt í kvöld hér úti á túni,
           það er komið partýtjald og mér sýnist að það sé farið að tínast að
           einhvað fólk, maður röltir niður á tún þegar ég fer að finna
           matarlykt...

23 júlí 2004

                Það er alveg merkilegt með hana Hæru mína, við ætluðum að
           setja hana út í hraun með hinum hrossunum, en viti menn um leið
           og hún kom saman við tryppin kom veturgamall foli sem heitir
           Fjalar og sá sér leik á borði og fékk sér mjólkursopa, Fjalar var
           tekin undan síðasta haust held ég en hann kom að vestan, og er
           búin að vera hér síðan í byrjun febrúar.  Nú Hæra er svoddan rola
           eða einhvað að hún lét þetta bara gott heita þó svo hún tæki
           folanna sem eru fjögra vetra í bakaríið bara af því að þeir vildu
           fá að skoða folaldið hennar en svo gat þessi litli tittur stolið sér mjólk,
           þannig að Hæra verður bara að vera í túninu í sumar með folaldið og
           kúnum og ég ætla rétt að vona að kálfarnir fatti ekki að þarna er
           auðfengin mjólk.

                 Við fórum með Spólu í sónar í gær og það lítur allt út fyrir að
           hún sé geld, það var eins og það væri vökvi í leginu eða einhvað,
           þannig að við ákváðum að halda henni ekkert þetta árið, en hún
           átti að fara í dóm á sínum tíma en þá losnaði í henni hnéskelin,
           en það hafði líklegast einhvað með fóðrun að gera, og Páll ráðlagði
           mér að láta hana eiga folald, en nú eru þau orðin þrjú og ef hún er
           ekki orðin góð núna lagast þetta aldrei, svo það er bara að sjá hvað
           verður en hún var alveg þrusugóð á sínum tíma.

22 júlí 2004

                  Við Bjössi kláruðum loks að mála húsið, en það var nú ekki
           seinna vænna að klára þetta, þetta sumarið.

                   Við ætlum að fara með Spólu í sónar á eftir en hún fór undir
           Illing frá Tóftum.

                     Nú það stendur svo til að fara í bíó í kvöld með fjölskylduna
           og Skrek er efstur á óskalistanum, með Íslensku tali að sjálfsögðu.

                   Það er enn verið að spyrja um lóðir þrátt fyrir að að komi
           víða fram að það er búið að selja allar lóðirnar, og þá er bara
           spurt hvort ekki sé á döfinni að skipuleggja meira, en það veit
           maður ekki.

                 Við erum að hugsa um að fara að byggja stálgrindarhús sem
           væri vélargeymsla og gæti jafnvel hýst hesta og kindur og kannski
           smá reiðskemmu, en þetta er enn í athugun.

 

21 júlí 2004

                  Lísa dýralæknir kom í dag og örmerkti folöldin og þau tryppi
           sem átti eftir að örmerkja.  Nú svo stóð til að gelda einn fola hann
           Trausta en það var ekki komið niður í honum enn svo það verður
           að bíða.

                  Pabbi á afmæli í dag, Til hamingu með daginn gamli.

                   Það kláraðist að heyja í dag en síðustu rúllurnar voru
           keyrðar heim frá Ásgarði í dag og eru komnar í stæðu.  Það
           stendur svo til að lá einhverja há hér heima seinna í sumar.

18 júlí 2004

                Það var Afmælissýning hjá DÍF í gær í Úthlíð, ég gat því miður
           ekki verið allann tímann en veðrið var frábært og sýningin tókst
           mjög vel þetta var semsagt bara gaman og deildinni til sóma að
           geta líka samið svona við veðurguðinn heheh.

                Held bara að Kersins hundarnir geti verið sáttir, Kersins Prins
           var besti hvolpurinn og fékk heiðursverðlaun, Kersins Urður systir
           hans fékk líka mjög fína dóma í hvolpaflokknum.

                  Kersins Skellir og Skella fengu líka fyrstu einkunn og fengu
           bæði sæti held ég bara og allavegana Skella fékk heiðursverðlaun.

                   Nú og drottningin hún Kerins Doppa Dóra fékk líka flottann
           dóm og er loks búin í litargreiningu. 

                   Sigga mín var með mér og hún ásamt Hrefnu voru
           uppáklæddar í Íslenska þjóðbúninginn og settu virkilega fínann
           svip á sýninguna, hugsa samt að það hafi verið ansi heitt á þeim.

                  Nú við Sigga fórum svo í bæinn í brúðkaup hjá Helga og
           Önnu Kristínu, þetta var glæsilegt hjá þeim fötin rosa flott og
           danska tertan æði, nú maturinn var líka mjög góður.

16 júlí 2004

                 Var að setja inn nýjar myndir af Hæru og Hæring, þau eru
           bara flottust.

14 júlí 2004

                                kl  20.00
                               
Hæra mín er búin að vera í graðhestagirðingunni hér fyrir
           framan bæinn ásamt Trausta sem er brúnskjóttur veturgamall
           foli sem á að gelda á næstu dögum.  En viti menn ég varð að færa
           merina mína og folaldið áðan þar sem Trausti fann það út að það
           væri bara ágætur sopinn í merinni og drakk bara eins og hann
           ætti fullann rétt á því, svo að Hæra var færð ásamt folaldinu
           (sem ég er að hugsa um að kalla Hæring), þau eru núna í túninu
           ásamt kúnum og kálfunum og ég ætla rétt að vona að Hæringur
           fái að drekka sopann sinn í friði.

                Það var svo að fæðast kálfur í fjósinu áðan, en Óvissa sem er
           ein af bestu kúnum var að bera og auðvitað kom naut.

                Ég, Sigga tengdamamma og Sænskurnar fórum í bíltúr í dag,
           við fórum á Gullfoss og Geysir og keyrðum svo í gegnum
           Laugarvatn en fjósið leifði ekki stopp á Laugarvatni, ég er svo að
           hugsa um að keyra þær í gegnum Þingvöll þegar ég fer með þær
           suður á sunnudaginn.

               kl  08.00
               Það er komið folald en ég kýkti á Hæru um kl eitt í nótt og þá
           var folaldið komið, allt nema afturlappirnar, það kom hestur og
           eins og er er hann bleikálóttur vindóttur er ekkert viss um að hann
           verði grár en hver veit, en hann er undan Gust frá Hóli.

               ,,Við"  Halldór vorum í Grindavík í gær að keppa á pollamóti
           KSÍ veðrið var skelfilegt 20 metrar og rigning, en Selfossstrákarnir
           létu þetta ekkert á sig frá og B liðið vann sér einhvern rétt til að
           mæta í einhver úslit skildist mér.

11 júlí 2004

                  Það var farið í vatnið á föstudagskvöldinu og gekk bara vel
           einhverjir duttu í það (vatnið) aðrir duttu í lækinn sem var ekki
           einusinni riðið yfir en það þurftir jú snilling til að detta í hann. 
           Allir komu þó nokkuð heilir heim, ein tognuð löpp og eins kúla á
           haus, mikið af blautum fötum en allir ánægðir.

                 Nú í gærkvöldi þá gerðist kraftaverk, en ég sjálf fór á hestbak,
           fór á ball og fór ekki að sofa fyrr en um kl 2 eftir miðnætti en þeir
           sem til þekkja vita að þetta gerist ekki oft.  En það var semsagt
           þannig að Miðengismenn fóru ríðandi á ball á Gömlu Borg til
           Böðvars og Lísu, það var bara mjög gaman þó við hefðum ekki
           stoppað mjög lengi.  Það fer svo engum sögum af því hvenær síðustu
           menn fóru að sofa í morgun.    Ég fékk Grettir lánaðann hjá Jonna
           og viti menn ég held bara að ég skili þessu hesti ekkert aftur en
           þessi hestur er bara gæðingur og við náðum bara vel saman.

9 júlí 2004

                   Nú á að fara í vatnið í kvöld, held að það sé að nálgast um
           40 manns sem ætla að fara en ég ætla að telja úr hlaði í kvöld, en
           það er jú vissar að vita hversu margir fara svo hægt sé að telja upp
           úr vatninu aftur...

              Við Sverrir fórum í bæinn í gærkvöldi á sýningarþjálfun
           með Prins en Doppa Dóra var í bænum hjá Lindu, ég ætlaði bara
           varla að þekkja DD því það var búið að baða hana, hún var næstum
           einlit þegar hún fór í bæinn með Lindu í fyrradag en var bara orðin
           fallega flekkótt í gær og hvíti liturinn er orðinn hvítur aftur en er
           ekki moldarbrúnn eins og hún var orðin blessunin.  Hélt að tíkin
           væri bara ekki tilbúin að koma með mér heim, henni líkaði svo vel
           dekrið í bænum.  Nú það gekk bara rosalega vel með Prinsinn hann
           er fljótur að læra og eigandinn er það svosem líka hehe.

   8 júlí 2004

              Haldið þið ekki að ég hafi farið út á tún að snúa í dag......
           þetta gerist ekki oft en af því að ég bað svo vel fékk ég að fara, vélin
           kom bara nokkuð heil út úr þessu svo hver veit nema ég reyni þetta
           aftur.

7 júlí 2004

                             kl  15.00
                           
Er bara að drepast úr tölvuleti þessa dagana, nenni ekkert að
           skrifa, en hvað um að það var ættarmót um síðustu helgi hjá
           fjólkinu hans Bjössa sem er ættað úr Huppahlíð, það var bara ansi
           gaman og mikið af fólki sem við höfðum aldrei séð, þó það væri
           jafnvel mikið skylt Bjössa, en til þess eru jú ættarmótin að kynnast
           þessu fólki.

               Það gengur illa að finna sólina hér þessa dagana og ef hún má
           vera að því að koma við þá stoppar hún stutt.

               Það stendur til að ríða í vatnið á föstudagskvöldið það er farið að
           nálgast 40-50 manns sem ætla að fara.

                Linda Hringsmamma er á leiðinni austur og ætlar aðeins að
           spjalla við Doppu Dóru en þær ætla saman á afmælissýninguna
           hjá DÍF og þurfa víst aðeins að gera áætlun um hvernig þær ætla
           að standa að þessu.

                Var svo að fá póst frá Helgu A á HRFÍ og Doppa Dóra og Salka
           eru báðar HD fri A en ekki hvað en maður getur aldrei verið viss
           og þetta er alveg frábært að vera komin með þetta skjalfest, og nú
           er hægt að fara að huga að einhverjum hundum á þær sem passa
           en það er ekki hlaupið að því þar sem ég er svo dintótt og í raun
           kannski ekki mikið úrval þegar maður er búin að setja fram allar
           sínar kröfur en aðuvitað verður maður að gefa einvherstaðar eftir.

              Það er búið að ná öllu hreyfðu heyi en niðurtúnið var slegið í
           gær og bíður eftir sólinni eins og við hin.

               Sigga og Linda skelltu sér í veslunnarferð í bæinn en Sigga þarf
           að fá sér einhver föt en við erum að fara í brúðkaup þann 17 júlí.

                 Nú Guðmundur Rúnar er búinn að selja allar lóðirnar, og
           fengu færri en vildu, það er verið að velta fyrir sér hvort eigi að
           skipuleggja meira svæði en ekki getum við beitt kúnum á þetta land
           og erum ekki með það mikið fé en maður sér til.

                Erum farin að spá í að byggja stálgrindarhús sem getur hýst
           rollurnar, eðalgraðhestana sem eru núfæddir eða jafnvel ófæddir
           vélarnar okkar svo þær ryðgi ekki og svo síðast en ekki síst
           reiðhöll svo ekki rigni nú á mann ef svo ólíklega vildi til að maður
           færi á bak en allavegana færi afsökunnarmöguleikunum fækkandi
           fyrir því að fara ekki á bak.

2 júlí 2004

                kl  11.00
                Það er bara rigning núna en átti að vera þurrkur og við eigum
           einhvað af flötu heyji en svona getur þetta verið.

                Það er bara ein sumarhúsalóð eftir og sú er frátekin fram yfir
           helgi, það er alveg ótrúlegt hvað þetta hefur farið hratt, en það eru
           farin að rísa hús þarna og eins og er eru komin 4 sem eru risin.

                 Við erum að fara norður á ættarmót á morgun, en það er
           ættarmót hjá Huppahlíðarættinni og verður ættarmótið haldið á
           Laugarbakka.

                 Ég fór með Sænskurnar á landsmótið í gær svo er bara að vona
           að þær geti bjargað sér fram á sunnudag, það er nú ekki laust við
           að maður hafi fengið smá fiðriðng í magann þegar maður kom á
           mótsvæðið, en ég reyni að fylgjast með þessu í sjónvarpinu á
           kvöldin í staðin.

                Ég er enn að bíða eftir að Hæra kasti en nú ætti að fara að
           styttast í það, ég er að verða voða spennt og ekki er nú verra þegar
           maður sér Gustssynina slá í gegn á Hellu en Gustur virðist vera að
           skila mikið af góðum afkvæmum, nú og ekki væri verra ef folaldið
           mitt yrði vindótt en það á svosem eftir að koma í ljós og ef það yrði
           vindótt verður það svo örugglega grátt seinna meir og enginn trúir
           mér að það hafi verið vindótt en hvað um það maður verður bara
           að bíða og sjá.

 

30 júní 2004

                kl  19.00
                Var að koma með Hryðju úr sónar og viti menn við eigum von
           á folaldi undan Klett frá Hvammi næsta vor, heppin ég, svo er bara
           að vona að ég fái hryssu eins og sumir sem fengu hryssur undan
           klárnum..

                 kl  15.00
                Jæja samkvæmt veðurspánni er víst sól hér en ég sé bara
           rigningu og þá bendir það til að Miðengi sé komið niður að
           strönd....

                Ég talaði við Meistara Vigni í gær og það er búið að sóna
           Gjósku mína og viti menn ég á von á folaldi undan Orra næsta
           vor, nú svo er ég búin að sækja Spólu mína en hún var hjá
           Illing og Hryðja mín sem fór undir Klettinn á tíma í sónar kl.
           1700 í dag ég bíð spennt að vita hvort hún er fylfull.

                Nú og svo fór Gloría undir Snillng frá Vorsabæ í síðustu viku,
           þar ætti að koma skjótt en að öllum líkindum er Gloría arfhrein
           skjótt að minnsta kosti þar til annað kemur í ljós.

                Þá á bara eftir að fara með Bóthildi en hún á pantað undir
           Forseta frá Vorsabæ og eins gott að hún komi ekki geld úr þeirri
           girðingu eins og hún gerði í fyrra þegar hún fór undir Andvara.

28 júní 2004

               Við Dóri komum með Herjólfi til ,,Íslands" í nótt og lentum um
           kl 02,00 í nótt, það voru ansi kátir en þreyttir piltar sem komu
           komu heim og þeir á yngra ári strax farnir að skipuleggja næstu
           ferð að ári.  Þetta var rosalega gaman en veðrið var nú ekki að
           dekra við okkur og sólgleraugun og sólarolían voru ónotuð
           ofaní tösku.

22 júní 2004

                Jæja nú er mín bara flutt með síðuna og núna er ég komin með
           www.midengi.is rosa flott...og komin með nýtt netfang
           helga@midengi.is en gamla netfangið virkar samt enn.

                Það er svosem heilmikið búið að vara að gera, það var byrjað
           að slá á miðvikudegi í síðustu viku, og hreinlega allar vélar bilað
           sem hægt er nema kannski skátturvélin, en snúningsvél, rakstarvél,
           rúllubindivél, pökkunnarvél og tveir aldraðir Ford gáfu upp öndina
           endanlega skilst mér.   Þannig að næsta ár verður ekki byrjað að
           slá á miðvikudegi...

              Við Dóri erum að fara til Eyja í fyrramálið á fótboltamót,
           þetta verður væntanlega voða gaman og sól í suðurhöfuð...

                Var að hugsa um að setja upp gestabók eftir að ég færði síðuna
           en snarhætti við það þar sem það rignir yfir mig skömmum fyrir
           að uppfæra ekki oftar svo ég sleppi bara gestabókinni.

               Ég náði í Spólu mína áðan en hún er búin að vera að skoða
           Illing, folaldið hennar Spólu hann Erpur Aronsson er bara orðinn
           býsna flottur og ég held bara að eigendurnir megi vera montnir af
           honum og ,,önnur" folöld fara að vara sig.......

14 júní 2004

                 Jæja það gerðist kraftaverk í morgun en nettengingin er komin
           í lag það hefur líkast til verið einhver draugur að angra mig hehe..

13 júní 2004

               Það er bara basl á þessari nettenginu hjá mér þessa dagana en ég
           get tekið við pósti en ekki sent frá mér póst og er í basli með að
           uppfæra síðuna sem er alveg ómögulegt.  Ég vona að ég finni
           einhver ráð þar til varanleg lausn finnst en ég er að hugsa um að
           fá mér midengi.is

                Annars er allt í rólegheitunum í sveitinni, mikið um útreiðar og
           rollurnar tvær eru bornar loksins og sauðburður því búinn.

               Það er verið að girða hér á fullu og ýmiskonar smíðavinna í gangi
           en það á að breyta fjóshlöðunni þannig að þar verði hægt að setja
           einhverjar kýr.

6 júní 2004

                   Það er bara ansi gott veður í dag, ég er búin að vera frekar
           löt við að skrifa en það veður bara að hafa það.

                  Stjáni og Íris komu ríðandi austur í gærkvöldi ásamt slatta af
           fólki og hestum.  Miðengismenn fóru að sjálfsögðu ríðandi á móti en
           urðu þreyttir á að bíða og voru komnir einhvað á undan Stjána og
           co. heim.  Mér skildist samt að allt hafi gengið vel.

                  Limmi minn var járnaður í gærkvöldi og nú á að fara að kenna
           honum sænsku, en Brjánn, Gormur og Baugur fara líka í
           sænskunám.

                 Kýrnar voru settar úr hér á föstudaginn og gekk bara vel.

                 Skólaslitin voru líka á föstudaginn og árangur krakkana í
           Miðengi var bara mjög góður, þau komu öll með einhver verðlaun
           heim en hér eru 6 börn sem voru í Ljósafossskóla.

3 júní 2004

                   Það er búin að vera sól í dag en aðeins rok.  Ærnar tvær eru
           enn óbornar og hafa ekkert gefið í skil að það sé á döfinni hjá þeim.

                   Þegar við Kristín ætluðum að byrja að mjólka í kvöld bilaði
           einhvað, og einhver úrbræðslulykt kom eða einhvað.  Bensi og
           Bjössi horfðu aðeins á þetta en niðurstaðan var að fá einhver sem
           kann á kerfið og gat tekið með sér varahlut.  Nú það kom maður
           úr henni Reykjavík og núna er klukkan hálfníu og við ekki enn
           byrjuð að mjólka kvöldmjaltirnar sem áttu að mjólkast uppúr
           klukkan fimm, kýrnar eru ekki kátar, reyndar held ég að það
           heyrist í þeim niður á Selfoss þær eru svo reiðar blessaðar yfir
           þessari meðferð.

2 júní 2004

                  Það var rigning í morgun en nú er bara komin sól og hver veit
           nema það styttist í sumarið hehe.  Annars er lítið um að vera,
           sumarhúsalóðunum fækkar ört en það voru 3 seldar í gær.

                 Það eru bara 2 ær óbornar og svo 2 hryssur ókastaðar hugsa
           og vona reyndar að ærnar verði á undan það er ómögulegt að
           bíða lengi eftir þeim.
          

31 maí 2004

                  Jarpskjótta merfolaldið hennar Hyllingar reyndist vera
           brúnskjótt hestfolald........þetta folaldi mun vera númer 17 í
           röðinni undan Hyllingu.  Set inn myndir í kvöld þegar ég er
           búin að öllum fermingarveislunum.

                 Hylling gamla er komin að köstun en það er farið að leka úr
           henni mjólk, það er næsta víst að þar kemur jarpskjótt hryssa.

                   Gerpla hennar Selmu kastaði líklegast í gær, allavegana var
           komið rautt merfolald í morgun.

                   Við þurfum að koma við í fjórum fermingarveislum í dag og
           geri aðrir betur, en ég er nú ekki viss um að við náum að borða
           allstaðar.

                  Sænsku stelpurnar kom svo í dag en Sverrir og Halla Karen
           ætla að ná í þær fyrir mig.

29 maí 2004

                 Skráði Doppu Dóru á hundasýninguna sem verður í júní,
           ætli maður þurfi ekki að fara að baða hana svo hún verði orðin
           hrein eftir mánuð...

                   Bjössi og Jonni fóru með Spólu mína í graðhest áðan, held að
           Illingur hafi orðið fyrir valinu en Þóroddur heillar líka svo er bara
           að sjá hvað þeir bræður völdu.

                 Salka Doppu Dóru systir er komin í heimsókn, og er bara sátt
           veit ekki hvað hún stoppar lengi en við sjáum til.

                 Ég tók að mér að finna heimili fyrir kisurnar hennar Írisar
           hans Stjána, þetta er u voðafallegar kisur og vonandi finn ég
           einhvað en annars verða þær fjósakisur, held samt að hundarnir
           yrðu ekki alveg sáttir.

                Það er bara að verða vika síðan ég uppfærði síðast, þetta er jú
           ekki hægt, annars hefur lítið verið um að vera en samt nóg að gera.
                 

                 Ég er búin að uppfæra sumarhúsalóða síðuna en ég var alveg
           að verða rugluð á þessu öllu saman og nú er ég búin að breyta
           þessu þannig að það eru bara óseldar lóðir tilgreindar það var
           orðinn svo langur listi með þessar seldu.

                 Sauðburður er að verða búinn en það eru 6 ær eftir, þetta hefur
           gengið þokkalega en það hefur aðeins verið joðskortur í lömbunum
           sem er ansi leiðinlegt.   Við erum búin að fá slatta af mislitum
           lömbum, flekkótt, botnótt, golsótt, nú og svo svart, mórautt og grátt.

                Við sóttum 4 kvígur til Brynhildar og Sibba á Borg í vikunni í
           tveimur ferðum, þetta gekk alveg ágætlega.

               Við erum komin á nýjann bíl og búin að fá hús á hann, við
           fengum okkur Mözdu doublecab með palli, rosa sniðugt og virkar
           bara vel.

 

22 maí 2004

                   Jæja þá er Hryðja komin undir hest og fyrir valinu varð
           Klettur frá Hvammi en mér finnst hann rosalega fallegur ég verð
           svo bara að vona að það fæðist folald með faxi....

21 maí 2004

                  Hún Stefanía á afmæli í dag Til hamingju með daginn
           Stefanía mín, þú ferð alveg að ná mér hehehe....

                    Það var loks komið folald í morgun þegar við fórum í fjós um
           sex leitið og aðuvitað hestur þar sem maður er búinn að bíða í
           marga daga eftir honum.  Þetta er bara ansi snotur hestur en það
           er búið að rigna svo mikið í dag að hann hefur ekki verið að monta
           sig neitt ennþá en án efa kemur það.

                Nú er ég komin í margar hringi með merarnar mínar ég var að
           hugsa um að halda einni undir Klett frá Hvammi og annri undir
           Illing svo get ég ómögulega ákveðið hvor fer hver, og er jafnvel
           farin að hugsa um að fara með báðar undir Klettinn, en ég verð að
           fara að ákveða mig þar sem Hryðja fer undir hest á morgun...

18 maí 2004

             kl  21.00

                                    Það er kominn dropi á spenann á Spólu þannig að ég reikna
           með að það komi folald í nótt, eða fyrramálið þetta folald undan
           Aron frá Strandhöfða og væntanlega kemur rautt eða  brúnt það
           væri samt í lagi að hafa það jarpt en Jonni og Linda eiga þetta
           folald.

                               kl  16.45

              Lísa er búin að fá  brúnskjótta hryssu.

                 kl  16.00

               Sigga á afmæli í dag og er 14 ára, Til hamingju með daginn Sigga
           okkar.

                 Saðuburðurinn er á fullu þessa dagana og gengur bara vel.

                 Ég þurfti að laga röðina á folöldunum hjá mér en ég hélt að
           Spóla mín mundi kasta næst, en nú er farið að leka úr hryssunni
           hennar Lísu svo ég reikna með að hún verði köstuð í fyrramálið.
           Hryssan heitir víst Skör í Feng en hefur fengið nafnið Tvíbaka.

                 Það fóru 3 kýr í sláturhúsið í gærkvöldi, en í gærmorgun fylltist
           mjólkurtankurinn og flæddi uppúr, hann hefði þurft að vera ca.
           30 l. stærri til að helgarmjólkin kæmist í hann, en hann tók 1766 l.

17 maí 2004

                              kl  11.00

                              Þá er mannskapurinn kominn frá London þetta var mjög
           skemmtileg fer, sjálf hafði ég mest gaman af bullunum en ég var
           svo heppinn að það sat alvöru Chelsea fótboltabulla fyrir aftan mig
           hann var hlveg frábær söng og dansaði í sætinu og stjórnaði
           stúkunni þar sem við vorum með söng og látum, ég átti reyndar von
           á því á hverri stundu að öryggisverðirnir tækju hann en þetta slapp
           allt til.  Nú leikurinn fór 1-0 fyrir Chelsea en þeir voru að spila á
           móti Leeds.

               Nú sauðburðurinn er komin vel af stað og folöldin farin að detta
           úr hryssunum.

12 maí 2004

                           kl  11.00

                              Við erum að fara til Englands í fyrramálið en við förum tíu
           saman við fimm hér svo fer Reynir Már með okkur og svo
           mamma og pabbi og tengdamamma og tengdapabbi en það stendur
           til að fara á fótboltaleik á laugardaginn Chelsea-Leeds það verður
           vonandi voða gaman.  Við komum svo heim á sunnudaginn.

                             Jæja ég er enn löt að skrifa, það er bara allt í rólegheitunum hér,
           það var reyndar farið ríðandi í Nesbúið síðasta föstudag og heim
           aftur á laugardag en mannskapurinn gisti í Nesbúið, þetta var bara
           mjög gaman og lærdómsríkt en það læriðst að það er ekki nóg að
           næstsíðasti maður loki hliðinu, því það getur alltaf einhver átt eftir
           að fara í gegnum hliðið og ekki lokað.......... sem gerðist og því voru
           engir hestar í gerðinu á laugardagsmorguninn þegar að var gáð,
           allir nema tveir fundust áður en lagt var af stað heim, einn fannst
           svo á mánudag líkast til og sá síðasti í gær þriðjudag þannig að það
           eru allir búnir að heimta sín hross.

                  Ég skaust í bæinn á laugardagsmorguninn til þess að sækja
           Eddu og fara með hana í augnskoðun og viti menn hún stóðst
           skoðunina og er í lagi.

6 maí 2004

                            kl  20.00

                              Steinar á afmæli í dag og er 10 ára, Til hamingju með daginn
           Steinar.

                               Jæja maður er búinn að vera ansi latur að skrifa þessa dagana,
           en ég er búin í prófum allavegana í bili eða þar til ég þarf að taka
           upp það sem ég klúðraði nema að ég rétt sleppi.

                Öllu stóðinu var smalað saman og þau sett í aðrar girðingar,
           merarnar mínar sem fara að koma að köstun eru komnar fyrir
           utan eldhúsgluggann hjá mér en það voru settar þrjár þar, Spóla
           sem er með Aron, Hryðja sem er með Kjalar og svo hryssan sem
           Lísa dýralæknir á en sú hryssa er með fyli við Þristi frá Feti. Ég á
           samt ekki von á að þær kasti fyrr en upp úr miðjum maí en Hryðja
           er samt orðin ansi sver.

               Það stendur til að fara ríðandi á Nesjavelli á morgun, en ég er
           ekki alveg klár á hvað fara margir á hestum eða margir í bílum en
           það verður örugglega rosalega gaman.

3 maí 2004

                              kl  06.50

                                Fyrsta folaldið var að detta úr merinni en Sörla hans Bensa
           átti rauðstjörnóttann hest núna áðan, þetta folald er undan Sjóla
           frá Dalbæ.  Ég vaknaði snemma til að lesa undir próf en þegar
           meri er að kasta fyrir utan gluggann hjá manni er það verulega
           truflandi.

2 maí 2004

              Það var DÍF ganga á Flúðum í dag, við Sigga vorum sniðugar
           og mættum með Doppu Dóru en bara í kaffið sá fram á að ég hefði
           það ekki af að labba upp á Galtafell.  Þetta var voða gaman og
           margt fólk.

1 maí 2004

                              kl  15.00

                                Það er búið að fella hryssuna, hún meig bara blóði þannig að
           líklega hefur hún verið slegin svona illa, það er voða leiðnlegt
           þegar svona gerist en hún kvelst allavega ekki meira.

                              kl  14.00

                               Það er lítið um að vera þessa dagana og mikið að gera en ég er
           í prófum var í þremur prófum í síðustu viku og fer í tvö próf í
           næstu viku.

              Þegar Bjössi var að gefa útigangshrossunum í gær sá hann að
           mertryppi frá Jonna lá bara eins og dautt, þegar að var gáð gat
           hún ekki staðið upp.  Henni var komið í hús og var dugleg að éta
           og drekka en í morgun var hún einhvað slappari og afturfæturnir
           virka bara ekki.  Hugsa að það verði að fella hana.  Þessi hryssa er
           undan Hyllingu gömlu og Dollara og var bleik á litinn og fædd
           sumarið 2003.

28 apríl 2004

                          kl  10.00

                               Var að bæta við linkana en Kata frænka og fj. eru komin með
           heimasíðu og svo var ég að bæta inn nýrri síðu sem hún Silla á
           en Silla á Kersins Urði og Eyju.

                              Það er æðislegt veður í dag, sól og lítur úr fyrir að það sé að fara
           að vora.

              Ég var að uppfæra nýjar kúaskýslur, fyrir fyrsta ársfjórðung
           2004, þetta mætti vera betra en vonandi á þetta eftir að batna.

               Við erum aðeins farin að líta í kringum okkur með að fá sér
           minna keyrðann bíl, ég vildi endilega fá Land Rover en viti menn
           ef ég geri það vill bara enginn þekkja mig lengur og alls ekki gera
           við fyrir mig svo ég varð að gefa þetta eftir, betra að hafa Jonna
           góðann enda veit hann kannski hvað hann er að tala um heheh.

27 apríl 2004

                          kl  17.00

                          Það er alltaf einhver hreyfing á lóðum er bara alveg hætt að gera
           fylgst með en skrái þó hvað er frátekið og selt.

              Ég var í prófi í gær og dag og gekk þokkalega held ég bara.

               Guðni Reynir sagði mér að hann ætti árs fermingarafmæli í dag,
           en hann er á Selfossi núna að keppa í fótbolta, hann þarf svo að fara
           til Reykjavíkur á morgun og keppa þar, það er nóg að gera í
           þessum fótbolta.

25 apríl 2004

                         kl  14.00

                             Það var ein lóð frátekin áðan. Það virðist alltaf vera einhver
           umferð þarna niðurfrá sem er bara gott.   Það er búið að setja
           niður rimlahliðin sem eiga að vera á veginum inn í hverfið.

               Guðni Reynir var að keppa í fótbolta á Selfossi í morgun, þeir
           voru að keppa við ÍBV og auðvitað vann Selfoss 2-0.

               Sigga er farinn í bæinn á sjá Línu Langsokk með Freydísi og
           fjölskyldu.

               Það var matarklúbbur á Hlemmiskeiði í gærkvöldi hjá Jóu og
           Snæbirni, það var bara mjög gaman og þokkaleg mæting.

                Það var svo í gærmorgun sem það fæddist eitt stykki kálfur í
           fjósinu, það var fyrsta kálfs kvíga sem átti kvígu og gekk svona
           ljómandi vel, Bensi og Kristín mættu bara kálfinum á röltinu um
           morguninn þegar þau voru að fara að mjólka.

23 apríl 2004

                          kl  20.00

                Það var verið að gelda í dag, fyrst var Dollarinn geltur, næst var
           það hann Sóli minn og viti menn það voru tvö eistu, þá var Lindi
           næstur, við Lindi tárfelldum bæði en þetta var ekki umflúið, þarna
           var eitt stórt eista og svo fannst annað örverpi, þannig að hann var
           eineistungur því miður, nú svo var komið niður í Fjalari eða
           Grundarfjarðar Blésa og því var hann geltur líka.  Þetta gekk
           ótrúlega hratt og vel og getum við nú verið áhyggjulaus fram á
           sumar en það eru þrír veturgamlir folar eftir ógeltir sem bíða fram
           á sumarið.

22 apríl 2004
Sumardagurinn fyrsti,
Gleðilegt sumar.

                             kl  19.00

                             Það var gengið frá fjórum lóðarsamningum í dag, ein lóð frátekin
           og önnur seld.

               Ég skaust í bæinn með stelpurnar í Smáralindina en það var víst
           kominn tími til að kaupa buxur skildist mér.  Veðrið er búið að
           vera ansi gott í dag enda komið sumar.

               Við fórum á hagyrðingakvöld á Borg í gærkvöldi og þetta var
           rosalega gaman, við vorum 5 sem fórum, við Bjössi, tengdapabbi,
           og svo mamma og pabbi.  Dóri skellti sér aftur með Lindu Kristínu
           Einari Óla og Steinari út að Sólheimum að sjá generalprufuna á
           Latabæ sem er verið að sýna það það var víst rosa gaman þar líka.
         

21 apríl 2004

                              kl  13.00
                             
Það var gengið frá einum lóðarsamning í gær öðrum áðan og
           það verða fjórir samningar á morgun.

                Veðrið er alveg frábært, kannski er bara að koma vor, svei
           mér þá.

                Frétti að síðan mín væri notuð sem dæmi í Tölvuskólanum um
           hvernig síður ættu ekki að vera hehehe svona er þetta.

19 apríl 2004

                                kl  11.00

                             Það gekk svona ljómandi vel með ferminguna hennar Siggu í gær
           hún var alveg stórglæsileg í Íslenskum búning og þetta gekk bara
           allt saman ljómandi vel, það voru samt allir ansi þreyttir í
           gærkvöldi.

                Það voru seldar 2 lóðir í gær, Guðmundur Rúnar rétt fékk smá
           pásu til að mæta í veisluna og var svo farinn af stað aftur.

17 apríl 2004

                                kl  21.00

                               Það er búið að gera voða fínt á Borg fyrir ferminguna hennar
           Siggu á morgun, allt í bleiku en ekki hvað.

                Það var ein lóð seld í dag.

16 apríl 2004

                                kl  14.00

                              Það var gengið frá sölu á tveimur lóðum í gær og svo voru
           staðfestar 2 lóðir í morgun sem voru fráteknar.

               Bensi og Kristín eru á fullu í matarundirbúning fyrir
           ferminguna hennar Siggu, ég sé svo um að taka einhvað upp úr
           frystikistunni öðru hverju.

14 apríl 2004

                            kl  22.00

               Við Bjössi erum búin að vera í bænum í dag en við fórum með
           Guðna Reyni í einhverja göngugreiningu og hann fær innlegg.
           Nú svo fór ég á Selfoss í klippingu og er langt komin með að versla
           fyrir ferminguna svona að minnsta kosti það sem Bensi er búin að
           setja mér fyrir, en það er sjálfsagt einhvað eftir.

13 apríl 2004

                            kl  18.00

                Og enn selur karlinn, þannig að það eru tvær lóðir í viðbót
           í dag önnur var reyndar frátekin en það er gott þegar fólk
           er búið að ákveða sig.

                             kl  11.30

                             Það er bara snjófjúk núna en vonandi ekkert sem festir, það
           liggur við að ég sé farin að uppfæra ,,seldar lóðir" oftar en
           fréttirnar mína og þá er nú mikið sagt.

               Ég fór í Ölfushöllina í gærkvöldi að sjá síðasta námskeiðið hjá
           krökkunum og körlunum, Selma vinkona kom og kýkti við, þetta
           gekk bara ljómandi vel hjá þeim öllum og ágætt að þetta sé búið
           en ég held að allir hafi lært heilmikið á þessu.

12 apríl 2004

                              kl  15.30

                              Enn er Guðmundur Rúnar á ferðinni niður í sumarhúsahverfi
           og ein lóðin enn frátekin þannig að fólk lætur ekki ,,smá" rigningu
           stoppa sig.

11 apríl 2004

                                  kl  19.30

                                 Guðmundur Rúnar er búin að selja tvær lóðir bara á meðan við
           vorum í fjósi þannig að það er brjálað að gera hjá honum, verst ef
           það rignir mikið en fólk virðist samt koma.

                                 kl  17.00

                              Það er búið að rigna mikið í dag en styttir upp á milli.
           Guðmundur Rúnar kom áðan og enn merki ég við seldar eða
           fráteknar lóðir en fólk virðist vera heilmikið á ferðinni.

                Bræðurnir járnuðu nýju hryssuna í gær, hún var bara þæg
           svo fór Jonni á bak í dag og gekk bara vel þetta á örugglega eftir
           að ganga ágætlega.

10 apríl 2004

                                  kl  16.00

                                 Tóta frænka á afmæli í dag, veit að hún er yngri en mamma
           látum það duga en ég gæti svosem komist að því hvað hún er gömul
           í dag en hvað um það
til hamingju með daginn Tóta frænka, með
           kveðju úr Miðengi.

               Það er bara úði í dag ekki beint rigning og voða gott veður.
           Bjössi og Jonni ákváðu að láta Fiðring og fá einhverja hryssu í
           staðinn, þeir fóru áðan ásamt tengdapabba niður í Landeyjar til
           að skila af sér hestinum og ná í hryssuna.  Svo er bara að vona að
           allir verði ánægðir en ég á ekki von á öðru.

               Það er búin að vera dálítil umferð í sumarhúsahverfið  bæði í
           dag, gær og fyrradag hugsa að Guðmundur Rúnar hafi bara nóg
 f         að gera við að svara í síma og sýna fólki lóðirnar.

8 apríl 2004

                                kl  21.00

                                Það gekk bara vel í skírdagsreiðinni hjá Miðengismönnum, Það
           voru góðar veitingar á Gömlu Gorg eins og von var á og Böðvar
           sagði okkur nokkrar örsögur af gömlum sveitungum. Nú heimferðin
           gekk bara vel en að vísu komu 3 hestar þó dálítið á undan
           mannskapnum heim, þeim hefur líklega fundist ganga illa að fara af
           stað en það munaði engu því nóg var af hestum undir alla.
           Mannskapurinn var svo komin heim um klukkan 19.00

                               kl  10.00

                Í dag er skírdagur og æðislegt veður, það stendur til að fara
           ríðandi út á Gömlu Borg eftir hádegið og fá sér ,,Kaffi" hjá Böðvari
           og Lísu, þetta verður ábyggilega um 10 manns á hestum hugsa ég
           en er samt ekki viss, ég tel þegar verður lagt af stað.

                Sigga og Freydís eru að fara á tónleika í dag og Gunni ætlar með
           þær þetta eru Sugerbabes tónleikarnir og verður vonandi voða
           gaman hjá þeim öllum.

7 apríl 2004

                                    kl  19.00

                                 Það var sett auglýsing í Moggann í dag og surmarhúsalóðirnar
           auglýstar til sölu en þetta er fyrsta auglýsingin sem við setjum í
           blöðin, það hefur bara ekki stoppað síminn hjá Guðmundi Rúnari,
           mikið hringt og spurt og það stefnir í að það verði einhver umferð
           í hverfinu um páskana en það er upplagt að skoða núna gott veður
           vonandi og spurning um að drífa sig áður en ,,flottasta" lóðin
           verður seld en sem betur fer eru skiptar skoðanir á því hvað er
           flottast.

                Það er stefnan að fara í skírdagsreiðtúr á morgun eins og
           Grímsnesinga er siður, en undanfarin ár hefur verið farið út á
           Borg, og þegar Gamla Borg er ekki í útleigu vegna ferminga eða
           einhvað þá er farið í kaffi til Böðvars og Lísu.

                                   kl  10.30

                                 Hún Kolla á afmæli í dag, til hamingju með daginn Kolla
           mín orðin rúmlega tvítug.

                 Við Sigga fórum á aðalfunda DÍF í gærkvöldi þetta var alveg
           ágætt og mest gaman að hitta fólk sem maður sér sjaldan eins og
           hana Önnu Dóru sem býr á Snæfellsnesinu, nú og svo komu
           Brynhildur á Borg og Ditta og auðvitað fullt af fleira fólki en það
           var nú ekki eins langt að fara fyrir okkur hin.

6 apríl 2004

                                  kl  12.30

                 Það eru komin lömb en það bar ein ær í nótt en hún hafði komið
           seint í haust frá Búrfelli.  Það komu tvö lömb hrútur og gimbur.

                Hún Mýsla er með einhvern doðavott en við erum búin að setja í
           hana kalk og nú er bara að sjá hvort það dugar eða hvort það þarf
           að fá Gunnlaug dýralækni.

5 apríl 2004

                               kl  13.30

                               Við Bjössi áttum morgunfjós í morgun en venjulega byrjum við
           að mjólka kl 6 á morgnana en þar sem mjólkin er orðin það mikil
           að þriggja daga mjólkin kemst ekki í tankinn þá byrjðum við að
           mjókla kl 7.30 og það passaði þegar við vorum hálfnuð  var
           tankurinn orðinn fullur og mjólkurbílinn kominn þannig að við
           gátum klárað þegar bílinn var búin að tæma tankinn.

               Kristján frá Orkustofnun kom áðan og setti niður hæl þar sem
           á að reyna næstu tilraunaholu og sjá hvort við fáum heitt nothæft
           vatn.

               Bensi og Bjössi eru í bænum, Bjössi í hnykkingum og svo ætla
           þeir að taka traktorinn austur sem þeir voru víst að kaupa veit
           bara að þetta er Ford og einhvað yngir en ég, veit vonandi meira
           seinna.

4 apríl 2004

                            kl  21.30

                             Það er svo von á honum Kristjáni til að athuga með framhald á
           boruninni á heita vatninu í dýjinu en Kristján ætlar að næta hér
           klukkan átta í fyrramálið.

                           Það var svo um kl 13.00 sem var byrjað að rýja féð en það voru
           tveir menn frá Nýja Sjálandi held ég sem rúðu féð.  Þeir tóku varla
           nokkra pásu og voru búnir um kl 18.00 að rýja 158 ær og 5 hrúta.
           Gimbrarnar lambhrútarnir og sauðirnir voru 34 stykki.  Það voru
           tvær ær sem ekki voru rúnar en þær eru einhvað lélegar.

                           kl  09.30
                          
Það var von á rúningsmönnunum kl 9.30 og viti menn þeir voru
           mættir fyrir klukkan átta í morgun.  Féð var víst hálfblautt og það
           þarf einhvað að þorna en þær voru samt inni í nótt.  Þeir eru samt
           búnir að rýja lambgimbrarnar sem eru í fjóshlöðunni.

              Það er ferming hjá Adam og Hafdísi í dag en það er verið að
           ferma hana Ester.  Til hamingju með daginn Ester.

3 apríl 2004

                               kl  21.30
               Það er búið að vera ágætt veður í dag, mikið riðið út og svo er
           búið að vera að undirbúa rúning á fénu en það koma rúningsmenn
           á morgun til að rýja allt féð okkar.

                 Nú ég talaði svo við Jón Finn en ég er alvarlega að spá í að
           halda undir hest sem hann á og heitir Klettur frá Hvammi. Var þá
           að hugsa um að halda Spólu undir hann.

2 apríl 2004

                             kl  17.30
               Það er árshátíð hjá Ljósafossskóla í kvöld, mæting kl 20.00, við
           Sigga erum búnar að vera á kafi í pönnukökubakstri og svo er
           fótboltaæfing hjá Dóra og Steinari á eftir, það er ekkert sem
           getur komið í veg fyrir að þeir fari á æfingu.  Nú svo kemur Aron
           uppeftir með okkur og ætlar að vera um helgina.

                             kl  15.30
               Guðmundur Rúnar kom og við erum að velta fyrir okkur að
           koma saman auglýsingu á sumarhúsalóðumun fyrir páskana.

                Gunnlaugur dýralæknir kom hér áðan og sprautaði hundana
           mína við parvó ekki veitir af þar sem þetta hefur verið að ganga
           hér í kring.  Nú svo kýkti hann einhvað í fjósið og svo í hesthúsið
           en það er á hreinu að Drottning er ekki fylfull og það sem verra er
           er að hann Lindi sjálfur er eineistungur en þetta var svosem
           einhvað sem mann grunaði.

                              kl  10.30
               Skjárinn á tölvunni minn dó í gær, var eiginlega að vona að hann
           væri að gabba mig í tilefni dagsins, en hann var alveg jafndáinn í
           morgun.  Ég talaði við þá í TRS en þar keypti ég gripinn fyrir
           næstum 2 árum vantar samt 2 mán. upp á það og viti menn þetta
           flokkast á neitendaábyrgð, svo það er bara að fara með gripinn og
           sjá hvort hægt er að laga hann.

1 apríl 2004

              kl  18.30
                          
Við Bjössi fórum í bæinn í morgun en hann átti tíma í
           hnykkingum, ég held hreinlega að þetta virki bara.  Hann finnur
           allavegana mun á sér svo er bara að sjá hvort hann verður betri
           eða algóður.

               Við komum svo við á Selfossi hjá Baldvin og Þorvaldi til að ná í
           fermingarhakkinn hennar Siggu og svo hnakkinn handa okkur
           Bjössa aðalega Bjössa, en ef maður fer ekki á bak þarf maður ekki
           hnakk eða hvað!!!!!! Bjössi var varla kominn heim þegar hann
           prufaði hnakkinn, hann átti bara eitt orð yfir gripinn en það var
          
,,meiriháttar" svo einfalt var nú það, þessir hnakkar sem hann
           Gummi er að smíða eru alveg æðislegir og þú getur haft hnakkinn
           eftir þínu höfði langann eða stuttann bara nefndu það og þetta er
           útkoman, bóndinn alsæll og varla látið sjá sig inni í bæ í dag fer
           bara aðra ferð og svo enn aðra enda svosem nóg af hestum sem
           þarf að hreyfa.

31 mars 2004

                              kl  18.30
                            
Bjössi, Bensi, Jonni, Sigga og Sævar eru á reiðnámskeiði í
           Ölfushöllinni á miðvikudagskvöldum,  Sigga er á Hróa og Sævar er
           á Gretti, það er Benni á Kvistum sem er að kenna krökkunum.      
           Bjössi er svo á Fiðring, Bensi á Mirru og Jonni það er nú það hann
           er á hryssu sem hann og Gummi eiga, hún er jarpblésótt og undan
           Ask frá Keldudal en ég veit ekkert hvað hún heitir en
           Miðengismenn eru gjarnir á að kalla alla sína hest Blési eða Gráni
           veit ekki alveg hvort þeir nota á merina.


                             
Það var kominn kálfur í fjósinu þegar við komum út um kl. 17.00
           það var hún Mýsla sem við fengum hjá Brynhildi og Sibba sem átti
           naut, nautið er alveg eins og mamma sín svarthuppóttur
           stjörnóttur, rosalega fallegur en ekki hvað.

                               kl  13.30
                             
Það var eiginlega alveg autt í morgun en svo fór að snjóa aftur
           og nú er allt orðið hvítt.

               Bjössi og Bensi fóru í bæinn í morgun til kírópraktors, vonandi
           kemst einhvert lag á þá, þeir ætluðu að taka einhvert traktor með
           sér austur sem þeir voru að kaupa og svo á að taka Reyni Má með
           austur en honum tókst að ná sér í frí í skólanum. Held að vegna
           snjokomunnar hafi þeir skilið tarktorinn eftir en tekið strákinn.

30 mars 2004

                                 kl  14.30
                 Snjóinn er farið að taka upp sem betur fer, og það er rigning,
           mér sýnast Sigurjónsmenn sem eru að keyra efni hér í
           sumarbústaðagrunna vera í einhveju basli, annað hvort tolla þeir
           ekki á veginum eða vegurinn er að gefa sig, þannig að það er mikið
           að gera við að draga vörubílana upp.

                Það kom sláturbíll áðan og hún Grána gamla er farin en hún var
           líkast til elsta kúin í fjósinu.

29 mars 2004

                                    kl  21.30
                  Ég hélt að það ætti að vera fundur hér í kvöld í atvinnumála-
           nefndinni, það var búið að festa honum tvisvar og þetta var þriðja
           tilraun, en ég hélt að þetta ætti að vera hér kl. 20.30 svo kannski
           bíð ég hér heima og Palli og Hólmar bíða svo einhverstaðar
           annarsstaðar eftir mér.  Það er ekki hægt að segja annað en að það
           sé nóg að gera í nefndinni við að mæta ekki á fundi heheh.  Nú það
           kæmi kannski engum á óvart ef ég væri einhvað úti á þekju.

                 Það er nokkuð klárt að hún Drottning Oddsdóttir er ekki með
           fyli en hún var sónarskoðuð síðasta sumar og var með fyli þannig að
           líklega hefur hún látið.  Það er spurning að koma járnum undir
           gripin og athuga hvort hún man gamla takta, var eiginlega að vona
           að ákveðin gangtegund væri gleymd en sjáum hvað setur.  Verð að
           fara að koma inn mynd af henni þegar vel liggur á okkur og bæta
           henni í safnið undir merarnar mínar.

                                    kl 09.30
                                  
Það er allt hvítt enn og hefur snjóða þódálítið í nótt, Sigga er
           heima í dag, einhvað slöpp stelpuanginn.

                  Tíkurnar eru enn að lóða en ég held að þetta fari að ganga yfir
           hundarnir á bænum eru búnir að vera alveg vitlausir um helgina og
           Voði hélt í gærkvöldi að hann gæti nagað í sundur eina hurð en ég
           sá við honum þar sem betur fer.  Þetta ætti að verða orðið
           þokkalegt ástand um næstu helgi vona ég.

               Ég er alvarlega að spá í hvort ekki væri sniðugt að nota
           Ýrar-Akk á Doppu Dóru í haust, en það er alveg óráðið enn.

28 mars 2004

                                  kl 12.30
                                 
Bjössi er farinn að sækja Siggu en hún er búin að vera í
           Ártanga alla helgina.

                Hér er bara snjókoma og allt orðið hvítt, það byrjaði reyndar
           að slydda í gærkvöldi.

                 Það var bara blóð í beljunni í morgun en vonandi kemur mjólk
           fyrir rest en þetta er ekki gott hef ég grun um.

27 mars 2004

                  kl 15.30
                  Svenni frændi og Guðmundur Ben komu í kaffi, Guðmundur
           er alveg ótrúlega sprækur.

                Ég rölti út og skoðaði útigangshrossin mín, ég þurfti að athuga
           hvort það væru hestfolöld eða merfolöld í merunum mínum .... en
           einhverntímann var mér sagt að hestfolöldin lægju hægra megin í
           hryssunni en merfolöldin vinstra megin.  Ég athuga þetta á hverju
           ári en er svo búin að gleyma hvað átti að koma þegar þær kasta svo
           að í ár ætla ég að skrifa þetta niður og sjá svo hvað stemmir.  Held
           samt að það sé full seint að gera þetta núna því að þær hryssur sem
           eiga að kasta í byrjun maí, eru svo ansi sverar að folöldin eru
           eiginlega báðumegin.

                Nú svo settum við Lísu mína út, og meri frá Bensa, svo voru níu
           stykki rekin upp á Búrfell, en þar eigum við mýrarstykki.  Reyndar
           eru hrossin ekki komin uppeftir ennþá en Bensi, Bjössi og Jonni
           eru að leggja af stað ferð númer 2 uppeftir hehehe gekk einhvað
           illa að reka uppeftir, held að þeir hafi meira að segja þurft að koma
           heim og skipta um reiðhesta.

                  Í hádeginu kom Guðmundur á Bíldsfelli og náði sér í eina kú
           sem er svo frumuhá að hún er eiginlega ekki nothæf í mjólkurfram-
           leiðslu fyrir okkur mannfólkið en virkar fínt sem kálfafóstra.

                 kl 10.30
                 Þegar við Guðni Reynir komum í hálftíu fjós var kominn kálfur,
           það var ekki von á Þessum kálfi fyrr en 3 apríl en kálflurinn er
           bara sprækur, rauð kvíga, og kýrin hún Doppa er bara hress líka,
           það var samt ekki kominn neinn stálmi í hana að ráði og þegar ég
           ætlaði að ná í nokkra dropa í kálfinn þá kom bara hreint blóð úr
           öllum spenum og ekki mjólkurdropi.  Hef aldrei lent í þessu áður
           en stundum er mjólkin  blóðlituð en þetta er nú aðeins meira en
           það, en þar sem Doppa er hress verður maður bara að sjá til held
           ég hvenær þetta fer í lag en væntanlega gerir það það.

               Það var bara voða gaman á ballinu í gær, ég fékk meira að segja
           happadrættisvinning en það var flísteppi, gaskveikjari og klipping,
           ekki veitir nú af svona rétt fyrir ferminguna hennar Siggu en hún á
           að fermast 18 apríl.

26 mars 2004

                Prinsinn er kominn í pössun og ætlar að verða um helgina, hann
           er alveg æði ekki að spyrja að því.

                 Árshátíð hestamannafélagsins hér í sveit verður í kvöld á
           Gömlu Borg hjá Lísu og Böðvari þetta verður örugglega mikið
           skemmtilegra að vera þar, en það varu svo fáir sem pöntuðu miða
           í matinn að ársthátiðin var færð af Borg yfir á Gömlu Borg.

                Hér er bara allt í róglegheitunum, rok, sól, rigning og snjófjúk
           til skiptis.

                 Sigga og Guðni Reynir fóru í Reykholt í dag að skoða skólann
           og leist bara vel á bæði kennara og krakka en þau koma til með að
           vera í Reykholti næsta vetur.

23 mars 2004

                               kl 19.30
                             
Það kom kálfur í fjósinu áðan, rauður boli í þetta sinn lifandi og
           kvígan sem á hann er bara spræk.

                  Ég þurfti að skutla Siggu til Freydísar áðan en það var MJÖG
           áríðandi en Freydís var ekki í skólanum í dag og Sigga var líkast til
           með fráhvarfseinkenni hehehe.

                Ég fór svo í jarðaför í morgun en það var verið að jarða hana
           Boggu í Vatnsnesi.

22 mars 2004

                                kl 11.30
                Það kom kálfur í fjósinu áðan, svatur boli. 

               Guðni Reynir er veikur heima hann er með hita og beinverki
           karlgreyið, hann átti að keppa fótboltaleik í dag og það er ekkert
           verra en að missa af því að keppa held ég.

 

21 mars 2004

               kl 11.30
                Það er bara rok hér í dag og frekar kalt þessvegna.  Kvígan er
           hreinlega bara að ná sér á strik, var sett inn í hlöðu í gær og í
           morgun hljóp hún um allt þannig að það ætti að vera yfirstaðið það
           versta vona ég.

20 mars 2004

                 Það er búið að vera gott veður og ég verið að slást við rigerð...
           það tókst loks að skila og á réttum tíma er nú ekki viss um að þessi
           ritgerð sé upp á margar kommur en sjáum til.

                Hann Kersins Bangsi lenti víst undir bíl í gærkvöldi og er dáinn
           þetta er alveg skelfilegt svona yndislegur hundur.

19 mars 2004

             kl 17.30
                                
Það er afmælisdagurinn hans Guðna Reynis í dag og gott ef
           hann er ekki orðinn 15 ára drengurinn.
Til hamingju með daginn
           Guðni Reynir okkar.
  

                 James Bond er seldur og er þessa stundina á leið á nýtt heimili
           við Dalvík mér sýndist hann vera alsæll með að vera aðal...

                   Kvígan sem bar í gærkvöldi er ansi slöpp en það er þó hægt að
           koma henni á lappir en hún stendur þó ekki nema í 10 mín í einu.

18 mars 2004

                          kl 19.30
                                  
Það var fyrsta kálfs kvíga að bera hún gat auðvitað ekki borið
           sjálf kálfurinn einhvað snúinn og með afturfæturnar fyrst, Bensi
           Bjössi og Guðni Reynir reyndu eins og þeir gátu en ekkert gekk svo
           kom Gústi á Stærri-Bæ með burðartjakk en ekkert gekk heldur svo
           fyrir rest var hringt í Gunnlaug dýralækni sem var auðvitað enga
           stund að ná kálfinum, þetta hljóðar undir algjöra snilld og kannski
           áralanga reynslu.

                          kl 15.30
                                
Ég er búin að vara að slást við ritgerð í dag það er svona að vera
           á síðustu stundu með allt.

16 mars 2004

                            kl 15.30
                  Bæði Doppa Dóra og Brella eru farnar að lóða, það eru um það
           bil fimm og hálfur mánuður síðan þær lóðuðu síðast, nú ef þær
           halda sig við þetta þá ættu þær að lóða í byrjun september næst og
           það er alveg spurning hvort ég geti parað Doppu Dóru þá en það
           væri þá hennar þriðja lóðarí en hún verður ekki tveggja ára fyrr en
           16 des minnir mig það er nú alveg á mörkunum að það mundi
           ganga en ætli það sé ekki nægur tími enda er ég ekki búin að velja
           hund ennþá en það eru örugglega einhverjir sem eru tilbúnir að
           hjálpa mér að velja hund en það er samt ekki hlaupið að því þar
           ég var að hugsa um að velja hund sem gæti haft mórautt á bak við
           sig þannig að hvolparnir hennar Doppu Dóru ættu möguleika á að
           gefa mórautt í framtíðinni en það er full mikil bjartsýni að fá
           mórautt undan henni sjálfri en maður veit svosem aldrei.
 

                  kl 13.30
                  Það virðist alltaf vera einhver hreyfing í sumarhúsalóðasölu
           en það var stanslaus umferð í hverfinu um helgina.  Það var svo ein
           lóð seld í dag skilst mér.

                  Það er von á sláturbíl í dag en það fara tvær kýr önnur er
           orðin svo stirð að hún gegnur varla og hin með ónýtt júgur.

                 Nú svo er Bjössi að töltsetja þann bleikvindótta, því fylgir
           einhver vöðvabólga skilst mér en ekki vill hann þó fella klárinn..

                 Bjössi reif undan jörpu folunum okkar og ætlar að lauma þeim
           út í góða veðrið, en það á svo að taka þá í sumar og temja meir en
           þeir eru á fimmta vetur og þetta dugar í bili.

                 kl 11.30
                               
Það er bara gott veður í dag samt er ekki alveg eins hlýtt og í
           gær og aðeins meiri vindur.  Sigga fór í Skálholt í morgun á
           fermingarbarnamót það veður örugglega voða gaman hjá þeim.

                 Búin að taka einhvað af myndum af James Bond hann er svo
           rólegur þegar hann er hér inni, heldur að hann sé köttur held ég og
           vill bara kúra.

15 mars 2004

                Við Bjössi fórum út að Borg til Brynhildar og Sibba að sækja 2
           kýr verðrið var frábært og gekk rosalega vel, við fengum meira að
           segja kvígukálf með.

               Glóra hans Guðna er öll það gekk ekkert að koma henni á fætur
           og þegar þannig er þetta vonlaust dæmi enda Baula ansi sver og
           þung.

14 mars 2004

                          kl 13.30
                               
Reikna með að þurfa að fara aftur til Brynhildar og Sibba og
           fá fleiri kýr, en þessar 4 sem við fengum í febrúar eru að lukkast
           mjög vel og virtist flutningurinn og breytingarnar ekki bíta neitt á
           þær.

                          Glóra liggur enn og ekki lýst mér á það ef hún fer ekki á lappir
           fyrir kvöldið.  Maður þarf að fá einhver poka eða einhvað til að
           geta híft þessar kýr upp sem liggja svona þannig að blóðið kæmist
           aðeins á hreyfingu hjá þeim.  Við höfum prufað fóðurbæstissekkina
           og gert á þá göt á réttum stöðum en því miður rifna þeir yfirleitt.

                          Það er alveg frábært veður og logn, loksins það fer vonandi að
           verða þannig veður að yngri krakkarnir komist á hestbak án þess
           að fjúka af.

                kl 10.30
               Þegar við Bjössi komum í fjósið í morgun var Glóra ein af kúnum
           hans Guðna komin með doða, hún átti tal 19 mars þannig að við
           vorum farin að fylgjast með henni, það var kýkt á hana um
           miðnætti í gærkvöldi og þá var hún í lagi, en semsagt kl 6,00 í
           morgun steinlá hún í doða, við skelltum í hana kalki og þá fékk hún
           þá hugmynd að bera, kálfurinn var þrælsnúinn og um kl 7,30 gáfust
           Bjössi og Bensi upp og hringdu í Gunnlaug dýaralækni, hann var
           bara augnablik að ná kálfinum, sem var dautt naut, nú svo setti
           hann allskonar lyf í kúnna og nú er bara að vona að hún lifi þó ég
           sé nú ekki bjartsýn á að hún nái sér upp en við vonum það besta.

12 mars 2004

                Nú er ég aldeilis kát það bara virkar pósturinn líka hvernig sem
           á því stendur nú er bara að vona að uppfærslan virki líka.  Og það
           virkaði.  Það ekki hægt að bara saman hraðann á þessu það munar
           svo miklu, á ekki von á öðru en að þetta svínvirki úr þessu.

11 mars 2004

                Jæja það er búið að laga tenginguna, en einhvað vesen með
           póstinn en það er sama ég er ekki að pirra mig mikið á því fyrst
           tengingin er komin í lag og msnið.

                 Jæja nú er ég búin að fá loforð fyrir því að emax menn komi í
           dag, ég ætla að vona að það sé hægt að laga þetta því að ef þetta
           virkar ekki hér hjá mér sem er staðsett við Seyðishólinn þar sem
           sendirinn er þá er ég hrædd um að það séu fleiri staðir þar sem
           þetta á ekki eftir að virka á.  En þar sem þetta virkaði rosalegt
           vel fyrsta mánuðinn þá hlítur þetta að komast í lag, það er jú
           ansi dýrt og seinvirkt að vera tengdur í gegnum símalínu þegar
           maður er búin að kynnast þessari háhraðatengingu.

               Held að Dóra frænka eigi afmæli í dag, það er allavegana annað
           hvort hún eða Bubbi ég veðja á Dóru líkast til er Bubbi þá búin að
           eiga afmæli, allavegana til hamingju bæði tvö.

10 mars 2004

                       Það var að fæðast kálfur undan henni Baulu sem hann Guðni
           Reynir á, Baula er fyrstakálfskvíga undan Kaðli sem er voða fínt
           naut.  Það kom auðvitað nautkálfur sem er skjöldóttur en hvað um
           það, kálfurinn er allavegana lifandi og Baula hress.

               Bensi Kristín og Einar Óli komu frá Kanarý í gær og það var
           víst voða gaman.

              Nú verður farið í að fá einhverjar niðurstöður úr boruninni og
           eins að finna út hvert framhaldið verður.

8 mars 2004

               Það bólar ekkert á mönnunum með hitamælinn til að mæla
           hitann í dýjinu en  vonandi fer þetta að skýrast.

7 mars 2004

                Það kom kálfur áðan undan Ljómu hans Guðna Reynis,  Ljóma
           átti að bera 27 feb þannig að hún er búin að láta bíða dálítið eftir
           sér.  Við vorum farin að hafa áhyggjur af henni, en burðurinn gekk
           mjög vel en kálfurinn var dauður, það er spælandi en skárra að
           missa rautt naut sem þetta var heldur en að missa hvíta kvígu eins
           og þetta átti að vera,,,,

              Steini var að senda mér nýja mynd af Eddu sem ég er búin að
           setja inn, hann er alveg ótrúlega duglegur að mynda hann Steini,
           nú er bara að bíða og sjá hvernig Kötlu gengur hjá honum á
           sýningunni í dag ég er voða spennt og eins að vita hvernig Bangsa
           gengur.

6 mars 2004

                Kersins Katla var aldeilis flink en hún var besti hundur tegunda
           í dag og vann svo sinn tegundarhóp, þannig að á morgun keppir
           hún um besti hundur sýningar.

               Edda mín mætti líka á sýninguna en Hildur frænka hennar Írisar
           sýndi Eddu, Edda stóð sig alveg eins og drottning, alltaf tilbúin að
           sýna sig.Edda fékk fyrstu einkunn og meistaefni sem er mjög gott,
           við vorum aðeins að hafa áhyggjur af því að hún væri of feit en það
           var ekkert sett út á  holdafarið á henni, hún hefur örugglega brosað
           fallega til dómarans.

                Það átti að halda áfram við borframkvæmdir í dag en einhver
           hitamælir var víst bilaður þannig að borararnir fóru með borinn
           niður á Hraun þar sem á víst líka að bora og koma væntanlega
           aftur eftir helgi með einhverja græju til að mæla hita og einhvað. 
           Það er svosem ágætt en Bensi og Kristín koma heim á þriðjudag og
           ágætt að þau séu líka heima til að ákveða framhaldið.

5 mars 2004

              Kersins Bangsi sem býr fyrir vestan hjá henni Kollu vann yngir
           flokk hvolpa og á að mæta aftur á sunnudag og keppa um besti
           hvolpur sýningar.

              Klukkan er að verða 22 en það er dálítill tími síðan bormennirnir
           fóru þeir voru komnir niður á 90 metra og þó dálítið af vatni en
           ekki mjög heitt, veit ekki hvort þeir eru komnir í gegnum klöppina
           eða hvað en þeir koma aftur á morgun og þá verður einhver hiti
           mældur og kannski borðað lengra en það var talað um að byrja á
           100 metrum og sjá svo hvað setur.

                Það var byrjað að bora tilraunaholu núna um hádegi, ég kýkti
           svo á þetta um 15,30 þegar ég fór með kaffi handa köppunum og
           þetta gengur bara vel, þeir koma svotil strax niður á klöpp sem er
           víst gott og voru komnir niður á 30 metra.  Nú er bara að bíða og
           vona það besta.

              Hundasýningin byrjar í kvöld og þá eru það hvolparnir og ég er
           voða  spennt að frétta hvernig gengur hjá þeim en þeir eru auðvitað
           flottastir..

             Netið er búið að vera að stríða mér get ekki sent póst sem er alveg
           hræðilegt en get tekið við pósti.

2 mars 2004

            Það er brjálað rok og rigning og á víst eftir að vesna veðrið.  Bensi,
           Kristín og Einar Óli eru að fara til Kanarýeyja í dag og ætla að
           verða í viku, það er ekki laust við að maður öfundi þau aðeins en ég
           reyndi mikið að fá Einar Óla til að skipta við mig en ekki leist
           honum á það.

             Við erum búin að semja við Guðmund Rúnar um að sjá um
           sumarhúsalóðasöluna fyrir okkur þetta er alveg grand að fá hann í
           þetta, hann kann á allt kerfið og ágætt að hafa þetta bara á einni
           hendi.

1 mars 2004

               Það er heilmikið spurt um sumarhúsalóðir, það var ein seld um
           helgina og svo komu 2 að skoða og eru víst heitir, nú og svo eru
           einhverjar fyrirspurnir á netinu þannig að það eru einhverjir sem
           detta inn á síðuna mína.

              Það er bara rigning núna, allt hálf blautt og skítugt úti finnst mér.

 

 

29 feb. 2004

                 Halla Karen og Sverrir komu svo og sóttu Prinsinn sinn, held að
           hvolpurinn hafi verið ósköp feginn að sjá þau.

                Fór með Dóra og Steinar á fótboltaæfingu á Selfoss og notaði tímann á
           meðan og kýkti á Hörð og Stínu og hvolpana, hvolparnir eru bara ansi
           fallegir og rosalega þægir.

                Það er bara þýða og rigning í dag sem veldur því að Lindi og Sóli sem
           eru í girðingunni við eldhúsgluggann minn, hlaupa fram og til baka og
           spæna allt upp sem er ekki gott.   Bjössi ákvað því að taka þá inn svo það
           verði ekki allt útvaðið, en girðingin þar svo að vera í góðu standi í vor
           svo ég geti haft merarnar mínar við eldhúsgluggann þegar þær kasta.

               Ég á von á að það verði hér tvær stelpur í ca. 7 vikur í sumar þær eru
           sænskar og vilja endilega fá að koma, veit ekkert af hverju þeim datt í hug
           að pikka út þessa heimasíðu, en kannski var ég bara sú eina sem svaraði..

28 feb. 2004

                Linda og Hringur, Kolla og Skella og svo Solla og Skellir komu í
           heimsókn áðan það var voða gaman að sjá þau öll.

                Við Valdi Reynis fórum á HSK þing í Þykkvabæ í morgun, það er nú
           ekki hægt að segja með góðri samvisku að þetta sé skemmtilegt en
           einhver verður  að fara.

                 Það var slæmt ástand í fjósinu í morgun þegar Bensi og Kristín mættu í
           fjós en þá var ein kýrin bara dauð.. hún var geld og átti að bera um miðjan
           apríl, þetta er skelfilegt að lenda í þessu.

                Sverrir kom einhverntímann í gærkveldi eða nótt með Prinsinn sinn í
           pössun þessi hundur er BARA flottur.

26 feb. 2004

              Lítið gerst í dag þó fæddist einn nautkálfur í morgun undan fyrstakálfs
           kvígu sem var komin að burði fyrir viku fannst mér,,, ekki mikið að marka.

               Kolla Gr hringdi í dag, gengur svona ljómandi vel með Bangsa en ekki
           eins vel með blésótta klárinn, vonandi lagast það samt.

25 feb. 2004

                   Lítið hefur maður nú gert í dag en ég dröslaðist þó út og tók nokkrar
           myndir af henni Gloríu handa henni Helgu Rós og svo tók ég myndir af
           sparimerunum mínum þeim Hryðju og Hæru en þær setti ég inn á síðuna
           undir hestar og svo rækun.

24 feb. 2004

                 Guðni Reynir, Bjössi og Bensi ráku allt féð sem var heima við og nú
           eru allar kindurnar vesturfrá.

                 Það fóru tvær kýr í sláturhús áðan, nýju kýrnar frá Brynhildi á Borg
           eru bara að gera það gott og því er hægt að losa sig við gamlar kýr sem
           eru með einhverja júgurgalla.

                 Það virðist vera að lifna yfir sumarhúsalóðasölu, en það er þó dálítið
           hringt og spurt þessa dagana.

23 feb. 2004

                 Við Dóri erum ein heima þessa stundina Sigga er hjá Freydísi, og er
           einhver hissa? Og Bjössi fór með Guðna Reyni á fótboltaæfingu.  Nú Dóri er
           að dunda sér við að vaska upp og ég að gera ekkert eins og vant er.

                Bensi talaði við Ræktó í morgun og það gæti bara verið að það yrði farið
           að bora eftir vatni öðru hvoru megin við helgina.   Spennandi...

                 Nú er það hann Oddbergur sem á afmæli í dag og er aftur orðinn jafn
           gamall Stjána.
Til hamingju með daginn Oddbergur.

22 feb. 2004

                  Hann Kristján frá Orkustofnun kom áðan að skoða Dýið okkar og að
           mæla hitann, hitinn á vatninu sem er þarna er um +10°C sem er ekki slæmt
           í -10°C frosti.  Það var  gengið þarna fram og aftur og niðurstaðan var sú að
           það er ekki spurning um að bora segir hann  og þá ekki nema um 60-100 M.
           til að byrja með  og næsta skref er svo  að tala við Ræktó og fá þá í verkið.
                   Mikið yrði það yndislegt ef maður fengi nú heitt  vatn hér og ekki
           skammtað heheh eins og það yrði að vera ef við þyrftum ekki kaupa það
           annar staðar frá.

                 Aftur kominn skítakuldi það var um -10°C í morgun þegar ég vakaði, en
           þokkalega bjart veður samt.

21 feb. 2004

                Ég held bara að hún Magga svilkona eigi afmæli í dag, Til lukku með
           daginn Magga okkar með kveðju úr Miðengi.
Nú aldurinn á henni Möggu
           er einhvað svipað og í fyrra...

                Boltinn gekk víst bara ágætlega, Dóri hitti Ívar besta vin sinn skildist
           mér, sem var nú alveg til að bjarga deginum en útslitin í leikjunum voru
           ekki það fyrsta sem mömmunni var sagt frá...

                  Bjössi og Jonni fóru í morgun með Dóra og Steinar til Þorlálshafnar
           en strákarnir eru að fara að keppa í fótbolta í HSK mótinu, það er mæting
           kl. 10.00 þeir eru báðir í liði 1 núna það er ágætt að hafa þá saman í liði.

20 feb. 2004

               Ég fór með Mikkel í flug í morgun, það gekk voða vel bíð svo eftir að
           frétta frá Danmörku hvernig gekk.

18 feb. 2004

                 Ugla nýja kýrin okkar sem kom að vestan í dag tók sig til um níuleitið
           í kvöld og bar það kom rauð kvíga.

                Jæja nú er ég búin að fara vestur að Borg til Brynhildar og Sibba og
           kaupa kýr við fengu 4 stykki, 3 bornar og svo hún Ugla sem er að hugsa um
           að bera í kvöld held ég bara.  Ferðin gekk ótrúlega vel þrátt fyrir að
           það væri rigning allann tímann og ROK sem var bara svindl því spáin
           hljóðaði sko ekki upp á svona mikinn vind og dagurinn valinn með það í
           huga.  En hvenær hefur svosem spáin staðist?

                Nú það fór svo ein kýr í sláturhús í morgun.

                Svo á hún Halldóra frænka mín afmæli í dag, veit að hún er yngir en ég
           og aðeins eldri en Stjáni sem átti afmæli þann 16 feb. en hvað um það
Til
           hamingju með daginn frænka.

17 feb. 2004

                Það stendur til að fara vestur á morgun til hennar Brynhildar á Borg
           og kaupa sér kýr.  Ég reikna með að Guðni Reynir og Bensi fari á
           kassabílnum, en við Bjössi þurfum að byrja á að skjótast í bæinn í
           fyrramálið en stefnum svo á að ná vestur og jafnvel á undan þeim hehehe

                 Ég fór með bæði Mikkel og Bondinn í dýralæknisskoðun áðan og viti
           menn, aukablásturshljóðið sem var í hjarta Bondsins er bara alveg horfið
           þannig að hann er útskrifaður og alheilbrigður og nú er bara að finna
           handa honum heimili. 

                    Mikkel á flug á föstudaginn til Danmerkur, er hrædd um að Bondinn
           verði hálf einmanna eftir svo það þarf bara að fara að finna einhvað sniðugt
           handa honum.

                Haukurinn er búinn að fá nýtt nafn nú heitir hann Kersins Mikkel,
           það er jú best að hundurinn heiti það sama í ættbók og hann er kallaður
           heimafyrir.  Ég á von á að fá flug fyrir hann næsta föstudag.

16 feb. 2004

                Haukur í horni er seldur hann fer til Danmerkur og vonandi
           fæ ég flug fyrir hann fyrir helgi.

               Ég var að setja inn mynd á forsíðuna af Dóra mínum og liðinu
           hans en þeir voru að spila fótbolta á Njarðvíkurmótinu í gær.

                 Stjáni frændi á afmæli í dag hann er nú ekki búin að hringja og
           bjóða mér í veislu, en
Til hamingju með daginn Stjáni minn það er
           svo spurning hvað hann er gamall drengurinn en hann er fæddur
           ´77 svona cirka,,, svo það fer að styttast í að hann verði þrítugur.

15 feb. 2004

                Ég, Dóri og Steinar fórum um kl 6.30 í morgun af stað á Selfoss
           en við vorum á leið á Njarðvíkurmótið í 6. fl.  Selfossliðið mætti
           með 4 lið og það var rosagaman, menn miskátir eftir mót ég heyrði
           í einum sem spilaði með Aftureldingu að hann ætlaði að hætt að æfa
           fótbolta, hvað sem verður en ég heyrði þetta hljóð ekki í Selfoss-
           strákunum, þeir báru sig vel hvernig sem leikirnir fóru.  Á von á að
           fá sendar myndir af liðið 4 þar sem Dóri var í markinu og stóð sig
           rosalega vel.

14 feb. 2004 

               Voði á afmæli í dag og ég held bara að hann sé 7 ára allavegana
           ekki eldri, nú Sævar Ingi á líka afmæli í dag og er 13 ára.
Til
           hamingju með daginn báðir tveir...

              Það var gert spattpróf á þeim gráa í gær og kannski er hann bara
           einhvað stirður,,,

               Það var matarklúbbur í Klausturhólum í gærkvöldi og bara
           mjög góða mæting, Snæbjörn komst ekki þar sem hann var á
           sjónum og Birkir kom einhvað seint þar sem hann var á einhverju
           námskeiði.

13 feb. 2004 

                        Geir kom í heimsókn hann var að vinna þ.e að keyra einhvern
           hóp sem hann skilaði í kvöld og á svo að sækja í fyrramálið og
           koma til Reykjavíkur, og notaði tækifærið og kýkti í heimsókn og
           gistingu.

                      Internettengingin mín er einhvað að stríða mér þessa dagana en
           vonandi fer þetta einhvað að lagast.

                        Bjössi heldur að grái klárinn hans sé spattaður það er ekki gott
           mál, ég nýbúin að selja hinn hestinn hans og svo reynist þessi
           spattaður.  En það er svosem ekki búið að gera spattpróf en Bensi
           gerir það örugglega einhvern daginn.

               Enn lifir rollann en hún er bara búin að vera ansi spræk, en í
           í morgun var hún aftur afvelta en var fljót að fara á lappir þegar
           ýtt var við henni.

              Það var svo ein dauð lambgimbur í morgun og engin sýnileg
           ástæða hún hefur bara drepist án þess að spyrja nokkurn mann
           ráða.

11 feb. 2004

            Það kom annar kálfur seinnipartinn í dag, rosalega stór og fast
           naut sem varð að draga úr.  Þetta naut fer á Bíldsfell til Gumma og
           Stínu.  Það fæddist svo hjá þeim kvíga í dag sem Guðni Reynir á, en
           þau fengu hana Skrautu með því skilyrði að ef það kæmi kvíga þá
           fengi Guðni Reynir hana.

10 feb. 2004

                Sigga var hálf slöpp þegar hún fór í skólann í morgun en hún
           vildi ómögulega vera heima og skellti sér, hún hringir þá ef hún vill
           láta sækja sig.

               Það kom kálfur í fjósinu í morgun, rosalega fallega skjöldótt
           kvíga undan kú sem er á nautsmæðralista og einhverju voða fínu
           sæðingarnauti.

               Bensi bróðir er búin að tala við Kristján út af  vatninu og hann
           ætlar að koma um helgina og skoða, hann vill samt meina að ef við
           þurfum að fara neðar en 250 metra þá er það vatn ekki nothæft, en
           ef það skildi koma 70°C heitt vatn á innan við 250 m þá erum við í
           góðum málum.  Nú er  bara að sjá það er hægt að bora einhverjar
           tilraunaholur og sá kostnaður ætti að vera innan við 500 þ þannig
           að þessar tilraunaholur ættu að gera gefið okkur uppl. um hvort
           það er vatn og hversu heitt.

9 feb. 2004

              Það er loksins að hlýna og ég gat sett hvolpana út þá Hauk í horni
           og James Bond, þeir voru voðakátir að geta verið úti í snjónum og
           skoppað um.

8 feb. 2004

                 Það er aðeins byrjað að hlýna en er þó um -7°C og klukkan að
           verða 21.30.  Bensi og Bjössi kýktu út í Dý í dag ásamt Sigurjóni á
           Brjánstöðum en það stóð til að grafa djúpa holu með gröfu og mæla
           svo hitann í botninum á holunni og sjá hvort einhver möguleiki væri
           á að þarna væri heitt vatn.  Og viti í þessu frosti sem er búið að vera
           undanfarið þá var þarna allt bullandi í rennandi vatni sem var ekki
           mjög kalt og bræddi greinilega snjóinn og frostið í kring.  Nú það
           þykir því óþarfi að grafa holu heldur stendur núna til að fá hann
           Kristján sem ert algjör galdramaður að finna heitt vatn og fá hann
           til að meta hvort og jafnvel hvar skal bora tilraunaholur og sjá
           hvort það er einhver grundvöllur að finna þarna heitt vatn en það
           er ansi þreytandi að bíða alltaf eftir að Orkuveitan vilji leggja vatn
           hingað, það var gerð 5 ára áætlun fyrir ca 2 árum og við vorum
           ekki inni í þeim pakka, þó er möguleiki að ef sumarhúsabyggðin
           ríkur upp á fáist þeir til að koma en ekki inni í myndinni að leggja
           heitt vatn hér heim að bændabýlinu nema við séum í leiðinni,
           þannig að við erum að athuga þennann kostinn.

                 Það er skítakuldi hér ennþá, rollan var aflvelta í morgun þannig
           að batahorfur eru ekki eins góðar og vonir stóðu til.  Henni tókst
           þó í gærkveldi að koma sér yfir jötuna eða grindverkið án þess að
           gefa nokkra skýringu á því.

              Ormalyfsgjöfin tók ansi langann tíma sérstaklega miðað við að
           brúsinn með ormalyfinu er enn óopnaður á kaffistofunni,
           verkstjórninn einhvað klikkað en þetta verður þá bara gert um
           næstu helgi.

               Sverrir og Halla Karen fóru með Prinsinn sinn á Selfoss áðan,
           hann ætlar að vera hjá afanum og ömminni (foreldrum Höllu
           Karenar) þar til þau flytja í húsið sitt en það er allt að verða klárt.

7 feb. 2004

               Bræðurnir ætla að dunda sér í kvöld við að gefa hrossunum
           ormalyf, held að Sverrir ætli að hjálpa ,,Gömlu mönnunum" með
           þetta en það er ekki alveg víst að folöldin verðir kát með þetta.

               Það er aftur komið -13°C en ekki mjög hvasst sem betur fer og
           enginn skafrenningur í augnablikinu.  Rollan er öll að sprækjast en
           en nú samt mjög skrítin hún étur en rolast um húsið, gengur
           stundum aftur á bak en stundum áfram eða í hringi, hún er samt
           eins og hálf lömuð öðrumegin í hausnum.

               Nú er aftur veik rolla, við erum með ærnar í tveimur húsum og
           þessi kemur úr sama húsi og hin sem varð að lóga.  Þessi hagar sér
           dálítið öðruvísi en hún var blind í morgun og ef hún heyrir hljóð
           hleypur hún á það en hún er nú einhvað að hressast, farin að sjá,
           (var kannski bara með snjóblindu) er samt eins og einhvað skökk,
           en hleypur um allt, við verðum bara að sjá til hvað verður en hún
           gæti verið með Hvanneyrarveikina eða einhvað annað það kemur í
           ljós.

               Var að linka inn fullt af graðhestum, undir hestar og svo ræktun,
           endilega kýkið á þetta, þarna er t.d Kjalar sem á fylið í Hryðju.

               Það var -13°C í morgun þegar við fórum í fjós og skafrenningur
           líka, það hafði fennt inn um eina viftuna í fjósinu og kúin sem var
           rauskjöldótt í gærkvekdi var hvít í morgun, auðvitað var þetta kú
           sem var nýlega búin að ná sér eftir hita og júgurbólgu, en var samt
           ekki komin á neitt skrið með að fara að mjólka aftur en þó ca 10 l á
           dag.  Það voru um 5 l í henni í morgun og hún var svo kát að komst
           af básnum að hún skoppaði um allt fjós og var svo fljót að velja sér
           betri bás þegar búið var að mjólka.  Bjössi lagaði svo þar sem blés
           inn þannig að þetta ætti að vera í lagi í bili.

6 feb. 2004

               Það var ágætt veður í dag, svona fyrri partinn en seinni partinn
           fór að skafa og um kvöldmatarleitið var hér alveg þrifandi bylur,
           ég var á Selfossi og þar var þetta fína veður og það fór ekki að
           vesna fyrr en ég koma upp að Keri en þá sá vart á milli stikanna.

              Guðni Reynir fékk að fljúga í dag, hann er enn að berjast við
           folann hans pabba síns en þetta er foli sem verður 4 vetra í vor,
           það hefði ekki verið spennandi að byrja á honum eftir ár en þetta
           gekk ágætlega fyrstu ferðirnar en svo fór folinn að sýna hrekki og
           nú vesnar hann smá saman, og semsagt fékk drengurinn flugferð en
           sem betur fer sá ég ekki til hans ég hefði líklega alveg orðið vitlaus
           en strákur fór  bara á  bak aftur og toldi þá á baki en folinn reyndi
           víst mikið til að koma stráknum af baki aftur.

5 feb. 2004

               Það er búið að snjóa dálítið í dag en annars ágætt veður, stóru
           börnin það er Guðni Reynir og Sigga eru á skólaballi sem er líka
           Þorrablót, þessi skemmtun er í Aratungu og þarna koma krakkar
           víða af suðurlandinu, það væri gaman að fylgjast með hversu mörg
           þeirra borða þorramatinn, en Sigga talaði um að það yrður pizzur
           líka, Guðna Reyni er meira sama.

4 feb. 2004

                 Komst að því í dag að það er til grjóttínsluvél til að tína
           grjót úr flögum, var farin að halda að þetta væri einhver brandari
           en viti menn þessi græja er til og virkar, slóðin á vefin þar sem
           hægt er að skoða þetta er
 http://www.vermeerag.com/equip/rp6084.html

               Það kom sálturbíll áðan og við sendum eina kú í sláturhús en
           hún er búin að mjólka vel í gegnum árin og var komin á
           nautsmæðralistann en var orðin svo frumuhá og hálft júgrað
           orðið gelt þannig að það var engin framtíð í henni meir.

                Það er alveg frábært veður sól og logn, ég var að setja inn mynd
           af Linda sem ég tók áðan, myndin mætti svosem vera betri en það
           kemur vonandi betir mynd bráðlega.

               Ég ætti að vera að vinna að verkefini í fóðurverkun en er að
           reyna að finna mér einhvað annað að gera en ég reikna nú með að
           skila því á réttum tíma.

               Ég var að skoða heimasíðu í gærkvöldi, þetta er síða hjá konu í
           Reykjavík sem er með svona svipaðann dálk og ég er með hér, voða
           gaman að fylgjast með hvað fólk er að dunda nema hvað ég veit ekki
           hvað þessi kona er gömul en held þó að hún sé á milli tvítugs og
           þrítugs, hún á allavegana 2 börn, sem er ekki í frásögu færandi
           nema að ég var varla byrjuð að lesa þegar ég þurti að gala í Siggu
           og fá þýðingar... hvað þýðir e-h..jú þetta þýðir víst einhvað, e fyrir
           ein og h fyrir hvað......þetta er jú alveg sjóst eða hvað?   Mér
           finnst alveg skelfilegt hvað krakkarnir eru orðnir latir við að
           skrifa en þau eru alltaf að flýta sér og nota svona skammstafannir
           í sms og á msn.........jæja það þýðir ekki að aragst yfir þessu er
           svosem ekki sú besta í stafsetningu en reyni þó að klára orðin sem
           ég þarf að koma fá mér.  Ætli sé ekki best að hætta þessu nöldir
           (Bjössi úti svo hann þarf ekki að hluta á þetta) og klára verkefnið.

2 feb. 2004

                 Blésótti klárinn flaug í gegnum læknisskoðun þannig að nú er
           bara að bíða eftir að Kolla skarti honum á landsmóti 2010 eða
           kannski einhvað fyrr.

                 Sá að Sigga mín er búin að gera sér heimasíðu dugleg stelpa.

                 Rósa er komin til Danmerkur og gekk ferðin bara vel.  Nú hann
           Blési sem heitir reyndar Feykir er komin á Grundarfjörð og sú
           ferð gekk ljómandi vel líka.

               Var að setja inn nýjann link undir Íslenskir hundar í Danmörk
           er tíkin sem á þá síðu heitir
Nissumlund’s Ardis
          

1 feb. 2004

                 Hér gerðist víst kraftaverk í nótt, það er alltaf þannig að ef
           einhvað verulega merkilegt gerist þá sef ég það af mér, en þetta er
           semsagt í frásögu færandi og réttast að þið settust áður en þetta er
           lesið....
Birgir á Hæðarenda fór á hestbak í nótt og það eru vitni að
           að því....

                Urður er komin á Akureyri og sú ferð gekk ljómandi vel.

                  Kersins Rósa hvolpur númer 6 á flug núna um kl 12,00 til
           Kaupmannahafnar við skulum vona að allt gangi vel enda ekki
           ástæða til annars, en það er stelpa frá Selfossi sem heitir Auður sem
           tók Rósu með sér.

                Það er enn svona rosalega kalt um -10 °C

                Þorrablótið tókst ljómandi vel á föstudagskvöldið, í gær var svo
           hér annar í þorrablóti , sumair skelltu sér á skauta aðrir á hestbak,
           og enn aðrir horfðu á, það var skelfilega kalt og því voru menn ekki
           lengi að, en um kvöldið var pöntuð pizza og Hæðarendafólkið kýkti
           í heimsókn, við erum ekki enn búin að gefa upp alla von um að gera
           Birgir að hestamanni...

                Nú ég fór í hestakaup við Adam í gær, hann féll alveg fyrir nýja
           tryppinu og ég fékk Drottningu í staðin en það er leirljós hryssa
           undan Odd frá Selfossi og Perlu gömlu, þessi hryssa er fylfull við
           Linda en Adam ætlar að eiga folaldið sem kemur.

30 jan 2004

                  Kolla Gríms kom áðan með folann hann lítur bara vel út, við
           sýndum henni rauðblésóttann 6 vetra klár og viti menn hún fór með
           hann með sér enda flottur klár en þarf mikla vinnu og þolinmæði.

               Það er enn mikið frost það var um 12 þegar ég fór í fjós í morgun
           og ég held að það sé bara ekkert að hlýna.

                Kindin sem var með Hvanneyrarveikina var ansi léleg í morgun
           og var lógað.

                Ég var að eignast fola sem ég fékk í einhverju braski, það er von
           á honum í dag en hann kemur af Snæfellsnesinu, hann er
           rauðblésóttur og af miklu klárhestakyni eða þannig á afa sem heitir
           Gustur frá Grund og í hina ættina er einhverstaðar Ófeigur frá
           Flugumýri.  Þessi foli verður veturgamall í vor og vonandi finn ég
           nafn sem hæfir eins og alltaf.....

29 jan 2004

               Það var frekar kalt í morgun en um kl 16,00 var frostið komið í
           -8 °C nú þegar ég fór í fjós um kl 17,00 var það orðið rúmlega
           -10°C og núna er klukkan 18,30 og frostið orðið -12°C.  Hvolparir
           geta lítið verið úti í þessum kulda en þeir rétt stinga út nefinu.

               Nú kindin lifir enn en ég er ekki bjartsýn á að hún lifi lengi.

               Annað kvöld stendur til að fara á þorrablót hér í sveit það eru
           örugglega hátt í 20 manns sem eru að fara frá Miðengi, nú svo á
           laugardaginn stendur svo til að karlpengingurinn fari í útreiðar
           og konurnar ætla að skella sér á skauta... nú svo verður pizzuveisla
           í hesthúsinu um kvöldið.

28 jan 2004

             Sverrir hringdi í morgun til að athuga hvort ég væri nokkuð dauð
           þar sem ég hafði víst ekki uppfært síðan á sunnudag þannig að það
           er einhver sem fylgist með og ég þorði ekki annað en að uppfæra.

              Við Sigga keyptum svona Webcam í gær rosasniðugt, en Sigga var
           samt svo feimin að hún þorði varla að hafa kveikt á þessari græju....

               Það er ansi kalt í dag en alveg logn og svo er sólin að rembast við
           að ylja manni líka, Geir og Moli eru farnir í bæinn og kindin
           lifir enn og er þokkalega spræk, ég reikna nú samt með að ef hún
           á eftir að lifa verður hún einhvað undarleg í kollinum en það virðist
           fylgja þessu.

             Hvolparnir eru úti í góða veðrinu og eru rosa kátir en ég reikna
           ekki með að þeir verði lengi úti þar sem það er svo kalt,  fyrsti
           hvolpurinn er komin á nýtt heimili en þeir urðu 8 vikna á
           mánudaginn var.  Tíkin sem er farin heitir Snotra og býr í Halakoti
           á Vatnsleysuströnd, þar býr hún hjá eldri manni sem átti Íslenska
           tík sem hann missti um daginn.  Litla Snotra er víst mjög lík gömlu
           Snotru sem Ragnar átti, mjög svipaðar litaskiptingar, þetta á
           örugglega eftir að ganga vel.     Rósa á svo flug til Danmerkur á
           sunnudagsmorguninn og fer með stelpu frá Selfossi sem heitir
           Auður.

27 jan 2004

               Hér er allt í rólegheitum þessa dagana, þó tók ein kindin upp á
           því í morgun að fá Hvanneyrarveiki, hún var sprautuð í moegun og
           svo er bara að sjá til.

             Geir og Moli kíktu í heimsókn og ætla að vera fram á morgun.

25 jan 2004

              Sigga kom heim í gærkvöldi um miðnætti það var voða gott að fá
           hana heim og það var víst voða gaman hjá henni á Kanarý, hitti
           víst fullt af ættingjum og þetta var víst næstum því ættarmót sagði
           hún.

              Stjáni kom í dag og tók hestana sína en hann er með hesta í
           Keflavík og á eins og er 2 reiðhesta.

24 jan 2004

               Jæja Sigga er komin út á flugvöll þarna úti og áætluð lending hér
           heima er kl. 21,00 þannig að við getum átt von á að hún komi hér
           heim eihverntíma rétt fyrir miðnætti.

23 jan 2004

                      Reynir Már ákvað að drífa sig í sveitina og veður að sjálfsögðu
           þrælað  út.  Nú við erum svo að fara í þorramat til
           tengdamömmu eins og undanfarin ár, keypti samt pulsur til öryggis
           fyrir stubbana ef svo ótrúlega vildi til að súrmaturinn væri ekki á
           óskalistanum.

               Sigga var að senda sms, það er rosa gaman og mér skilst að það
           sé brjálað að gera við að vinna afann í billjard.

22 jan 2004

               Við Bjössi fórum með alla hvolpana 7 í heilbrigðisskoðun í dag
           þetta er heilmikið stúss í kringum þetta en allt gekk vel.  James
           Bond virðist samt vera með einhvert smá aukahljóð í hjarta þannig
           að hann á að mæta aftur eftir mánuð en Ásdís dýralæknir taldi
           nokkuð víst að þá yrði þetta komið í lag, en til að vera viss á hann
           að mæta aftur. Það voru svo allir hvolparnir viktaðið og það er
           alveg ótrúlegt hvað þeir eru jafnir, en ég setti nýjustu viktina inn á
           síðuna þeirra.

21 jan 2004

               Grindurnar voru settar niður í dag enda ekki hægt að bíða með
           það miðað við það sem á undan er gengið.

                Haldið þið ekki að ég hafi farið til Þórhalls miðils í dag, veit
           svosem ekki hvort ég á að segja nokkuð um það hér en ég er sátt.

               Kraftaverk en grindurnar í fjósið eru komnar og nú er bara að
           setja þær niður.

              Fékk sms frá Siggu í morgun og í dag á að sóla sig á ströndinni.

20 jan 2004

                  Jæja þar kom að því menn bara komnir á hestbak, eftir
           ,,smá" pásu en veðrið hefur ekki boðið upp á að ríða mikið út, en
           það var farið á bak í gærkvöldi og svo aftur í dag svo kannski er
           að komast einhver hreyfing á þetta, ekki veitir af að hreyfa hrossin
           en það þarf að fara að þjálfa fyrir hina árlegu ,,annaníþorrablóti"
           reiðtúr.

                Það er komin ný dagsetning á grindurnar og nú er búið að
           lofa að þær komi á miðvikudaginn, veit ekki hvort hægt sé að trúa
           því, geri það ekki fyrr en ég sé grindurnar komnar í hlað.

                 Sigga hringdi í gærkvöldi, brjálað að gera og mikið að
           versla, var svo að senda sms og er nývöknuð og er að fara í
           páfagaukagarðinn í dag.             

                Engar grindur komnar enn, en þetta fyrirtæki heitir Vélboði og
           það verður ekki verslað við þá aftur nema hafa samning og
           dagsektir...að gefnu tilefni við fengum líka haugdælu hjá þeim í
           vor eða fyrravor og það var sama sagan ekki orð að marka það sem
           manni er lofað í sambandi við dagsetningar á afhendingu.
     

19 jan 2004

                 Það bólar ekkert enn á manninum sem ætlaði að koma með
           grindurnar í fjósið en dagurinn er ekki búinn enn.

                  Traktorinn er loks orðinn laus, en það tók tíma sinn.

                 Klukkan er að verða hálftvö og enn moka bændurnir, og enn
           er traktorinn fastur þeir moka bæði með höndunum og eru svo
           líka með Ford sem er með ámokstursgræjum en samt er allt fast.

                Í dag ætlar maðurinn sem smíðaði grindurnar í fjósið að skila
           af sér og þar sem við erum búin að missa eins kú út af þessum
           seinagangi og svikum þá ætlar hann að færa okkur grindurnar
           heim á bæ, ég er samt ekki enn búin að sjá neinar grindur.

                 Nú er klukkan að verða 11 að morgni, og enn er traktorinnn 
           fastur, en Bjössi og Bensi eru báður að moka, vonandi losnar hann
           fyrir vorið.

               Það er alveg við forstmark og úði úti allavegana nær því að vera
           rigning en snjókoma það minnkar þá kannski aðeins snjórinn áður
           en það fer að bæta í aftur.

18 jan 2004

               Aumingja Bensi fór út að moka og mokaði í einn og hálfann tíma
           og enn situr Valmentinn kolfastur, ef ekkert gengur á morgun
           verðum við að fá gröfu eða einhvað til að losa gripinn.  Nú eða
           bíða eftir rigningunni sem spáð er.

               Einhvernveginn tókst Bensa bróðir að festa Valmentinn í gær,
           þannig að nú eru menn úti að moka með skóflu því að Frodinn
           kemst ekki að til að draga Valmentinn upp enda er hann
           pikkfastur, veit varla hvernig hann fór að því að finna stæðsta
           skaflinn og halda að hann kæmist í gegnum hann, en svona er
           þetta.

                    Við Bjössi fórum upp í kirkjugarð áðan að kýkja á afa og ömmu
           þetta leit allt mjög vel út og enginn snjór í garðinum sjálfum bara
           smá brölt að komast yfir hliðið enda mikill snjór.

                       Sigga sendi sms í morgun, vöknuð og södd sagði hún og vildi bara
           minna á að það er afmælisdagurinn hennar Helgu ömmu er í dag
           og hvort við færum ekki örugglega upp í kirkjugarð og þangað er
           förinn heitið, en amma hefði orðið 89 ára í dag.
                það kom ruðningsbíll hér í morgun og nú ætti allt að vera
            orðið fært en samt er nú mesti snjórinn í kringum íbúðarhúsin.

17 jan 2004

               Nú ætti Sigga að vera einhverstaðar í flugi til Kanarý og við hér
           heima á kafi í snjó.  Það er búið að snjóa heilmikið og svo er búið að
           vera skafrenningur líka.  Í gærkvöldi sá hér varla á milli húsa en
           þegar Idol keppnin var búin fór aðeins að rofa til.

16 jan 2004

               Jæja þá fer að koma að því fröken Sigríður er að fara til Kanarý
           í fyrramálið með afa sínum og ömmu á Selfossi,  spáin er frekar
           leiðinleg fyrir seinnipartinn og morgundaginn snjókoma og rok,
           þau fara suðreftir seinnipartinn og ætla að vera hjá Dóru frænku
           í nótt.

                     Við Sigga fórum í bæinn í gær með Skelli. ég er starx farin að
           sakna hans, en ég vona bara að þetta gangi vel á nýja heimilinu.

15 jan 2004

                Það fór ekki vel með kúna en hún darpst í nótt.

13 jan 2004

             Morguninn byrjaði ekki vel en þegar Bensi og Kristín komu í
           fjós var ein nýbæran búin að festa sig í rimlunum og komin með
           doða.  Gunnlaugur kom svo í morgun og dældi einhveru í hana en
           það var sett kalk í hana starx í morgun sem dugði ekki til, nú er
           bara að sjá til.
                 Þetta er alveg ömurlegt við erum búin að kaupa nýja rimla í
           allt fjósið en eigum eftir að fá 1/4 af rimlunum hinir komu líkasttil í
           nóv. og allur pakkinn borgaður þá, nú sá sem er að vinna þetta
           það ,,heilagt loforð" að hann mundi afhenda þetta fyrir jól, svo
           þetta er að verða ansi dýr pakki ef maður missir nýbæru, hún
           mjólkar tæpast mikið starx ef hún þá lifir.  
                Það er ömurlegt að eiga við svona fyrirtæki, það vantar ekki að
           það sem maðurinn gerið er mjög vel unnið en að standi við eitt eða
           neitt sem hann lofar varðandi tímasetningar er ekki gott.

12 jan 2004

             Ég fór á Hvanneyri í morgun, en mjólkaði fyrst, þegar við komum
           í fjósið þá foru þar 2 nýfæddir kálfar, rauðskjöldótt kvíga og hvítt
           naut þessi litur kallast annars grönótt.  Á meðan ég var svo á
           Hvanneyri þá kom einn kálfurinn en en það var sjköldótt kvíga.
           Það var voða gaman á Hvanneyri eins og alltaf fékk far með Hildi
           uppeftir og fékk svo far með konum úr Landeyjum heim.  Veðrið á
           heimleiðinni var ömurlegt brjálað rok en þetta hafðist allt.

11 jan 2004

             Var að laga linkana mína en enn vantar einhvað endilega ef þið
           vitið um link á Íslenskann hund látið vita

                   Við vorum að heimta 2 lömb í gær þau voru í um 40 kinda hóp sem
           kom að í Efstadal.  Þetta voru tvílembingar hrútur og gimbur, en
           móðir lambanna er ókomin en hún er svört og fæddur þrílembingur
           hún kom sjálf seint að sem lamb en kom innan af afrétt, en það var í
           október 2000.  Við skulum bara vona að hún eigi eftir að skila sér,
           en það ætti að vera hægt að sjá svarta kind í snjónum ef hún er ekki
           inn í runna að fela sig.

10 jan 2004

              Það snjóaði dálítið hér í nótt ofan á hálkuna, þannig að enn er
           erfitt að komast um. 

               Hér fæddist kálfur í morgun og viti menn lifandi kvíga...

9 jan 2004

                Ég var svo heppinn að Steini kom í heimsókn í dag og tók
           myndir af hvolpunum, ég hef mjög takmarkaða þolinmæði í
           að taka myndir og hvolparnir hafa heldur ekki þolinmæði í að
           standa kyrrir þar til ég er loks tilbúin að mynda.

               Við hjónin skelltum okkur í heimsókn í gærkvöldi en við fórum
           að kýkja á hann Birgir á Hæðarenda og sjá hvernig aldurinn
           hefði færst yfir hann og viti menn hann ber sig bara vel.

8 jan 2004

                Dóri hélt upp á afmælið sitt í gær, þetta var pizzuafmælispartý
           bara fyrir stráka, og stuðið eftir því, strákarnir gátu eiginlega
           ekkert farið út þar sem það var svo mikið rok og fkjúgandihálka
           og stuðið því meira inni, húsinu var breytt í fótboltavöll, rosagaman
           og partýið endaði svo með því að horfa á beina útsendingu í
           boltanum, Guðni Reynir var ekki ánægður með úrslitin hjá sínu
           liði en Dóri var alsæll með að ná jafntefli við Arsenal, en Dóri
           heldur með Everton og Guðni Reynir með Chelsea.

                Þegar við mættum í fjós í morgun var komin svört kvíga, hún
           verður látin heita Dóra en ekki hvað...

7 jan 2004

              Hann Dóri á afmæli í dag og er orðinn 9 ára.

             Hér er bara ömurlegt veður og mikil hálka, vð fórum í gærkvöldi
           í mat til mömmu og pabba á Selfoss, fengum sænska önd og gæs,
           maturinn var æðislegur, svo fórum við í skrúðgönguna, á brennuna
           og sáum svo flugeldasýninguna á eftir þetta var voða gaman.

4 jan 2004

                Það er rosalega gott veður núna logn og um frostmark er ekki
           möguleiki að ríða út þar sem það eru svo miklir skorningar í
           veginum.

                Nú finnst mér tími til kominn að taka niður jólaskrautið sem var
           á síðunni minni, hún er nú hálftómleg svona en hvað um það.

               Reyndi að laga aðeins til á hestasíðunni en það er mikið samt
           sem er eftir að bæta inn og laga.

2 jan 2004

                                             Eftir kvöldfjós

                 Það hefur aðeins snjóað og skafið seinnipartinn, og afleggjarinn
           orðin frekar þungfær, Bjössi byrjaði á að draga Sverrir upp á
           veg, svo kom fóðurbíllinn og það þurfti að moka hann heim,
           þannig að við erum að hugsa um að vera heima í kvöld en það
           stóð jafnvel til að heilsa upp á hann Birgir á Hæðarenda en hann
           á afmæli í dag og er orðin 45 ára, hver hefði trúað því þar sem það
           eru bara 2-3 ár síðan hann varð fertugur, það er næsta víst.

                Gæsirnar (2) sem við borðuðum í gærkvöldi voru æði,
           önnur var grágæs sem var vel lukkuð og svo var ég með helsingja
           ( held ég )sem ég hef bara aldrei smakkað og var þvílíkt salgæti,
           rosalega meir og góð sind hvað þetta eru litlir fuglar, en við vorum
           5 semborðuðum hér,  Sigga og Dóri rétt smökkuðu, ég reyndi að
           hemja mig en restina átu feðagarnir Guðni Reynir og Bjössi og
           aðalega sá yngir.  Ég er alltaf jafnhissa á því hvað þessir drengir
           geta etið þeir eru alltaf svangir, og alveg botnlausir.

                                                     Fyrir hádegi

              Hér er enn gott veður og snjór, í gærkvöldi var alveg logn og
           tófurnar voru með aftansögn eða gól í gærkvöldi, þær þurfa víst
           ekki að kvarta en mér skilst að það sé orðið ekkert greitt fyrir að
           veiða þessar skepnur að vetrarlagi og nú svo gelymdist alveg að
           láta þær vita að rjúpna væri friður þannig að það er nóg af
           rjúpu til að halda tófustofninum vel lifandi í vetur og væntanlega
           verður enn meiri uppsveifla hjá þeim á næstunni, það er allavegana
           mikið af henni hér og sjást tófuförin hér í túninu og svo er alveg
           upplagt fyrir þær að fara í kvöldgöngu eftir sumarhúsavegunum.
              Það var meira að segja unnið greni rétt við veröndina á einum
           bústaðnum hér í fyrrasumar.

1 jan 2004

               Hér var rúmlega 10 stiga frost í morgun en logn,  það lítur út
           fyrir að bæði menn og skepnur hafi lifað áramótin af, en einhvað
           hafa hrossin verið smeik því þau voru búin að hlaupa niður eina
           girðingu, en um kl 11 í morgun komu þau röltandi heim öll með
           tölu til að athuga hvort það væri ekki örugglega í dag sem bóndinn
           kæmi með rúllurnar sem stóðst alveg hjá þeim.

                 Nú Björn bóndi á afmæli í daga og er orðinn 41 árs, hann ber
           sig ekkert sérstaklega vel, hverju sem er um að kenna.

                Í hvöldmatinn í gærkvöldi voru lambafille og lundir sem
           lukkuðust mjög vel og í kvöld á að vera Gæs en Svenni frændi færið
           mér gæsir í haust en þetta er eitt að því besta sem við borðum hér,
           svona allavegana 3 okkar Dóri og Sigga gætu svosem alveg hugsað
           sér pizzu frekar.

 

[Miðengi] [Fréttir 2017] [fréttir 2016] [Fréttir 2015] [Fréttir 2014] [Fréttir 2013] [Fréttir 2012] [Fréttir 2011] [Frettir 2010] [Fréttir 2009] [Fréttir 2008] [Fréttir 2007] [Fréttir 2006] [Fréttir 2005] [Fréttir 2004] [Fréttir 2003]